Dagur 3: Bara tveir dagar eftir
Mér tókst að koma okkur út úr húsi á réttum tíma í morgun. Fórnaði sturtunni og morgunmat handa mér í staðinn :-)
Skoðunin var fín. Sigurást leiðrétti kúrfuna sína eftir fallið í síðust skoðun. Hún er núna 6.875 gr og 67 sm. Læknirinn var mjög hrifinn af henni eins og vanalega og gerði ráð fyrir að hún yrði fljót að fara að labba. Svo laumaði Sigurást að honum vinki þegar hann var að fara, sem vakti mikla lukku. Svo kom sprautan. Sigurást var sármóðguð, en gleymdi öllu á 3 sekúndum.
Sigurást sofnaði í bílnum og svaf svo allan tíman sem ég var að versla í matinn. En vaknaði um leið og við komum heim, eins og vanalega. Þannig að rútínan fór öll í steik. Hún var orðin soldið heit og pirruð og fékk stíl. Tók ágætan lúr. En ég eyddi óvart tímanum í tölvunni á meðan.
Við fórum svo snemma að sækja Ara Þröst, vildi vera á undan veðrinu. Ari Þröstur fór bara að grenja, og heimtaði að vera í klst. í viðbót, því hann átti eftir að fá að fara í salinn. Já ég er alveg ömurleg mamma að vilja sækja barnið snemma. En ég náði nú að múta honum heim. Það er ótrúlegt hvað hann verður oft fúll þegar ég sæki hann snemma. Svo er ég alltaf með samviskubit yfir því hvað hann er lengi í leikskólanum á daginn.
Ég ákvað að slaufa sundið, enda ekki ráðlegt að fara með lausamunina mína út í þessu ógeðslega veðri. Ég tók eitthvað af dótinu inn af svölunum, en skildi grillið og borðið úti. Dauðsé eftir því núna, þar sem lokið á grillinu er alltaf að skellast. Nenni ekki sko fyrir mitt litla líf út í þennan úrhelli. Vá hvað ég er fegin að hafa ekki farið í sundið. Vonandi verður grillið ennþá hérna á morgun.
Er mikið að velta því fyrir mér að bjóða Ara Þresti að vera heima á morgun. Nenni ekki að labba ef veðrið verður leiðinlegt, og ef ég ætla á bílnum þá þyrfti ég helst að koma honum áður en morgunmaturinn byrjar, svo ég nái að halda rútínunni hennar Sigurást.
Kemur allt í ljós á morgun.
Skoðunin var fín. Sigurást leiðrétti kúrfuna sína eftir fallið í síðust skoðun. Hún er núna 6.875 gr og 67 sm. Læknirinn var mjög hrifinn af henni eins og vanalega og gerði ráð fyrir að hún yrði fljót að fara að labba. Svo laumaði Sigurást að honum vinki þegar hann var að fara, sem vakti mikla lukku. Svo kom sprautan. Sigurást var sármóðguð, en gleymdi öllu á 3 sekúndum.
Sigurást sofnaði í bílnum og svaf svo allan tíman sem ég var að versla í matinn. En vaknaði um leið og við komum heim, eins og vanalega. Þannig að rútínan fór öll í steik. Hún var orðin soldið heit og pirruð og fékk stíl. Tók ágætan lúr. En ég eyddi óvart tímanum í tölvunni á meðan.
Við fórum svo snemma að sækja Ara Þröst, vildi vera á undan veðrinu. Ari Þröstur fór bara að grenja, og heimtaði að vera í klst. í viðbót, því hann átti eftir að fá að fara í salinn. Já ég er alveg ömurleg mamma að vilja sækja barnið snemma. En ég náði nú að múta honum heim. Það er ótrúlegt hvað hann verður oft fúll þegar ég sæki hann snemma. Svo er ég alltaf með samviskubit yfir því hvað hann er lengi í leikskólanum á daginn.
Ég ákvað að slaufa sundið, enda ekki ráðlegt að fara með lausamunina mína út í þessu ógeðslega veðri. Ég tók eitthvað af dótinu inn af svölunum, en skildi grillið og borðið úti. Dauðsé eftir því núna, þar sem lokið á grillinu er alltaf að skellast. Nenni ekki sko fyrir mitt litla líf út í þennan úrhelli. Vá hvað ég er fegin að hafa ekki farið í sundið. Vonandi verður grillið ennþá hérna á morgun.
Er mikið að velta því fyrir mér að bjóða Ara Þresti að vera heima á morgun. Nenni ekki að labba ef veðrið verður leiðinlegt, og ef ég ætla á bílnum þá þyrfti ég helst að koma honum áður en morgunmaturinn byrjar, svo ég nái að halda rútínunni hennar Sigurást.
Kemur allt í ljós á morgun.


1 Comments:
Spennandi dagar hjá ykkur í Kópavoginum, að minnsta kosti er ég farin að kíkja oftar hingað inn. Alltaf gaman að lesa skrifin þín;)
Kv Linda
By
Anonymous, At
6:35 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home