Sigurást skoðar heiminn
Nú er skvísan komin á ferð. Farin að skríða. Hún reyndar skríður ekkert langt eins og er, en hún kemst lengra og lengra með hverjum deginum sem líður. Og vá hvað það er gaman að sjá þennan nýja heim opnast fyrir henni. Heimurinn sem hún skoðaði í fjarlægð áður nær hún að nálgast núna. Það er hrein unun að fylgjast með henni. Versta er að eftir smá tíma á ég örugglega ekkert eftir að vera svo ánægð með þessar framfarir.
En hafið þið heyrt um fisk sem þolir ekki kalt vatn. Sigurást, barnið sem er fætt í merki fisksins er sko ekki að þola "kuldan" í sundskólanum. Í öllum tímum í haust hefur hún hangið í mér og neitað að taka þátt í þessum tímum. Fór með hana í dag í aukatíma, sem er fyrr á daginn. Sama sagan. Henni finnst reyndar skemmtilegt að fá að labba á grænu dínunum út í laug og svo fannst henni æðislegt að sitja á hvalnum. En annars var hún bara fúl. Ég ákvað að fara í pottinn eftir tíman, og hún gjörbreyttist. Allt í einu fannst henni bara gaman í vatninu og ég mátti gera hvað sem er við hana. Þannig að litli fiskurinn minn, vill bara vera í heitu vatni. Hún hefur líka alltaf elskað að fara í heita sturtu.
En hafið þið heyrt um fisk sem þolir ekki kalt vatn. Sigurást, barnið sem er fætt í merki fisksins er sko ekki að þola "kuldan" í sundskólanum. Í öllum tímum í haust hefur hún hangið í mér og neitað að taka þátt í þessum tímum. Fór með hana í dag í aukatíma, sem er fyrr á daginn. Sama sagan. Henni finnst reyndar skemmtilegt að fá að labba á grænu dínunum út í laug og svo fannst henni æðislegt að sitja á hvalnum. En annars var hún bara fúl. Ég ákvað að fara í pottinn eftir tíman, og hún gjörbreyttist. Allt í einu fannst henni bara gaman í vatninu og ég mátti gera hvað sem er við hana. Þannig að litli fiskurinn minn, vill bara vera í heitu vatni. Hún hefur líka alltaf elskað að fara í heita sturtu.


0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home