5 mánaða skvísa
Nú er Sigurást orðin 5 mánaða og allt að gerast hjá henni. Hún fékk sína fyrstu tönn á sunnudaginn og sýnist vera stutt í aðra tönnslu. Allavega er hún búin að vera álíka ergileg og hún var áður en hún fékk þá fyrstu.
Í dag fór hún svo í 5 mánaða skoðun og sprautu. Fjólu leist vel á hana. Fannst hún vera dugleg að sitja og sagði mér að hafa engar áhyggjur af því að hún myndi ekki velta sér, því sum börn gera það aldrei. Sigurást sýndi hennir líka magaæfingarnar sínar, en þegar maður leggur hana niður þá heldur hún alltaf höfðinu og fótunum uppi. Of mikil prinsessa til að liggja. Hún var 6.340 gr og 65,5 sm. Sem er ekki alveg nógu gott. Og Fjóla greip mjög vel í að ég færi nú fljótlega að gefa graut. Henni fannst Sigurást vera líka með svo góðar fínhreyfingar, enda farin að færa dót á milli handa og svona, þannig að hún taldi að það væri stutt í að hún fari að geta týnt upp smádót.
Annars er Sigurást dottin úr allri rútínu. Sefur í mesta lagi 30 mínútna lúra. En fer alltaf á sama tíma að sofa á kvöldin. Nema hvað hún er voða dugleg að vakna milli 6-7 á morgnana. Sem er ekkert voðalega vinsælt.
Í gær komu allavega 13 mæður með 13 kríli í heimsókn til mín. Allt börn fædd í mars. Þvílíkt stuð. Alltaf gaman að hitta þessar skvísur og sjá hin börnin. Sigurást er reyndar kominn með fínan kærasta í hópnum, henni líkar allavega mjög vel við tengdamömmuna.
Nú er fæðingarorlofið hálfnað. Eftir 5 mánuði verð ég farin að tala við fullorðið fólk, um eitthvað annað en bleiur og uppeldi. Ég er reyndar ekkert orðin leið ennþá. Enda er Arnar búinn að vera með mér 3 mánuði af 5. Spurning hvort ég verði ekki orðin drulluleið eftir mánuð.
Smá Sigurástblogg í tilefni af 5 mánaða afmælinu.
Í dag fór hún svo í 5 mánaða skoðun og sprautu. Fjólu leist vel á hana. Fannst hún vera dugleg að sitja og sagði mér að hafa engar áhyggjur af því að hún myndi ekki velta sér, því sum börn gera það aldrei. Sigurást sýndi hennir líka magaæfingarnar sínar, en þegar maður leggur hana niður þá heldur hún alltaf höfðinu og fótunum uppi. Of mikil prinsessa til að liggja. Hún var 6.340 gr og 65,5 sm. Sem er ekki alveg nógu gott. Og Fjóla greip mjög vel í að ég færi nú fljótlega að gefa graut. Henni fannst Sigurást vera líka með svo góðar fínhreyfingar, enda farin að færa dót á milli handa og svona, þannig að hún taldi að það væri stutt í að hún fari að geta týnt upp smádót.
Annars er Sigurást dottin úr allri rútínu. Sefur í mesta lagi 30 mínútna lúra. En fer alltaf á sama tíma að sofa á kvöldin. Nema hvað hún er voða dugleg að vakna milli 6-7 á morgnana. Sem er ekkert voðalega vinsælt.
Í gær komu allavega 13 mæður með 13 kríli í heimsókn til mín. Allt börn fædd í mars. Þvílíkt stuð. Alltaf gaman að hitta þessar skvísur og sjá hin börnin. Sigurást er reyndar kominn með fínan kærasta í hópnum, henni líkar allavega mjög vel við tengdamömmuna.
Nú er fæðingarorlofið hálfnað. Eftir 5 mánuði verð ég farin að tala við fullorðið fólk, um eitthvað annað en bleiur og uppeldi. Ég er reyndar ekkert orðin leið ennþá. Enda er Arnar búinn að vera með mér 3 mánuði af 5. Spurning hvort ég verði ekki orðin drulluleið eftir mánuð.
Smá Sigurástblogg í tilefni af 5 mánaða afmælinu.


1 Comments:
Til hamingju með skvísuna;)
Kv Linda sem á líka smá afmæli í dag en heldur því bara fyrir sig.
By
Anonymous, At
5:14 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home