Konurugl

Thursday, September 04, 2008

Stóra þvottavélamálið

Nú er orðið þó nokkuð síðan ég bloggaði um bilun þvottavélarinnar okkar. Og örugglega margir búnir að spyrja sig hvernig þetta fór nú allt saman. Fyrirgefið biðina, en hún var óviðráðanleg.

Til upprifjunar þá bilaði vélin okkar í júní, nánar tiltekið 12. júní, daginn áður en við fórum í ófyrirsjáanlega ferð í húsafell (greinilega algjör óhappavika þar á ferð). Eftir ferðina fórum við að ferðast með þvott til mæðra okkar, sem var mjög þægilegt en samt frekar leiðinlegt. Reyndar mjög gaman að hitta þær svona oft, en að koma sér af stað var meira en að segja það. Við höfðum samband við húsasmiðjukallana, og þeir tilkynntu að þetta myndi taka nokkra daga svona viðgerð. En svo vorum við svo upptekin að við fórum ekkert með vélina fyrr en 2 vikum síðar.

Svo hófst biðin. Við biðum, og biðum og þegar þessir nokkrir dagar voru búnir að líða nokkrum sinnum og við búin að pirra mæður okkar í heilan mánuð, þá setti Arnar hnefan í borðið (ég er svo prúð, geri ekki soleiðis). Þá fengum við barbívélina eins og ég kalla hana, en hún er eins og lítil dúkkuvél og tekur 3 kg af þvotti. Og við biðum og biðum. Okkur var svo boðin stærri vél, því enn var bíð, en við biðum, þar sem við héldum að þetta væri alveg að koma. Enda átti viðgerðin að taka nokkra daga.

Í síðustu viku dró til tíðinda. Okkur var boðin ný vél fyrir þá gömlu. Nýrri típa af okkar gömlu. Þurftum ekki að borga krónu fyrir. Vélin kom í hús í gær 3. september, og er ég þokkalega ánægð eins og er. Allavega þegar ég sá fatahrúguna minnka í fyrsta skipti í langan tíma. Ég elska allavega Húsasmiðjuna eins og er og vona ég að sú ást haldi áfram að blómstra.

Svo þannig fór þvottavélamálið stóra. Spurning hvort maður geti fengið nýjan Renault Clio, ef sá gamli bilar???

Endir.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home