Á barmi óvissunnar
Ótrúlegir atburðir hafa riðið yfir landið. 3 bankar komnir undir ríkisvæng og Ísland talið vera á barmi gjaldþrots. Verðbólgan er búin að hækka stöðugt síðan Sigurást kom í heiminn, og krónan búin að vera. Þetta eru vægast sagt ömurlegir tímar.
Frá því fyrir tveimur vikum þegar fréttir af þroti Glitnis kom, hef ég reynt að vera jákvæð og líta framtíðina björtum augum. Sem og ég geri. Svo féll hver bankinn af öðrum eins og lítið sætt dominospil. Maður getur ekki órað fyrir því hvað þetta dominospil á eftir að hafa miklar afleiðingar, en þær eiga eftir að skila sér í mörg ár.
Ég hef verið eins og versti fréttasjúklingur. Talvan sogar mig alltaf aftur til sín. Ég hef fúnkerað mjög illa, sem móðir og húsmóðir. En ég hef tekið þess þessu öllu með ró, því ég á fullt af gulli hér heima. En óneitanlega hafa uppsagnir starfsmann komið illa við mig, og dagurinn í dag er búinn að vera svo erfiður, því ég þarf að bíða fram á mánudag til að vita hver örlög mín verða. Missi ég vinnuna eða verð ég ráðin í nýja bankan á verri starfskjörum. Landsbankafólk var að taka á sig 30 - 50% kjaraskerðingu. Í dag er ég loks komin að því að brotna saman. Ég hef þurft nokkrum sinnum að berjast við framrás táranna. 20% prósent af mér vill bara fá að brotna saman og syrgja. Á maður að láta það eftir sér? Eða á maður að þrjóskast við að vera sterkur og láta eins og ekkert sé? Kannski ég bíði með það fram á mánudag.
Það eru svo margir í kringum okkur að fara illa út úr þessari kreppu. Og maður finnur til með öllu þessu fólki. Eins og er erum við bara í góðum málum. Á hverjum degi spurjum við okkur, höfum við það verra en í gær, og svarið hefur hingað til alltaf verið nei. Ég þori ekkert að spá í framtíðina þegar það er svona mikil óvissa. Eina sem ég get gert er að lifa daginn í dag til fullnustu og njóta alls þess góða sem ég hef.
Það góða við þetta er að ég tel að ég komi út úr þessu sem betri manneskja. Ég er farin að virða pening og samfélagið betur. Ég er farin að horfa meira á það sem skiptir raunverulega máli. Og svo er bara gaman að fá að spara án þess að þykja vera hallærislegur. Ég man þegar ég var í háskóla, þá hneykslaðist fólk á einum sem kom ekki út að borða með okkur því hann átti ekki efni á því. Fólk fnæsti og spurði hvort hann ætti ekki kreditkort. Þessi maður er örugglega sá sem á eftir að koma lang best út úr þessari kreppu. En eftir þetta þá hefur maður tekið þátt í öllu, því annað þótti hallærislegt. Nú getur maður sagt með stolti, nei takk ég er að spara.
Annað gott sem kemur út úr þessu er að ég halla mér meira að bæninni og Guði. Þeim sem maður hefur vanrækt mest í lífinu. Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvað hefur fjölgað rosalega í lindasókninni á einu ári. Maður finnur líka mikinn stuðning í kringum sig. Öllum þeim sem þykir vænt um mann hringja reglulega og athuga hvernig maður hefur það. Það gefur manni mikið að finna stuðning þeirra sem manni þykir vænt um. Við höfum líka verið að hitta meira fólk í kringum okkur en áður. Sækja þannig í ókeypis og styrkjandi félagsskap. Ótrúlega gott að eiga svona marga góða að.
Sem betur fer töpum við ekki miklum pening í þessu öllu saman. Ég náði að selja peningamarkaðsjóðinn í mjög litlum mínus. En aftur á móti fattaði ég ekki að selja hlutabréfasjóðina okkar á sama tíma. En þetta eru litlar upphæðir. Ég er hræddari um Séreignarsparnaðinn, held að hann hverfi að mestu. Átti 2 millur þar. Ég seldi svo öll Glitnishlutabréfin mín í fyrra á genginu 29 eins og Bjarni Ármanns :-) En sá peningur var notaður í brúðkaupið, sællrar minningar. En þetta eru bara peningar og peningar eru ekkert nema tölur á blaði.
Ég held að samband mitt og Arnars hafi aldrei verið sterkari en núna og við fjölskyldan erum miklu duglegari að gera eitthvað saman en áður. Ég er eiginlega bara mjög ánægð með það. Vona bara að það versta í þjóðfélaginu sé liðið hjá, og við getum í sameiningu farið að byggja upp núna.
kær kveðja og knús á alla
Elsa
Frá því fyrir tveimur vikum þegar fréttir af þroti Glitnis kom, hef ég reynt að vera jákvæð og líta framtíðina björtum augum. Sem og ég geri. Svo féll hver bankinn af öðrum eins og lítið sætt dominospil. Maður getur ekki órað fyrir því hvað þetta dominospil á eftir að hafa miklar afleiðingar, en þær eiga eftir að skila sér í mörg ár.
Ég hef verið eins og versti fréttasjúklingur. Talvan sogar mig alltaf aftur til sín. Ég hef fúnkerað mjög illa, sem móðir og húsmóðir. En ég hef tekið þess þessu öllu með ró, því ég á fullt af gulli hér heima. En óneitanlega hafa uppsagnir starfsmann komið illa við mig, og dagurinn í dag er búinn að vera svo erfiður, því ég þarf að bíða fram á mánudag til að vita hver örlög mín verða. Missi ég vinnuna eða verð ég ráðin í nýja bankan á verri starfskjörum. Landsbankafólk var að taka á sig 30 - 50% kjaraskerðingu. Í dag er ég loks komin að því að brotna saman. Ég hef þurft nokkrum sinnum að berjast við framrás táranna. 20% prósent af mér vill bara fá að brotna saman og syrgja. Á maður að láta það eftir sér? Eða á maður að þrjóskast við að vera sterkur og láta eins og ekkert sé? Kannski ég bíði með það fram á mánudag.
Það eru svo margir í kringum okkur að fara illa út úr þessari kreppu. Og maður finnur til með öllu þessu fólki. Eins og er erum við bara í góðum málum. Á hverjum degi spurjum við okkur, höfum við það verra en í gær, og svarið hefur hingað til alltaf verið nei. Ég þori ekkert að spá í framtíðina þegar það er svona mikil óvissa. Eina sem ég get gert er að lifa daginn í dag til fullnustu og njóta alls þess góða sem ég hef.
Það góða við þetta er að ég tel að ég komi út úr þessu sem betri manneskja. Ég er farin að virða pening og samfélagið betur. Ég er farin að horfa meira á það sem skiptir raunverulega máli. Og svo er bara gaman að fá að spara án þess að þykja vera hallærislegur. Ég man þegar ég var í háskóla, þá hneykslaðist fólk á einum sem kom ekki út að borða með okkur því hann átti ekki efni á því. Fólk fnæsti og spurði hvort hann ætti ekki kreditkort. Þessi maður er örugglega sá sem á eftir að koma lang best út úr þessari kreppu. En eftir þetta þá hefur maður tekið þátt í öllu, því annað þótti hallærislegt. Nú getur maður sagt með stolti, nei takk ég er að spara.
Annað gott sem kemur út úr þessu er að ég halla mér meira að bæninni og Guði. Þeim sem maður hefur vanrækt mest í lífinu. Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvað hefur fjölgað rosalega í lindasókninni á einu ári. Maður finnur líka mikinn stuðning í kringum sig. Öllum þeim sem þykir vænt um mann hringja reglulega og athuga hvernig maður hefur það. Það gefur manni mikið að finna stuðning þeirra sem manni þykir vænt um. Við höfum líka verið að hitta meira fólk í kringum okkur en áður. Sækja þannig í ókeypis og styrkjandi félagsskap. Ótrúlega gott að eiga svona marga góða að.
Sem betur fer töpum við ekki miklum pening í þessu öllu saman. Ég náði að selja peningamarkaðsjóðinn í mjög litlum mínus. En aftur á móti fattaði ég ekki að selja hlutabréfasjóðina okkar á sama tíma. En þetta eru litlar upphæðir. Ég er hræddari um Séreignarsparnaðinn, held að hann hverfi að mestu. Átti 2 millur þar. Ég seldi svo öll Glitnishlutabréfin mín í fyrra á genginu 29 eins og Bjarni Ármanns :-) En sá peningur var notaður í brúðkaupið, sællrar minningar. En þetta eru bara peningar og peningar eru ekkert nema tölur á blaði.
Ég held að samband mitt og Arnars hafi aldrei verið sterkari en núna og við fjölskyldan erum miklu duglegari að gera eitthvað saman en áður. Ég er eiginlega bara mjög ánægð með það. Vona bara að það versta í þjóðfélaginu sé liðið hjá, og við getum í sameiningu farið að byggja upp núna.
kær kveðja og knús á alla
Elsa


2 Comments:
Gott að heyra að hljóðið í þér er, þrátt fyrir allt, bara nokkuð gott. Svosem ekkert skrítið þarsem að hér er baráttumanneskja á ferð. Maður finnur alveg hvernig fólk er farið að endurskipuleggja, bæði í fjármálum og svo bara forgangsröðina. Margir örugglega undrandi núna á því, að peningarnir eru, ótrúlegt en satt, ekki í fyrsta sæti. Finnst einmitt svo sætt að lesa hjá þér að fjölskyldan einhvernmegin er bara meira saman. Þið eruð kósí-krúttleg!
...Úff! þetta var meira langlokuruglið hjá mér...
By
Anonymous, At
2:22 PM
Sendi þér knús krútta. Þið farið í gegnum þetta með glans ef viðhorfið er svona.
Það besta í lífinu er ókeypis maður sér það best á svona stundum.
Við þurfum að halda eitt skemmtilegt singstar kvöld við tækifæri til þess að lyfta okkur upp í kreppunni.
Be strong!
Sé þig vonandi fljótlega svo ég geti gefið þér alvöruknús
By
Anonymous, At
4:57 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home