Konurugl

Saturday, April 26, 2008

Sigurást Júlía

Í dag var krilla skírð og fékk hún nafnið Sigurást Júlía. Athöfnin var yndisleg og var skírnin hérna heima hjá okkur. Við fengum best prest landsins Ólaf Jóhann Borgþórsson, en við erum alvarlega að pæla í að láta gifta okkur aftur og fá hann til verksins :-) Við erum virkilega ánægð með daginn. Veislan heppnaðist vel, en við sitjum samt uppi með allt of mikla afganga. Eina leiðinlega við að halda svona veislu er að ég náði að tala við allt of fáa. Sérstaklega leiðinlegt þegar maður hittir suma sjaldan. En það er alltaf gaman að hitta fólk og fá að deila með þeim jafn fallegum degi.

Sigurást Júlía er skírð í höfuðið á langömmu sinni og Júlíu nafnið er út í bláinn. Veit ekki samt hvort hún sé sátt, því hún hágrét alla athöfnina :-(

3 Comments:

  • Til hamingju með stelpuna og fallega nafnið!

    By Anonymous Anonymous, At 10:33 PM  

  • Til hamingju með nafnið

    Ásta og Skúli

    By Anonymous Anonymous, At 12:34 PM  

  • En rómantískt nafn, sé hana fyrir mér á rósrauðu skýi.

    Til lukku með nafnið og skvísuna.

    Kv Linda

    By Anonymous Anonymous, At 2:15 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home