Konurugl

Sunday, February 17, 2008

Þetta er nú búin að vera ljóta vikan hjá þessari fjölskyldu. Fyrst byrjaði Ari að fá skarlatsótt, svo greindist Arnar með streptakokka. Ég slapp reyndar við streptakokkana, en fékk einhverja smá flensu. Lá veik alla helgina. Ákkúrat þegar ég ætla að mæta í brúðakaup. Var búin að velja mér föt og allt, hlakkaði svo til að nota svarta kjólinn í síðasta skipti. Þetta er reyndar í annað skipti sem ég veikist þegar ég ætla að fara á svona stóran atburð í fína kjólnum mínum. Veit ekki hvort það sé eitthvað við hann að sakast.

Talandi um veikindin. Þá er held ég það ömurlegasta sem ég veit að læknar geri okkur, það er að setja okkur foreldrum það hlutverk fyrir að koma Kavapenin ofan í drenginn okkar. Hann tekur öll önnur sýklalyf með bros á vör, en þetta er eitthvað sem var ekki að ganga hjá okkur. Við erum búin að reyna allar aðferðir til að koma þessu niður með góðu. Í fimm daga tvisvar á dag, höfum við þurft að halda honum niðri meðan annað okkar sprautar og reynir að halda fyrir munn og nef í von um að eitthvað fari ofan í hann. Við keyptum meiraðsegja dýrari lyfin, til að getað gefið honum helmingi minni skammt. Í gær fór svo drengurinn í pössun til ömmu sinnar. Amman sagði honum að hann fengi ekkert að borða fyrr en hann tæki lyfin, gaf honum svo skeið og hann tók lyfin sín sjálfur, ekkert mál. Þessi aðferð svínvirkaði svo þegar við reyndum þetta í kvöld. Ég get svo svarið það, það liggur við að við sendum hann um hverja helgi til einhvers annars og látum þá aðila leiðrétta það sem hefur misfarist í uppeldinu hjá okkur. Hann er alltaf voða meðferðilegur hjá ömmunum sínum.

Pála kom að klippa mig og lita á föstudaginn. Hún er komin með voða sæta litla tvíburakúlu. Svo kom hún reyndar líka með eina 3 mánaða tík með sér, þannig að sú fjölskylda stækkar ört. Ég er svo hamingjusöm fyrir þeirra hönd.

Í dag er merkilegur dagur. Ég er gengin 37 vikur, og þá enginn fræðilegur möguleiki á fyrirbura. Gott að vita að barnið er nánast tilbúið. Annars er hún voða hress. Rassinn hennar Krillu farinn að taka aðeins of mikið pláss. Svo um leið og hún hreyfir sig þá fæ ég þvílíkan brjóstsviða. Brjóstsviðinn er orðinn það slæmur að ekkert virðist geta haldið honum í skefjum. Þannig að maður er eiginlega bara farinn að hlakka til að þessu ljúki.

kv. Elsa

2 Comments:

  • Ég hitti hana Dæju í Bónus í gær og spjallaði heilmikið við hana. Hún var einmitt að segja mér frá tvíburakúlunni. Svo var hún nýkomin frá Kanada að hitta Gumma og co.
    Þetta er nú aldeilis farið að styttast hjá þér. Var að reikna út að ef að hún Þórey hefur rétt fyrir sér að þá er nú bara rétt rúmlega vika eftir hjá þér. Það er nú barasta ekki neitt.

    By Anonymous Anonymous, At 10:08 PM  

  • Hæ gaman að heyra með tvíburakúluna hennar Pálu.
    Það er aldeilis farið að styttast í dömuna, er viss um að hún kemur á þriðjudaginn eftir viku:-)
    Hafðu það sem allra best og njóttu kúlunar á meðan hún er.

    By Anonymous Anonymous, At 11:13 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home