Konurugl

Wednesday, February 06, 2008

Copy/paste

Enn ein mæðraskoðunin að baki. Ég bjóst nú ekkert við því að fara að blogga neitt um hana, þar sem þær hafa hingað til verið svipaðar. But..

Pissið var hreint (finnst alltaf jafn fyndið að tala um hreint piss :-) varð bara að koma því að). Blóðþrýstingurinn hækkaður, en ekkert óeðlilegur. Og búin að bæta enn einu kílóinu. Er orðin 82 kíló, sem er jafn mikið og þegar ég byrjaði á Danska kúrnum á sínum tíma, nema þá var ég ekki komin tæpa 8 mánuði á leið.

Það tók einhvern tíma að finna barnið. En þegar ég sagði ljósu hvar ég teldi að bakið væri, þá fann hún það. He, he hélt að ég myndi nú ekki lenda í þeirri aðstöðu að leiðbeina ljósu í að þreifa eftir barninu. En svo kom í ljós að legbotninn er 2 sm undir normalkúrfu. Þannig að hún þorði ekki annað en að panta vaxtasónar. Hún reyndar ákvað að fletta upp Ara, og hló og sagði að skýrslan væri bara copy/paste. Hún ákvað samt að senda mig þar sem hún fann svo vel fyrir barninu (þegar hún var búin að finna það). Þannig að ég og copy/paste barnið förum í vaxtasónar á mánudag. Hausinn liggur neðarlega í grindinni, en er frekar laus ennþá.

Í gær fórum við fjölskyldan í baunasúpu til mams & pabs. Allt gott um það að segja. En þar var smá fjölskylduviðbót, því frumburðurinn kom með viðhengi sitt. Vona bara að hann hafi ekki orðið hræddur við okkur. Já systir mín er sami uppreisnaseggurinn og ég og dró sjálfstæðismann inn á heimilið. Arnar er að vonum ánægður. Viðhengið kom vel út á matsskýrslu og vonum við að hann hangi inni sem lengst. Þetta er örugglega sá viðburður sem mamma mín er búin að dreyma lengst um :-) Og nú geta allir hætt að bögga mig með spurningum um systur mína :-)

bless

1 Comments:

  • Finnst voða gaman að lesa bloggið þitt og meðgönguna, viðhengi, copy/pastið og það allt.
    híhíhíhí

    By Anonymous Anonymous, At 9:24 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home