Áfallaröskun?
Greyið Ari Þröstur hefur ekki jafnað sig andlega á brunanum í sumarbústaðnum. Hann forðast eldhús eins og heitan eldinn, þegar búið er að kveikja á ofni eða hellu. Hann spyr yðulega áður en hann fer inn í eldhús hvort það sé kveikt á ofninum.
Í sumarbústaðarferð um daginn ætlaði ég að láta hann sækja dót sem hann kastaði, en þar var Rúna að elda. Ari Þröstur byrjaði að iða og varð mjög órólegur þegar ég ætlaði að leiða hann þangað. Ég spurði hann hvað var að og þá vildi hann ekki fara því það væri kveikt á hellunum.
Í síðustu viku fór ég með hann í bíó á Wallie. Rosa fín mynd og Ari Þröstur skemmti sér. Wallie fann kveikjara og þegar kveikt var á honum fór Ari Þröstu að iða í sætinu og varð mjög órólegur. Núna er ég að horfa á Ratatouille með honum. Ég þurfti að semja við hann um að horfa á þessa mynd, en ástæðan kom svo í ljós. Það er mikið um eld í þeirri mynd. Og þegar kemur að atriðum þar sem eldur er lokar Ari Þröstur augunum og iðar.
Ótrúlegt hvað svona áfall hefur mikil áhrif á lítinn mann. Sárin eru löngu gróin, en ekki sálin.
Í sumarbústaðarferð um daginn ætlaði ég að láta hann sækja dót sem hann kastaði, en þar var Rúna að elda. Ari Þröstur byrjaði að iða og varð mjög órólegur þegar ég ætlaði að leiða hann þangað. Ég spurði hann hvað var að og þá vildi hann ekki fara því það væri kveikt á hellunum.
Í síðustu viku fór ég með hann í bíó á Wallie. Rosa fín mynd og Ari Þröstur skemmti sér. Wallie fann kveikjara og þegar kveikt var á honum fór Ari Þröstu að iða í sætinu og varð mjög órólegur. Núna er ég að horfa á Ratatouille með honum. Ég þurfti að semja við hann um að horfa á þessa mynd, en ástæðan kom svo í ljós. Það er mikið um eld í þeirri mynd. Og þegar kemur að atriðum þar sem eldur er lokar Ari Þröstur augunum og iðar.
Ótrúlegt hvað svona áfall hefur mikil áhrif á lítinn mann. Sárin eru löngu gróin, en ekki sálin.


1 Comments:
Minn gutti brenndi sig á halogenlampa upp í sumarbústað um daginn. Klárlega kemur þar í ljós munurinn á 2 ára og tæplega 4 ára því sonur minn virðist ekkert hafa lært af reynslunni. Held að það eina sem hann hefur lært af þessu er tilvist plástra og nú má enginn fá plástur í kringum hann nema hann fái líka. Vonandi jafnar Ari sig, best er ef hann lærir af reynslunni án þess að upplifa svona mikla hræðslu, grey skinnið.
Gulla
By
Anonymous, At
8:44 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home