Konurugl

Friday, April 11, 2008

Og enn blogga ég um litlu dömuna

Úff hvað þetta er að verða skemmtilegt blogg :-)

Skírnarmálin eru komin á hreint. Litlan verður skírð hérna heima laugardaginn 26. apríl kl. 16. Óli mun skíra hana. Æ, á maður kannski að segja séra Ólafur? Hlakka mikið til að fá hann og að gefa dömunni nafn.

Í dag mældist Krilla 4.000 gr. slétt :-) Hjúkkan er mjög ánægð með hana og finnst hún vera rosalega dugleg að halda haus og sprikla og brosa. Fannst hún vera fljót til. Hún er meiraðsegja farin að hlæja, en henni finnst screen gardínurnar í stofunni mjög fyndnar, já og svo hlær hún stundum að gardínunum í svefnherberginu. Hún getur dáðst að þeim tímunum saman. En auðvitað er mamma fyndnust, svo er pabbi pínu fyndinn. Hún fylgist líka vel með, og fylgir manni eftir með augunum.

Dramað hefur minnkað mikið og er hægt að skipta á henni án þess að sérsveitin sé kölluð út. Nú liggur hún bara sallaróleg og skoðar heiminn. Nema kannski þegar hún er svöng. Hún er reyndar fljót að öskra á mann ef henni er misboðið, en er fljót að ná sér.


Það er ekki laust við að maður sé soldið þreyttari en þegar maður var með Ara Þröst. Ari vaknar kl. 7 á morgnana, og þegar hann er að fara í leikskólan, þá vaknar daman, þannig að maður nær ekkert að bæta upp svefnlitlar nætur út. Svo sefur hún voða lítið á daginn. Virðist helst bara vilja sofa með okkur foreldrunum upp í rúmi á daginn. En á næturnar eru hún alveg sátt við vögguna.

Næturnar eru reyndar mjög mismunandi. Í nótt svaf hún mikið. Fyrsti lúr 5 klst (sem telst skv. fræðigreininni að sofa alla nóttina) og svo 2 tíma. En mest alla vikuna hefur hún vaknað á 3 klst fresti.

kv. Elsa

2 Comments:

  • Þetta hljómar allt mjög spennandi og gaman að fá að fylgjast svona með. Er að vonast til að geta kannski kíkt í heimsókn í næstu viku ef að það er í lagi ykkar vegna.

    By Anonymous Anonymous, At 10:45 AM  

  • Þú ert alltaf velkomin. Arnar byrjar að vinna aftur á mánudag.

    By Blogger Elsa, At 9:04 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home