Biðin endalausa..
Nú bíð ég bara eftir að fá að vita hver framtíð mín verður. Ég er að verða þreytt á biðinni. Ég er búin að búa til endalaust margar atburðarásir í höfðinu, allt frá verstu upp í bestu. En ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta mun ganga fyrir sig. Verður hringt í mig og ég beðin um að koma? Mun kannski gleymast að hringja í mig. Ef það gleymist að hringja í mig, þýðir það þá að ég verð ekki ráðin? Mun ég verða glöð eða leið í lok dagsins? Fæ ég kannski ekkert að vita í dag frekar en hina dagana?
Það er rosalega erfitt að ætla að gera eitthvað undir þessari óvissu. Ég þarf alltaf að tékka aftur og aftur, hvort það sé kominn póstur eða eitthvað sem getur upplýst mig um framvindu mála.
Annars er ég orðin mun rólegri en um helgina. Og já bjartsýnari. Held að ég sé bara komin yfir ákveðið sorgarferli. Æ vill bara fá svar sem fyrst, svo maður geti farið að horfa fram á við aftur.
Það er rosalega erfitt að ætla að gera eitthvað undir þessari óvissu. Ég þarf alltaf að tékka aftur og aftur, hvort það sé kominn póstur eða eitthvað sem getur upplýst mig um framvindu mála.
Annars er ég orðin mun rólegri en um helgina. Og já bjartsýnari. Held að ég sé bara komin yfir ákveðið sorgarferli. Æ vill bara fá svar sem fyrst, svo maður geti farið að horfa fram á við aftur.


1 Comments:
Sendi þér góða strauma.
Knús Linda
By
Anonymous, At
9:05 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home