Konurugl

Thursday, January 24, 2008

Hætt að vinna

Úff hvað það er mikill léttir að hætta að vinna. Ekki það að mér finnist vinnan leiðinleg. Ég eiginlega áttaði mig ekki á því fyrr en í gær, þegar ég var búin að skila vottorðinu inn. Ég er búin að vera með verki upp á hvern einasta dag í nokkrar vikur. Sumir dagar eru góðir, meðan aðrir eru slæmir. Ég finn nánast alltaf fyrir verkjum þegar ég labba, ég finn ekki alltaf fyrir þegar ég sit, en versna því sem líður á. Grindagliðnun er svo lúmsk, að suma daga er maður svo fínn, og er rosalega duglegur og ekkert að passa sig, og svo næsta dag er maður alveg að drepast. Í gær þegar ég fór til læknisins var einn af góðu dögunum, var búin að vera að drepast í tvo daga áður. Og þegar góðu dagarnir koma, þá hugsa maður, djöfulsins aumingjaskapur, þarf ekkert að hætta að vinna. Finnst æðislegt að vera heima og ráða álaginu.

Maður fær líka samviskubit á hverjum degi núna í vinnunni. Það hafa allir brjálað að gera, og maður fær sig ekki til að skorast undan verkefnum, þó svo að ég ætlaði bara að vera í 50% starfi. Þannig að maður endar oft á að vinna lengur en maður þolir. Hefði viljað nota síðustu dagana til að skila betur af mér gömlu verkefnunum, en fékk ekki almennilega tækifæri til þess.

Svo þegar maður er að vinna þá er maður alveg búinn á því eftir nokkrar klukkustundir. Og þá getur maður ekki sinnt neinu öðru það sem eftir er dags. Heimilið er úr skorðum, og já barnið sem kemur í heiminn eftir ekki svo langan tíma, hefur bara ekkert komist að. Við eigum eftir að redda öllu. Erum búin að fá nokkrar flíkur, en þarf að komast í kassana hans Ara og byrja að flokka. Svo margt sem þarf að fara að huga að.

Annars kom skoðunin vel út í gær. Kollurinn er niðri en ekki skorðaður. Búin að bæta á mig 1,5 kílói á 3 vikum. Þannig að nú er ég búin að bæta á mig 5 kílóum á meðgöngunni, sem er 2 kílóum minna en á síðustu meðgöngu, á sama tíma. Þyngdist um 10 kíló á þeirri meðgöngu, sem mér finnst mjög fínt. Þetta hlýtur að fara að hrynja inn núna. Legbotninn er jafnhár og á síðustu meðgöngu, og ljósan spurði mig hvort ég hvort ég hefði verið svona nett síðast, og hvað Ari hefði verið stór. Á þessum upplýsingum, þá hefur hún ákveðið að það væri ekki ástæða til að senda mig í vaxtasónar, en hún gerði það síðast. Þannig að nú verðum við bara að bíða aðeins lengur eftir að sjá dúlluna okkar. Sem betur fer fórum við í 3D, því annars hefði ég örugglega grátbeðið um að fara í vaxtasónar.

jæja, ætla að halda áfram að slóra,
kv. Elsa

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home