Konurugl

Thursday, December 20, 2007

Jóla jól, jóla jól, jólaleg jól

Jæja þetta er sko allt að gerast. Búin að skrifa 70 jólakort. Við pökkuðum inn 20 gjöfum í gær. Eigum eftir að kaupa 3. Ætli við reynum ekki líka að redda einhverjum kveðjugjöfum handa leikskólakennurm hans Ara. Síðasti dagurinn hans í Hálsakoti á morgun. Hann skilur þetta takmarkað, en hlakkar til að fá að fara í Baug. Honum finnst flott leiktækin á lóðinni.

Stressið felst kannski aðalega í því að við ætlum að reyna að hafa allt tilbúið á laugardagskvöld og taka því rólega á þorrlák, kíkja í sveitina og svona.

Fékk jólafíling við að fá jólakveðju frá starfsmannafélaginu. He he. Hugsaði fyrst, oh nú fer allur þessi póstur að detta inn. Útibúin og allir að senda kveðju á alla. Svo allt í einu kom svona jólaflashback, og búmm, fann lyktina af jólunum. Já það verður bara gaman að liggja á delete takkanum í dag og morgun, og svo er komið frí. Hætti snemma á morgun, og förum í árlegu Fjarðarkaupverslunarleiðangur. Svo eru það bara tiltekt og þrif og kannski reynt að skreyta pínu, en ég hef bara ekki haft tíma til að setja upp þær seríur sem ég ætlaði.

kveðja,
Elsa jólasveinka

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home