Konurugl

Friday, April 04, 2008

3ja vikna

Nú eru þrjár vikur síðan Krillan okkar fæddist. Mér finnst hún búin að stækka mjög mikið, og staðfesti hjúkkan það í dag. Hún þyngdist næstum um 500 gr. síðan á föstudag. Algjör bolla :-) Það er allavega ein manneskja á heimilinu með feitari læri en ég... hlutfallslega.

Annars er bara allt rólegt hér. Ari Þröstur er aðeins farinn að sýna smá afbrýðisemi. En hún felst aðalega í því að hann sækir mikið í mig. Hann vill að ég sæki sig í leikskólan og svona ýmislegt sem ég ein má gera. En þess á milli er hann erfiður við mig og hlíðir engu sem ég segi.

Oh hvað það var gott að klára skattaskýrsluna. Ótrúlegt hvað maður getur frestað þessu alltaf, og svo þegar maður byrjar, þá er þetta ekkert mál. Hélt að þetta yrði heljarinnar mál, fyrst við vorum að kaupa íbúð og svona. But... no. Var eins auðvelt og að drekka vatn. En hverjum datt í hug að eignast barn í svona leiðinlegum mánuði. Skattskýrslumánuði.

Næsta mál á dagskrá er að ákveða skírnina. Við eigum alltaf svo erfitt með að ákveða prest. Mig langar til að fá Óla í Seljakirkju, en svo er spurning hvort maður ætti að fá sinn sóknaprest. Svo er spurning hvort við getum haldið þetta heima, en svona fjölskylduboð með bara nánustu er yfir 30 manns.

jæja verð að hætta,
kv. Elsa

kv. Elsa

1 Comments:

  • Gott að allt gengur vel, Krillan stækkar og þú komin með heilsuna á ný. Kem með púðann undir prinsessuna í vikunni.
    Kv Linda

    By Anonymous Anonymous, At 9:55 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home