Dagur 5: Kallinn kemur í nótt
Síðastliðin nótt var erfið. Ég svaf lítið. Sigurást var alltaf að vakna og einhverstaðar milli 5 og 6 var hún ákveðin í að fara á fætur. Sofnaði svo aftur uppúr kl. 6.30 og tók 40 mínútna lúr :-(
Ég ákvað að ýta ekkert á eftir Ara Þresti í morgun leifði honum soldið að ráða ferðinni. Ég var heldur ekkert að langa út í rokið. Þegar líður á morguninn vill hann fara á leikskólan og í dag var hann mættur um kl. 10. Það var rosalega fínt að koma heim og geta sett Sigurást líka í lúr. Nema hvað að hún var í einhverri lúraleysu, þannig að fríið var stutt. Hún er búin að borða lítið sem ekkert síðustu tvo sólahringa og er frekar vælin. Maður veit ekki hvort hún er vælin af því að hún er svöng eða þreytt. Borðar ekki af því að henni líður illa eða er þreytt. Sefur ekki af því að hún er svöng eða líður illa. Ég fékk hana í fyrsta skipti síðan hún var pínupons til að taka langan lúr inni, seinnipartinn í dag.
Annars gerðist ekkert markvert í dag. Ari var alsæll í leikskólanum, fyrir utan að hann borðaði ekkert í hádeginu. Hann og Sigurást voða samtaka í þessu. Nú bíð ég bara spennt eftir elsku knúsi kallinum mínum. Hlakka svo til að fá hann heim. Lífið er svo erfitt án hans. Þetta var eiginlega 1 degi of löng fjarvera. Þakka bara fyrir að ég er ekki að vinna.
Ég ákvað að ýta ekkert á eftir Ara Þresti í morgun leifði honum soldið að ráða ferðinni. Ég var heldur ekkert að langa út í rokið. Þegar líður á morguninn vill hann fara á leikskólan og í dag var hann mættur um kl. 10. Það var rosalega fínt að koma heim og geta sett Sigurást líka í lúr. Nema hvað að hún var í einhverri lúraleysu, þannig að fríið var stutt. Hún er búin að borða lítið sem ekkert síðustu tvo sólahringa og er frekar vælin. Maður veit ekki hvort hún er vælin af því að hún er svöng eða þreytt. Borðar ekki af því að henni líður illa eða er þreytt. Sefur ekki af því að hún er svöng eða líður illa. Ég fékk hana í fyrsta skipti síðan hún var pínupons til að taka langan lúr inni, seinnipartinn í dag.
Annars gerðist ekkert markvert í dag. Ari var alsæll í leikskólanum, fyrir utan að hann borðaði ekkert í hádeginu. Hann og Sigurást voða samtaka í þessu. Nú bíð ég bara spennt eftir elsku knúsi kallinum mínum. Hlakka svo til að fá hann heim. Lífið er svo erfitt án hans. Þetta var eiginlega 1 degi of löng fjarvera. Þakka bara fyrir að ég er ekki að vinna.


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home