Dagur 4: þetta er allt að koma
Þvílíka óveðrið í nótt. Sigurást vaknaði 23.50 þvílíkt hrædd við lætin. Mínútu eftir að hún vaknaði upp, þá fauk glugginn upp. Það tók svo tíma að svæfa hana aftur. Annars steinsvaf Ari Þröstur í gegnum þetta allt. Ég átti aðeins erfiðara með að festa svefn.
Ég bauð Ara í dag að ráða hvort hann færi í leikskólan. Og auðvitað eins og vanalega á morgnana þá vildi hann vera heima. Það gekk allt mjög hægt fyrir sig. Frekar afturábak heldur en áfram. Sigurást vildi ekkert borða, né taka brjóst. Það endaði á að ég gaf henni í rúminu og hún steinsofnaði, og þar með var rútína dagsins alveg fyrir bí, þar sem hún sefur alltaf stutt inni. Ari Þröstur vildi svo um kl. 10 fara í leikskólan. Sem betur fer. Enda rosalega gott að koma heim, setja Sigurást í lúr og slappa svo aðeins af. Anda pínu lítið. Borða í friði.
Við mæðgurnar fórum og sóttum Ara Þröst beint eftir kaffið. En við fórum svo öll í heimsókn til gömlu dagmömmu Ara Þrastar. En þeim var farið að langa að sjá Sigurást.
Vá hvað það var fínt að koma til þeirra. Ekki allt of margar breytingar og Zorro enn á lífi. Sigurást fílaði sig í botn og sjarmeraði þær upp úr skónum. Þær sáu strax að þarna var mikill fjörkálfur á ferð sem á eftir að láta hafa fyrir sér. Þær hlakka til að fá hana. Oh þetta verður svo gaman. Ég ætlaði ekkert að ná Ara Þresti aftur út. Honum fannst svo gaman að leika sér með barnadótið.
Eftir þessa heimsókn tók ég ákvörðun. Ég ákvað að taka helgarpabban á þetta og fara með börnin á McDonalds. Ari Þröstur hefur svo sjaldan fengið að fara inn og man ég varla eftir því hvenær við fórum síðast inn. Örugglega löngu fyrir óléttuna. Hann var svakalega ánægður með þessa ákvörðun. Enda búinn að væla lengi um þetta.
Ég slakaði svo ennþá meira á núna í kvöld og gaf eftir að hafa annað bíókvöld. Og hér sit ég og Ari enn og erum á leiðinni í háttin. Ætla sjálf að fara snemma að sofa. Vona að ég fái svefnleysið hans Ara ekki margfalt í hausinn.
Góða nótt.
Ég bauð Ara í dag að ráða hvort hann færi í leikskólan. Og auðvitað eins og vanalega á morgnana þá vildi hann vera heima. Það gekk allt mjög hægt fyrir sig. Frekar afturábak heldur en áfram. Sigurást vildi ekkert borða, né taka brjóst. Það endaði á að ég gaf henni í rúminu og hún steinsofnaði, og þar með var rútína dagsins alveg fyrir bí, þar sem hún sefur alltaf stutt inni. Ari Þröstur vildi svo um kl. 10 fara í leikskólan. Sem betur fer. Enda rosalega gott að koma heim, setja Sigurást í lúr og slappa svo aðeins af. Anda pínu lítið. Borða í friði.
Við mæðgurnar fórum og sóttum Ara Þröst beint eftir kaffið. En við fórum svo öll í heimsókn til gömlu dagmömmu Ara Þrastar. En þeim var farið að langa að sjá Sigurást.
Vá hvað það var fínt að koma til þeirra. Ekki allt of margar breytingar og Zorro enn á lífi. Sigurást fílaði sig í botn og sjarmeraði þær upp úr skónum. Þær sáu strax að þarna var mikill fjörkálfur á ferð sem á eftir að láta hafa fyrir sér. Þær hlakka til að fá hana. Oh þetta verður svo gaman. Ég ætlaði ekkert að ná Ara Þresti aftur út. Honum fannst svo gaman að leika sér með barnadótið.
Eftir þessa heimsókn tók ég ákvörðun. Ég ákvað að taka helgarpabban á þetta og fara með börnin á McDonalds. Ari Þröstur hefur svo sjaldan fengið að fara inn og man ég varla eftir því hvenær við fórum síðast inn. Örugglega löngu fyrir óléttuna. Hann var svakalega ánægður með þessa ákvörðun. Enda búinn að væla lengi um þetta.
Ég slakaði svo ennþá meira á núna í kvöld og gaf eftir að hafa annað bíókvöld. Og hér sit ég og Ari enn og erum á leiðinni í háttin. Ætla sjálf að fara snemma að sofa. Vona að ég fái svefnleysið hans Ara ekki margfalt í hausinn.
Góða nótt.


1 Comments:
Jaeja gaman ad heira(ekki til ippsilon i thessari tolvu) ad skemmtilegum degi er ad enda komin.
I gaer var sidasti dagur minn a radstefnunni. Hann gekk agaetlega firir sig og lauk med kvoldverdi med islendingum.
I dag svaf eg adeins frameftir, eda til 09.00 ad islenskum tima.
Svo for eg i verslunarleidangur og algjorlega missti mig i H&M. Nu aettu Ari og Asta ad vera vel klaedd naestu manudi!!!!
Reindar gekk thetta nokkud brosulega, thar sem H&M tok ekki Amex kort og eg gat ekki tekid ut af Amex kortinu. En med hjalp brodur(vinnur hja Borgun) gekk thetta upp a endanum.
Nu i kvold var eg einn og for a sport pub og horfdi a ManUtd tapa(gerdi jafntefli) firir Villarel. Lidur samt betur vitandi ad Arsenal(lid brodur mins) gerdi lika jafntefli.
Goda nott Ari, Asta og Elsa.
Se ikkur annadkvold.
By
Anonymous, At
9:36 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home