Konurugl

Friday, May 09, 2008

Þessi endalausu veikindi :-(

Ég og Sigurást fengum kvefpest um síðustu helgi. Skelfilegt að horfa upp á svona pínulítið kríli með kvef. Ari varð í fyrsta skipti veikur rétt um 1 árs aldurinn. Þannig að þetta eru smá viðbrigði. Við erum allar að koma til núna. Versta er að góða rútínan sem hún var með er fokin út í vindin. Gat verið viss um nánast frá fæðingu að hún væri sofnuð kl. 22 á kvöldin. Hún svaf líka alltaf í 5 tíma í fyrstu lotu, en hefur upp á síðkastið sofið í 6-7 tíma, sem er bara guðsgjöf. Vona bara að það haldist. En núna sofnar hún ekki fyrr en um 23.20 til að vera nákvæm.

Sigurást Júlía fór í fyrsta skipti í sund í gær. Hún var að byrja í sundskólanum hennar Sóleyjar. Hún er yngsta barnið í hópnum, en Ari var elstur þegar hann byrjaði 4 mánaða. Þannig að hún er algjört kríl þarna. Og þvílíka dúllan í bleikum blómasundbol. Hún var miklu duglegri en ég þorði að búast við. Átti vona á einhverju við drama frá dramadrottningunni, en nei hún var bara dugleg að deila með öðrum brosum og hlátri. Var reyndar eitthvað óörugg í lokin, ekkert sem brjóstin mín geta ekki bjargað.

Ég gleymi mér alveg í brosunum hennar Sigurást. Hún hlær og brosir alveg þvílíkt mikið. Ari Þröstur var sparari á þetta. Svo finnst mér ótrúlega fyndið hvað henni kitlar mikið.

jæja verð að sinna litlu..

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home