Konurugl

Thursday, October 02, 2008

Jákvæðni

Þar sem ég er að kafna í neikvæðum fréttum og hugsunum þá ætla ég að reyna að hætta að hugsa um það neikvæða. Ég sá eitt blogg í dag, sem lifti brúnum mínum. Hann taldi upp 10 jákvæða hluti í dag. Hér ætla ég að tíunda mína.

1. Ég á yndislega fjölskyldu. Mann sem ég elska og 2 heilbrigð börn sem ég dýrka og dái.

2. Ég á foreldra á lífi, sem hafa gefið mér svo mikið. Foreldra sem hafa staðið með mér í gegnum súrt og sætt.

3. Ég á frábæra ættingja og tengdafjölskyldu. Allt fólk sem ég met mikils.

4. Ég á tvær bestu vinkonur sem ég dýrka og dái. Vildi þó óska að þær myndu búa nær mér.

5. Við höfum þak yfir höfuðið. Íbúð sem ég elska mikið.

6. Við höfum bíl til umráða. Nýr bíll sem við eigum skilið.

7. Við eigum peninga fyrir mat.

8. Við eigum marga fallega hluti. Ég skoðaði alla hlutina mína í dag. Ég komst af því að við eigum yfir 30 matardiska. Ég er ánægð að hafa það svona óþarflega gott.

9. Við höfum vinnu og erum bæði ánægð með störf okkar.

10. Ég er heilbrigð.

Ég ætla að hafa það ótrúlega jákvætt á morgun. Ég ætla ekki að opna tölvu, hlusta á fréttir eða opna blöðin. Ég ætla að þakka fyrir alla þessa góðu hluti sem ég hef, dansa eins og vitleysingur um gólfin og syngja hástöfum. Ég ætla að knúsa börnin og Arnar. Svo ætla ég að hitta marshópinn og tala um kúkableiur, ælur, tanntökur og svefnlausar nætur :-)

knús á línuna, kv. Elsa

1 Comments:

  • Mér lýst vel á þig skvísa, spurning hvort maður tekur þig ekki bara til fyrirmyndar:)

    By Anonymous Anonymous, At 8:34 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home