Konurugl

Saturday, March 01, 2008

Millirifjagigt

Fór til læknis í morgun, þar sem ég var hætt að geta hreyft mig. Hún greindi þetta sem millirifjagigt. Nú verðu barninu haldið inni þar til ég er búin að jafna mig. Liggur samt stundum við að mig langi frekar að kveljast í fæðingu og geta fengið bólgeyðandi um leið og barnið er komið.

Ég er orðin svo þreytt á þessari meðgöngu. Mér finnst ég búin að vera svo óheppin. Ég gat alveg sætt mig við ógleðina og grindagliðnunina. En eyrnabólgutímabilið var ömurlegt, og að detta tvisvar var líka ekki gaman, og svo núna þetta. Er maður orðinn of gamall til að standa í þessu?

kv. Elsa sem er himinlifandi yfir því að mars er loksins kominn.

2 Comments:

  • já, það er nú alltaf spurning, er maður orðin of gamall?

    ...mér finnst ég ekki orðin NÓGU gömul til þess að byrja á þessu. Er ég rugluð? Er ég að blekkja sjálfa mig?...þegar ég skoða vel og lengi, sjálfa mig í speglinum, þá sé ég að ég er náttúrulega að verða háöldruð. Hrukkótt og svona...HEILAGUR SKÍTUR(þýðing af Holy shit)!OMG!..ÉG held ég sé líka OF gömul. -Ekki það að þú sért of gömul. Alls ekki!...Verð að segja að þú berð aldurinn (sem er nú alls ekki svo mikill) einstaklega vel

    :-)

    By Anonymous Anonymous, At 8:32 PM  

  • þraukaðu, þraukaðu, taktu einn dag í einu og settu þér það markmið að njóta hans. Passaðu þig bara að detta ekki í neikvæðar hugsanir (sem er ekki erfitt þegar maður er allt of breiður, þungur á sér og með verki). Gangi þér vel.

    By Blogger Sigrún, At 10:47 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home