Konurugl

Sunday, March 16, 2008

Fæðingarsagan

Hér er fæðingarsagan, hún er kannski óþarflega ítarleg, en þetta er svona gert fyrir mig til að eiga auðveldara með að muna.

Ég vaknaði rúmlega kl. 03. Ég ætlaði að skipta um hlið til að sofa á, en þar sem ég var eins og skjaldbaka með ónýtt bak og grind, þá tekur það verulega á. Þegar ég byrjaði að mjaka mér, fann ég eitthvað streyma í nærbuxurnar. Ég hugsaði að ef þetta væri vatnið, þá yrði ég að stökkva fram úr rúminu, því ekki vildi ég að rúmið færi á flot. Ég veit ekki hvar ég fékk allt í einu þennan extra kraft, en ég stökk fram úr og og þá byrjaði að leka á fullu og ég hljópa af stað inn á klósett og kallaði á Arnar að í leiðinni og tilkynnti honum um vatnslekan. Svo gossaði restin í klósettið.

Ég ákvað að ráðfæra mig strax við ljósu um framhaldið. Hún sagði mér að leggja af stað þegar ég væri komin með reglulega verki á 10 mín fresti. Ég var aðeins farin að fá verki í lok símtals, settist svo í tölvuna og byrjaði að mæla á contractionmaster.com, sem er bara snilld. Verkirnir komu fyrst á 4 mín fresti, svo 3 mín fresti. Á meðan var amman ræst út, og klárað að setja niður í töskur. Um leið og amman var komin var rokið út. Verkirnir voru orðnir svakalega miklir, en ég hugsaði allan tíman að fyrst að ég gat þetta síðast þá hlyti ég að geta þetta núna.

9 samdráttum síðar eða kl. 4.30 þá vorum við komin upp á Skaga í mælingu. Hún byrjaði á að þreifa mig, og þá kom sjokkið. Ég var aðeins með 3 í útvíkkun, ennþá. Ég var að vonum mjög vonsvikin, og ljósan sagði að þetta myndi örugglega verða komið um hádegi. Úff, miðað við verkina þá var ég ekki alveg viss um að ég myndi meika það. Ég ákvað að drífa mig á klósettið, því ég hafði á tilfinningunni að ég þyrfti að gera nr. 2. Ég fór, en reyndi að passa mig að vera ekki að rembast þegar verkirnir voru. Þarna byrjuðu verkirnir að koma með miklu styttra millibili. Ég náði nú ekki að losa mikið, og sá ljósan ekki ástæðu fyrir að láta mig klixa, þar sem hún fann ekki fyrir miklu þegar hún hafði þreifað mig. Um þetta leiti voru verkirnir orðnir það sárir og örir að ég var farin að huga að náttúrulegum deifingaraðferðum. Inga Huld ljósmóðir bauð mér þá að fara í baðið, og fór og setti það í gang. Á meðan var ég orðin svo kvalin að ég gat ekki staðið lengur í fæturnar. Þegar ljósan kom til baka spurði hún hvort ég væri með þrýsting niður í endaþarm, og ég játti. Þá vildi hún skoða mig aftur. Og þá var ég komin með 4 í útvíkkun. Þarna var ég alveg farin að missa vonina, og skildi ekki hvernig ég hafði farið að lyfjalaus með Ara. Mér var boðið að fara í baðið en það var komið smá vatn í karið. Þegar ég kom ofaní var mér allri lokið. Ég sagði Arnari að sækja ljósuna því ég væri með geðveika rembingsþörf og gæti ekki stjórnað henni. Hún skoðaði mig í baðkarinu, og tilkynnti að ég væri að eiga, bað mig um að koma úr baðinu og halda í mér. Að halda í sér er ekki létt verk. Og óhlýðnaðist smá, reyndi svo bara að halda við gatið meðan ég færði mig inn í fæðingarherbergi :-) Eftir 4-5 rembinga var svo barnið komið, eða kl. 5.53, eða 8 mín frá því í baðinu. Stelpan fæddist með hendina undir vanga, þannig að ég rifnaði smá. Hún var farin að gráta áður en hún var að fullu komin í heiminn. Hún var 3.305 gr. og 51 sm, með svartan lubba. Hún er mjög lík bróður sínum, nema öll fíngerðari.

Ég er mjög ánægð með fæðinguna. Það var æðislega gaman að fá rembingstilfinninguna, en ég fékk hana aldrei síðast, þar sem var verið að reyna að koma barninu í heiminn sem fyrst, og mér var bara sagt til hvað ég ætti að gera. Svo er náttúrulega gaman líka að prófa að missa vatnið. En vá hvað ég skil konur núna sem fá verkjalyf, þegar vatnið er farið þá er þetta skelfilegir verkir.

meira síðar
kv. Elsa og kisulóra

5 Comments:

  • Gaman að lesa söguna þína:) Velkomin heim með litlu snúlluna þína, hlakka til að koma og kíkja á ykkur

    By Anonymous Anonymous, At 10:09 PM  

  • Velkomin heim skvísur ég hringi og bóka tíma við fyrsta tækifæri:)
    Kv Linda

    By Anonymous Anonymous, At 7:14 PM  

  • Gaman að lesa svona nákvæma frásögn af fæðingunni þinni. Eins og þú segir er þetta eitthvað sem maður vill muna sem nákvæmast og sem lengst og því bara gott mál að geta ritað um þetta.

    Bið innilega að heilsa ykkur, þar sem að ég kemst ekki enn að hitta ykkur vegna veikinda.

    Kær kveðja,
    Bryndís

    By Blogger Bryndís Böðvarsdóttir, At 2:40 PM  

  • Hæ elsku Elsa og Addi

    Kíki stundum hérna inn - þýðir lítið að fylgjast með Adda bloggi. Langaði bara til að óska ykkur til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn :) Gangi ykkur vel.

    By Anonymous Anonymous, At 10:34 PM  

  • Hjartanlega til hamingju Elsa mín!
    Þú ert búin að standa þig svo ótrúúúlega vel, ég dáist að þér ;)
    Gangi ykkur rosa vel með fallegu prinsessuna ykkar.
    mbk. Eva í DK

    By Anonymous Anonymous, At 12:21 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home