Nýji Glitnir
Þetta fór svo allt, á annan hátt en ég gat gert mér í hugarlund. Ég fór í morgun í morgunmat í Ikea með marsbörnunum. Eftir það ákvað ég að hringja í Lísu, um hádegisbil. Hún tjáði mér að engum í deildinni hefði verið sagt upp, nema yfirmanninum. Ég beið og beið eftir símtali, sem aldrei kom. Á endanum sendi ég póst og fékk að vita að ég myndi fylgja nýja bankanum.
Þannig að ég er eins og er starfsmaður Nýja Glitnis. Hlakka reyndar til að byrja og taka þátt í að byggja upp fyrirtækið. Mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. Leiðinlega er að þetta er svo gjörbreytt frá því að ég byrjaði. Þá var þvílíkt fjör að vinna í bankanum. Vonandi náum við að byggja upp fjörugan og skemmtilega banka upp á nýtt.
Þannig að ég er eins og er starfsmaður Nýja Glitnis. Hlakka reyndar til að byrja og taka þátt í að byggja upp fyrirtækið. Mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. Leiðinlega er að þetta er svo gjörbreytt frá því að ég byrjaði. Þá var þvílíkt fjör að vinna í bankanum. Vonandi náum við að byggja upp fjörugan og skemmtilega banka upp á nýtt.


2 Comments:
Til hamingju með "nýju" vinnuna:)
Kv Linda
By
Anonymous, At
12:35 PM
Til hamingju. Get ímyndað mér að það sé fargi af þér lyft. Það er búið að vera gaman og gott að lesa jákvæðnispistlana þína, þeir eru mjög einlægir og segja það sem margir eru að hugsa.
Kv. Gulla
By
Anonymous, At
12:47 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home