Bless, bless sumar
Nú er haustið komið. Menningarnótt lokið, ólympíuleikunum lokið, skólarnir byrjaðir og grenjandi rigning. Aðal haustboðinn á þessu heimili er svo afmælið hans Ara Þrastar.
Sumarið var mjög gott og ótrúlega skemmtilegt. Áttum frábærar stundir saman sem fjölskylda. Nú fer allt að komast í rútínu. Það verður bara ég og Sigurást heima næstu mánuðina. Vonandi verður veðrið ljúft í vetur. Ég kvíði smá vetrinum. Í minningunni var ég og Ari Þröstur alltaf saman í kjallaraholunni í myrkri. Mér fannst vera myrkur allan veturinn. Held reyndar að upplifunin verði önnur hér, þar sem dagsbirtan kemst auðveldlega inn.
Mér finnst eins og tíminn sé miklu fljótari að líða núna, heldur en þegar ég var með Ara Þröst heima. Í minningunni var hann líka kominn í miklu betri rútínu. Enda svaf hann alltaf svo mikið. Sigurást má ekkert vera að því að sofa á daginn. En það kemur vonandi.
kv. Elsa
Sumarið var mjög gott og ótrúlega skemmtilegt. Áttum frábærar stundir saman sem fjölskylda. Nú fer allt að komast í rútínu. Það verður bara ég og Sigurást heima næstu mánuðina. Vonandi verður veðrið ljúft í vetur. Ég kvíði smá vetrinum. Í minningunni var ég og Ari Þröstur alltaf saman í kjallaraholunni í myrkri. Mér fannst vera myrkur allan veturinn. Held reyndar að upplifunin verði önnur hér, þar sem dagsbirtan kemst auðveldlega inn.
Mér finnst eins og tíminn sé miklu fljótari að líða núna, heldur en þegar ég var með Ara Þröst heima. Í minningunni var hann líka kominn í miklu betri rútínu. Enda svaf hann alltaf svo mikið. Sigurást má ekkert vera að því að sofa á daginn. En það kemur vonandi.
kv. Elsa


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home