Fyrsta fíluferðin
Í gær var ég með reglulega samdrætti frá kl. 13. Um 15 var orðið stutt á milli, en engir verkir. Svo ég ákvað að ræsa alla út. Við vorum komin á SHA upp úr fimm. Mónitorinn leit mjög vel út, allt að gerast. En útvíkkunin var bara 2-3. Ljósan sagði okkur að fara bara og finna okkur eitthvað að gera og koma svo aftur þegar ég væri komin með meiri verki.
Við fórum og rúntuðum smá og keyptum svo mat handa okkur og Berglindi. Berglind greyjið sat uppi með okkur til kl. 23 í gærkvöldi. En þá var orðin smá óregla á samdráttunum. Við ákváðum samt að fara í tékk. Þar kom í ljós að ég var enn bara í 3 í útvíkkun. Kollurinn er reyndar kominn frekar neðarlega. Þessi ljósa sagði að konur sem hefðu átt áður, gætu verið með 3 í útvíkkun í langan tíma áður en nokkuð gerðist. Djíii, gat hinn ekki gubbað því út úr sér, þá hefðum við pottþétt farið strax heim. Ég var svo send heim með verkjatöflur og svefntöflu.
Ég átti svo æðislega góðan og djúpan svefn í nótt. Er reyndar þreytt ennþá, svaf bara í 5 tíma. En það er allt dottið niður.
Ég er reyndar með eina kenningu. Ég þekki tvær konur í fiskamerkinu, og þær eru fullkomnustu húsmæður í heiminum, allavega samanborið við mig. Og nú á ég von á lítilli fiskadömu. Ég held að hún vilji ekki koma fyrr en allt er orðið fínt hérna heima. Ég náði að þrífa baðherbergið í gær. Er búin með svefnherbergið. Á núna bara eftir að laga smá til og sópa og skúra, þá hlýtur hún að koma :-)
Jæja, ætla að prófa að lúlla smá meira.
kv. Elsa 40v og 3d
Við fórum og rúntuðum smá og keyptum svo mat handa okkur og Berglindi. Berglind greyjið sat uppi með okkur til kl. 23 í gærkvöldi. En þá var orðin smá óregla á samdráttunum. Við ákváðum samt að fara í tékk. Þar kom í ljós að ég var enn bara í 3 í útvíkkun. Kollurinn er reyndar kominn frekar neðarlega. Þessi ljósa sagði að konur sem hefðu átt áður, gætu verið með 3 í útvíkkun í langan tíma áður en nokkuð gerðist. Djíii, gat hinn ekki gubbað því út úr sér, þá hefðum við pottþétt farið strax heim. Ég var svo send heim með verkjatöflur og svefntöflu.
Ég átti svo æðislega góðan og djúpan svefn í nótt. Er reyndar þreytt ennþá, svaf bara í 5 tíma. En það er allt dottið niður.
Ég er reyndar með eina kenningu. Ég þekki tvær konur í fiskamerkinu, og þær eru fullkomnustu húsmæður í heiminum, allavega samanborið við mig. Og nú á ég von á lítilli fiskadömu. Ég held að hún vilji ekki koma fyrr en allt er orðið fínt hérna heima. Ég náði að þrífa baðherbergið í gær. Er búin með svefnherbergið. Á núna bara eftir að laga smá til og sópa og skúra, þá hlýtur hún að koma :-)
Jæja, ætla að prófa að lúlla smá meira.
kv. Elsa 40v og 3d


4 Comments:
Það var nú bara gaman að hafa ykkur og þið eruð auðvitað velkomin hvenær sem er. Gaman að fá að fá að fylgjast svona með.
Knús, knús!
By
Anonymous, At
9:19 AM
Njóttu þess að hvíla þig skvísa. Sú stutta fer að mæta á svæðið, gott að vera úthvíldur þegar kemur að því.
By
Anonymous, At
9:29 AM
Þetta fer að bresta á:) Hlakka til að knúsa nautnasegginn sem vill ekkert frekar en að vera í bumbunni hjá mömmu sinni.
kv Linda
By
Anonymous, At
1:00 PM
Ætli 13. mars sé ekki bara dagurinn, það er nú ekki slæmur afmælisdagur. Gangi ykkur vel, hlakka til að sjá litlu skvísuna.
By
Anonymous, At
4:49 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home