Konurugl

Monday, January 21, 2008

Varúð! Gúllassúpa!

Versti dagur ársins er í dag skv. þessari frétt á mbl

http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/01/21/versti_dagur_arsins_i_dag/

Ég held að þessi prófessor hafi samt ekki tekið gúllassúpu inn í jöfnuna sína. Enn ein vinnuvikan byrjaði í dag. Bara þessi venjulegi mánudagur. Allir seinir á fætur og svona. Maður reyndi svo að vinna eins og maður gat, og fattaði svo að það væri kominn hádegismatur þegar garnagaulið hófst. Þetta var bara venjulegur matmálstími, mikið skrafað. Í þetta skiptið eftir mat ákvað ég á ná mér í döðlur og vínber, en fékk í leiðinni að sína smá skautaspor í gúllassúpu þegar ég var að fara. Þarna lá ég killiflöt, að drepast úr athyglissýki. Velti mér smá upp úr súpunni, svona aðeins til að krydda þetta. Eina sem ég lærði af þessu að óléttar grindagliðnunarkonur eiga ekki að fara á skauta. Ég er helaum, vona að ég verði samt fljót að jafna mig.

Hvað er þetta með mig og þessi endalausu föll. Kannski féll borgarstjórnin bara með mér? Kannski féll gengi hlutabréfanna svona mikið út af mér?

Ég veit allavega að ég ætla bara að liggja undir sæng á sprengidag, öll matarboð afþökkuð.

kv. Elsa sem lá í súpunni

1 Comments:

  • Gúllassúpa er greinilega stórhættuleg, það er ekki gott að sitja í súpunni Elsa mín. Farðu vel með þig snúlla.

    By Anonymous Anonymous, At 4:49 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home