Að opna augun
Ég kláraði á fyrsta orlofsdeginum mínum bókin "Þúsund bjartar sólir". Hún situr svo í mér. Ótrúlegt hvað maður verður allt í einu næmur fyrir því sem er að gerast í heiminum eftir að lesa svona bækur. Þegar maður sér allar þessar fréttir um átök úti í heimi þá sér maður ekki bara innantóma tölu á blaði heldur 800 feður, syni, dætur, eiginmenn, æskuástir, mæður, sem hafa fallið. Á bakvið bara 1 af 800 eru mörg brostin hjörtu. Voðalega hefur maður það ógeðslega gott.
Ég fór líka að lesa mér meira til um Afganistan. Finnst bara ótrúlegt að þar þrífist líf yfir höfuð. Þarna hefur nánast alltaf ríkt ófriður. Og landið hefur aðalega þjónað hernaðarlegum tilgangi. En þarna eru konur sem hugsa, dreyma og verða ástfangnar. Alveg eins og ég, nema ég hef getað gert allt sem mig langar til. Flestir þeirra drauma ná aldrei að verða neitt meira.
Svo í dag sá ég frétt um úr héraðinu Peshawar. Ég hefði ekki litið tvisvar á þessa frétt hér áður fyrr, en bara af því að það er talað um Peshawar í bókinni, þá langaði mig að vita hvað þar væri að gerast. 250 börn í gíslingu, 250 börn sem eiga foreldra sem eru nú að deyja úr ótta um börnin sín.
Afhverju leiðir maður svona hjá sér? Afhverju er svona mikil grimmd til í heiminum?
Ég fór líka að lesa mér meira til um Afganistan. Finnst bara ótrúlegt að þar þrífist líf yfir höfuð. Þarna hefur nánast alltaf ríkt ófriður. Og landið hefur aðalega þjónað hernaðarlegum tilgangi. En þarna eru konur sem hugsa, dreyma og verða ástfangnar. Alveg eins og ég, nema ég hef getað gert allt sem mig langar til. Flestir þeirra drauma ná aldrei að verða neitt meira.
Svo í dag sá ég frétt um úr héraðinu Peshawar. Ég hefði ekki litið tvisvar á þessa frétt hér áður fyrr, en bara af því að það er talað um Peshawar í bókinni, þá langaði mig að vita hvað þar væri að gerast. 250 börn í gíslingu, 250 börn sem eiga foreldra sem eru nú að deyja úr ótta um börnin sín.
Afhverju leiðir maður svona hjá sér? Afhverju er svona mikil grimmd til í heiminum?


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home