Konurugl

Wednesday, March 19, 2008

Litla daman að verða viku gömul

Tíminn er alltaf jafn fljótur að líða þegar maður er kominn með kríli í hendurnar. Síðustu dagar eru bara búnar að snúast um brjóstagjöf og hvíld.

Litla daman:
Hún er mjög vær og góð. Fyrsta sólahringinn hékk hún á brjóstinu og var ég mjög þreytt. Næsta sólahring var hún farin að sofa 2 klst á milli. Á sunnudaginn byrjaði stálmatímabilið hjá mér, ákkúrat þegar ég var að fara heim. Hún var svo þreytt á mánudag, að ég var í mestu vandræðum með að losna við stálman. En svo breyttist það allt í gær. Hún saug og saug og saug, og nú finnst mér brjóstin alltaf vera tóm. Hún sefur ótrúlega vel á næturnar. Vaknar 1 sinni til að drekka. Í dag verðlaunaði ég hana svo með snuddu, en hún er soldið að nota brjóstin sem snuddu. Mér sýnist á öllu að við séum með annað draumabarn í höndunum, jafnvel meira spari en Ari var fystu vikurnar.

Ari Þröstur:
Ari Þröstur er búinn að vera æðislegur. Hann er reyndar ekki mikil barnagæla, en hann á það til að kíkja á litlu. Hann hefur svo alltaf spurt á morgnana þegar hann vaknar hvort hann megi sjá litla barnið. Hann skoðar það og klappar smá á því. Enn höfum við ekki séð merki um afbrýðisemi. En mér er ekki að ganga eins vel og ég ætlaði að vera frá barninu, til að vera með honum. Þegar hann kemur úr leikskólanum, er ég oft orðin of þreytt til að gera nokkuð með honum.
Þegar hann kom í heimsókn á sjúkrahúsið, þá fannst mér hann vera allt annað barn. Hann var miklu stærri, með risastór falleg augu, og bara fallegasta barn sem ég hafði augum litið. Þegar ég kom heim tók við erfitt tímabil. Mér fannst ég vera búin að missa öll tengsl við hann og varla þekkja hann lengur. Ég er búin að vera miður mín yfir þessu. Ég hef sem betur fer náð að taka kvöldrútínuna með honum síðustu 3 kvöld, sem hefur alveg bjargað þessu. Vona bara að ég nái að fá meiri frið með honum á næstunni.

Arnar:
Það er æðislegt að hafa Arnar heima. Hann er frábær húsmóðir. Ég hef alveg náð að hvíla mig. Hann er búinn að sjá um bókstaflega allt. Þetta er svo allt annað en síðast.

Ég:
Mér er búið að líða nokkuð vel. Var þreytt fyrstu sólahringana. Gat ekkert sofnað eftir fæðinguna, var eitthvað voða hátt uppi. Svo næsta nótt eftir fór í brjóstagjöf. En síðan hef ég fengið að sofa nokkuð vel. Ég tók svo út smá sængurkonugrát á sunnudaginn, en það er víst eðlilegt þegar mjólkin er að aukast. Bæði var það út af Ara, og svo var ég mynt óþægilega á það að ég yrði föst yfir barninu næstu mánuðina í brjóstagjöf. Mig langaði svo mikið að snúa við og fara aftur á sjúkrahúsið. Hefði alveg mátt vera eina nótt í viðbót. Man það bara næst :-)

kv. Elsa

1 Comments:

  • Mig langaði bara að senda knús á fjölskylduna. Orðið eitthvað svo langt síðan að ég sá ykkur finnst mér. Þarf svo að farar að kíkja í heimsókn, svona þegar að það hentar ykkur.

    knús, knús!...og svo nokkur í viðbót...

    By Anonymous Anonymous, At 7:48 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home