Mér líður svo vel
Ótrúlegt hvað ég er búin að vera fljót að jafna mig. Erfitt að trúa því núna hversu kvalin ég var fyrir rúmum 2 vikum.
Líkamsástand:
Ég er hætt að finna til í grindinni, en það brakar og smellur stundum í henni, svona eins og þegar þetta var allt að byrja. Hætti að bryðja íbúfen um miðja þessa viku. Millirifjagigtin líka farin.
Úthreinsunin er miklu minni en eftir fyrsta barn. Þá leið mér bara illa innan um fólk og hún stóð þá yfir í næstum 6 vikur. Ég vona að hún verði eitthvað styttri í þetta skiptið.
Ég er komin í sömu þyngd og fyrir meðgöngu, en það tók ekki nema viku. Svo komst ég í gallabuxurnar mínar núna í vikunni. Mjög sátt. Nú er bara að bíða eftir að jelly-belly gangi betur saman. Ég var reyndar mjög heppin að slitna ekki neitt. Er með 3 slit eftir Ara.
Æ þetta verður bara stutt blogg núna. Dramadrottningin vöknuð.
kv. Elsa
Líkamsástand:
Ég er hætt að finna til í grindinni, en það brakar og smellur stundum í henni, svona eins og þegar þetta var allt að byrja. Hætti að bryðja íbúfen um miðja þessa viku. Millirifjagigtin líka farin.
Úthreinsunin er miklu minni en eftir fyrsta barn. Þá leið mér bara illa innan um fólk og hún stóð þá yfir í næstum 6 vikur. Ég vona að hún verði eitthvað styttri í þetta skiptið.
Ég er komin í sömu þyngd og fyrir meðgöngu, en það tók ekki nema viku. Svo komst ég í gallabuxurnar mínar núna í vikunni. Mjög sátt. Nú er bara að bíða eftir að jelly-belly gangi betur saman. Ég var reyndar mjög heppin að slitna ekki neitt. Er með 3 slit eftir Ara.
Æ þetta verður bara stutt blogg núna. Dramadrottningin vöknuð.
kv. Elsa


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home