Konurugl

Wednesday, November 19, 2008

Draumur Ara

Morgunstundirnar með Ara Þresti eru frábærar stundum. Í morgun vöknuðum við öll saman og lágum öll og kúrðum.

Ari: Mamma við erum ekki að dreyma lengur
Mamma: Nei það er rétt
Ari: Þetta var bara draumur
Mamma: Hvað var þig að dreyma
Ari: þú varst að vinna í banka, en það var ekki Glitnisbanki
Mamma: nú, hvaða banki var það
Ari: Það var bandaríski bankinn
Mamma: og hvað var ég að gera þar
Ari: þú varst bankastjórinn
Mamma: ok
Ari: en bandaríski bankinn var líka íslandsbanki

Það er spurning hvort maður eigi að kíkja í draumaráðningabók barnanna? En fyndið samt að hann sé að dreyma banka. Ég elska þessar morgunstundir og stundum óska ég þess að hann hætti aldrei að koma upp í á næturnar.

5 Comments:

  • Einhverjir amerískir auðjöfrar eiga eftir að kaupa Glitni (sem var eitt sinn Íslandsbanki, ekki satt??) og þú verður bankastjóri, ekki slæmt það.

    Ótrúlegt samt að hann skuli vera að spá í þessu, bankarnir auðvitað mikið í umræðunni þessa dagana en afhverju bandarískur?

    Kv. Ásta

    By Anonymous Anonymous, At 3:30 PM  

  • Kannski á Glitnir eftir að taka aftur upp fyrra nafn???

    Var reyndar verið að gera nafnakönnun í vinnunni.

    Veit samt ekki hvað er í gangi með bandaríska bankan.

    By Blogger Elsa, At 8:24 PM  

  • Já mér líst vel á að þú værir bankastjóri, ég fengi vonandi sérkjör hjá þér?;)
    En ég vona að bankinn breyti um nafn sem fyrst og sleppi því alveg að hafa Ísland í nafninu sínu.
    Kannski er þessi tenging við Bandaríkin sú að við tökum upp dollar en ekki evru? Hver veit?

    By Anonymous Anonymous, At 9:01 PM  

  • En að skíra bara bankan Bandarískibankinn???

    By Blogger Elsa, At 10:34 PM  

  • Djöfull líst mér vel á að Elsa verði bankastjóri. Linda er einmitt að skipuleggja valdarán og er búin að lofa mér utanríkisstöðu í nýju ríkisstjórninni. Þá er einmitt gott að þekkja bankastjóra í góðum banka, skilst að það sé möst að vera með gott tengslanet. Svakalega held ég að það yrði spennandi að vera spillti utanríkisráðkonan Gulla sem á vinkonu sem er bankastjóri..... Jæja, best að fara að tína upp leikföng, ganga frá eftir kvöldmatinn og gefa brjóst fyrir nóttina..... lol....

    Gulla

    By Anonymous Anonymous, At 11:31 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home