Konurugl

Monday, December 17, 2007

Jólahelgin

Hjá okkur var mjög jólaleg helgi. Á laugardagsmorgun mættum við í vinnuna hans Arnars með drenginn á jólaskemmtun. Fengum heitt kakó og rúnstykki, og svo kom náttúrulega jólasveinn sem gaf nammi. Eftir hádegi fórum við á jólahlaðborð í húsdýragarðinum með "saumaklúbbnum" mínum. Þar voru grýla og 1 jólasveinn sem að voru gestgjafar. Maturinn var miklu betri en maður þorði að vona. Og svo fóru grýla og jólasveinninn og milli allra og töluðu við alla. Ari var náttúrulega mjög hræddur við Grýlu, enda foreldrarnir aðeins búin að nota hana í neyð. Hann horfði bara undan og hristi höfuðið þegar hún talaði við hann. En jólasveinninn var annað mál. Hann svaraði honum alveg og svo var hann ótrúlega ánægður með að jólasveinninn benti honum á að þeir væru með eins húfu.

Ari fékk reyndar fyrstu martröðina sína þessa nótt. En við höfðum heimsótt nokkur dýr í garðinum. En hann vaknaði upp og var dauðhræddur við öll svínin sem voru inni hjá okkur. Já hann hefur fengið svínafóbíuna mína í vöggugjöf.

Í gær var svo farið á jólaball Glitnis. Við fórum bara tvö í þetta skiptið. En gasalega voru jólasveinarnir kunnulegir, ég er alveg viss um að þeir séu eitthvað skildir strákunum í Hraun. Þarna var þvílík stemmning og miklu betri stjórn heldur en í fyrra. Stígur úr stundinni okkar mætti, hérastubbur og Mikki refur tóku smá atriði. Svo er náttúrulega ekkert jólaball hjá Glitni án Georgs. Ari var hæstánægður með þetta. Hann fékk svo í lokinn smá nammi+heilsunammi og rassasnjóþotu.

Ég og Arnar fórum svo á Frostrósatónleika í gærkvöld til að reyna að komast í jólagírinn. Við fengum æðisleg sæti. Tónleikarnir voru æðislegir, en náðu ekki að kveikja neistan hjá mér en Krilla skemmti sér mjög vel.

Ég er algjörlega snauð af tilhlökkun til jólanna. Ég er með nokkrar kenningar.

-Óléttan, ég er farin að hugsa svo langt fram yfir jólin, og hvað ég ætla að gera eftir jól. Auk þess er ég frekar orkulaus eftir vinnu, þannig að kvöldin nýtast lítið sem ekkert.
-Eyrnabólgan. Ég hef alltaf hlakkað mest til aðventunar, en ég er búin að vera með í eyrunum meira og minna núna. Er enn með hellur og gröft í gamla eyranu. Þannig að helgarnar hafa nýst illa.
-Ég á eftir að gera allt. Rétt búin með helminginn af jólakortunum, en þau verða 70 talsins þetta árið, sem er miklu meira en áður. Er búin að kaupa 1 jólagjöf. Kannski kemst maður í stuð um leið og maður er farinn að pakka inn gjöfum.
-jólin eru bara svo rosalega fljót alltaf að líða, að mig er strax farið að kvíða fyrir að þau verða búin. Verð alltaf svo leið eftir nýársdag, því þá er þetta bara búið og heilt ár í næstu jól.

Ég ætla að vera í fríi á morgun, og taka jólagjafamaraþon. Ef þetta kemur ekki á morgun, þá segi ég jólunum upp. Ég verð í næstum 2ja vikna fríi, ég ættu nú að geta allavega orðið spennt fyrir því?

kv. Elsa 28 vikur

2 Comments:

  • Þú ættir að skella þér í jólakakó með vinkonunum sem eru allar í þvílíku jólaskapi:) Getum auðveldlega smitað þig af gleði og glaum.

    Kveðja frá Lindu sem hlakkar til jólanna.

    By Anonymous Anonymous, At 12:22 PM  

  • Jólaálfurinn kemur og hendir yfir þig jólaglimmer og skapið er komið:) Jólin koma alveg þó maður nái ekki að klára allt.

    Ég get ekki beðið, hlakka til að komast í frí og hafa það notó... kem og smita þig af jólaskapi hó hó hó :)

    By Anonymous Anonymous, At 11:19 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home