Settur dagur
Nú er 9. mars kominn, og lítið sem ekkert að gerast. Var reyndar með reglulega samdráttaverki í morgun og brjóstin láku sem aldrei fyrr. Ég var viss um að nú væri þetta að gerast. En um leið og ég fór á fætur hættu verkirnir og stuttu síðar hættu samdrættirnir að vera reglulegir. Ég er orðin nett pirruð.
Reyndar naut Ari þess að fara með pabba sínum í páskabingó í morgun. Hann dró björg í bú. 3 páskaegg. Hvað á maður að gera við þetta allt. Langaði svo að gefa honum strumpaegg, því hann dýrkar strumpana núna. En ætli það verði ekki að býða. Mig langaði sjálf í lakkrísegg, því mér finnst svo erfitt að borða eintómt súkkulaði. En ætli við verðum ekki að halda okkur við þessi.
Við fórum svo fjölskyldan í hádeginu á hamborgarabúllu Tómasar í Bíldshöfðanum, sem er ekki frásögu færandi, nema þegar þangað var komið fór ég með Ara á klósettið og svo fékk hann að fara í leikherbergið. Þegar ég og Arnar vorum búin að sitja einhverja stund og spjalla, þá heyrði ég kallað mamma, mamma, mamma. Hjartað á mér kramdist þegar ég sá að hann var ekki í leikherberginu. Arnar þaut af stað. Ég sat ein í dágóðan tíma, áður en ég ákvað að athuga hvað væri að barninu mínu. Þá hafði litlu kútur gert sig heimakominn og farið á klósettið að kúka, og vantaði bara að láta skeina sig :-)
Já fyrir utan þetta þá fer 70% af tímanum mínum í að hugsa um hvenær þetta barn ætli að láta sjá sig. Búin að greina allt, búin að reyna að rifja upp allan aðdragandan að síðustu fæðingu. Er komin með þetta á heilan.
Ég hlakka til að fá líkama minn aftur.
Ég hlakka til að fá að prófa að vera ekki ólétt í Tröllakór.
Ég hlakka til að þurfa ekki að hugsa mig tvisvar um áður en ég reyni að tína dót upp úr gólfinu.
Ég hlakka til að geta labbað rösklega og farið í göngutúra.
Ég hlakka til að getað þrifið baðkarið.
Ég hlakka til að getað fengið mér bólgueyðandi.
Ég hlakka til að geta fengið mér Sushi.
Ég hlakka til að geta lyft þungum hlutum.
Ég hlakka til að fá heilsuna mína aftur.
kv. Elsa 40 vikur
Reyndar naut Ari þess að fara með pabba sínum í páskabingó í morgun. Hann dró björg í bú. 3 páskaegg. Hvað á maður að gera við þetta allt. Langaði svo að gefa honum strumpaegg, því hann dýrkar strumpana núna. En ætli það verði ekki að býða. Mig langaði sjálf í lakkrísegg, því mér finnst svo erfitt að borða eintómt súkkulaði. En ætli við verðum ekki að halda okkur við þessi.
Við fórum svo fjölskyldan í hádeginu á hamborgarabúllu Tómasar í Bíldshöfðanum, sem er ekki frásögu færandi, nema þegar þangað var komið fór ég með Ara á klósettið og svo fékk hann að fara í leikherbergið. Þegar ég og Arnar vorum búin að sitja einhverja stund og spjalla, þá heyrði ég kallað mamma, mamma, mamma. Hjartað á mér kramdist þegar ég sá að hann var ekki í leikherberginu. Arnar þaut af stað. Ég sat ein í dágóðan tíma, áður en ég ákvað að athuga hvað væri að barninu mínu. Þá hafði litlu kútur gert sig heimakominn og farið á klósettið að kúka, og vantaði bara að láta skeina sig :-)
Já fyrir utan þetta þá fer 70% af tímanum mínum í að hugsa um hvenær þetta barn ætli að láta sjá sig. Búin að greina allt, búin að reyna að rifja upp allan aðdragandan að síðustu fæðingu. Er komin með þetta á heilan.
Ég hlakka til að fá líkama minn aftur.
Ég hlakka til að fá að prófa að vera ekki ólétt í Tröllakór.
Ég hlakka til að þurfa ekki að hugsa mig tvisvar um áður en ég reyni að tína dót upp úr gólfinu.
Ég hlakka til að geta labbað rösklega og farið í göngutúra.
Ég hlakka til að getað þrifið baðkarið.
Ég hlakka til að getað fengið mér bólgueyðandi.
Ég hlakka til að geta fengið mér Sushi.
Ég hlakka til að geta lyft þungum hlutum.
Ég hlakka til að fá heilsuna mína aftur.
kv. Elsa 40 vikur


2 Comments:
Þetta fer alveg að koma, þá kíki ég í heimsókn og við förum í rösklegan göngutúr þarna í sveitinni hjá þér:-) Sendi þér samdráttarstrauma.....
By
Anonymous, At
11:57 AM
Taktu því bara rólega í dag. Hún kemur í heiminn á morgunn...held ég!
:-)
By
Anonymous, At
4:30 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home