Konurugl

Thursday, November 13, 2008

8 mánaða


Skvísan varð 8 mánaða í dag. Ótrúlega fljótt að líða. Tæpir 2 mánuðir þar til ég fer að vinna aftur. Bara jólastússið og svo kemur vinnustússið. Það eru mjög blendnar tilfinningarnar. Maður er í svo mikilli óvissu. Maður veit ekkert hvernig þetta verður.


Hún fékk tennur nr. 5 og 6 í vikunni. Þannig að nú fer hún að geta tuggið ýmislegt. Hún er farin að borða miklu meira af venjulegum mat heldur en Ari á sama tíma. Er búin að gefa henni hakk og spaghetti og svo fær hún oft hrísgrjón. Hún fær bita af pulsum og bita af fiskbollum. Hún er rosalega dugleg að borða kvöldmat. Ekki eins dugleg með hitt, en það er sjálfsagt út af brjóstagjöfinni. Erum að fara að vinna í því að taka næturgjöfina út og svo fer ég að minnka í 3 gjafir áður en ég fer að vinna. Samt spurning hvort maður fari að hætta þessu. Er orðin pínu leið á þessu. Ég lek ennþá alveg hrikalega. Ég er allt í einu farin að fá sár á annað brjóstið, samt ekkert sem ég finn mikið til.


Sigurást Júlía skríður núna allt of hratt og er dugleg að dunda sér við hitt og þetta. Í dag hélt hún svo upp á 8 mánaða afmælið með að standa upp. Ég rétt náði að taka mynd áður en hún féll niður.


2 Comments:

  • Til hamingju, hún er algjör snúlla og rosa dugleg stelpa.

    Kv linda

    By Anonymous Anonymous, At 10:37 AM  

  • Sæta rúsínan!Hún er dugleg eins og mamma sín, mér sýnist þið nú ansi líkar mæðgurnar.
    Sí jú sún

    By Anonymous Anonymous, At 8:57 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home