Konurugl

Tuesday, July 24, 2007

Brúðkaupsdagurinn

Ég var tilbúin snemma eins og kom fram hér að framan og settist yfir Dr. Phil þar sem var farið yfir fjölskyldugildin. Svo kom bíllinn minn, 6 mínútum miðað við beiðni Arnars, eiginlega 16 mínútum fyrr en mér fannst skynsamlegt. Við vorum búin að ákveða að hafa brúðkaupið í kirkjunni, því það var búið að rigna mikið. Reyndar var alveg uppstytta þegar við lögðum af stað.

Presturinn var búinn að taka það fram að ég ætti að vera 3-4 mínútur of sein. Ég hafði því áhyggjur þegar við komum upp úr göngunum, að við værum of snemma í því, og lét Brynjar taka hring í kringum Akrafjall.

Arnar var víst allt of seinn. Hann hafði lent í 40 mínútna töf þegar hann sótti kökuna, því þeir voru búnir að lofa kökustandi líka. Og þar voru bara útlendingar sem skildu ekki neitt. Arnar gleymdi svo skónum heima, og þurfti að láta bruna með þá í bæinn. Hann mætti 10 mínútum fyrir athöfn. Þegar ég rendi í hlaðið, 2 mínútum yfir, þá voru allir reddí. Mamma og Lísa hengdu í mig slóðan, Ari, ég og pabbi stilltum okkur upp fyrir opinni kirkju. Þegar ég sá Arnar og allt fólkið þyrmdu yfir mig tilfinningarnar. Kirkjan var þétt setin. Fólk á klappstólum varð að færa stólana sína. Eftir það var ég bara í móki, og náði ekkert að hlusta á tónlistina eða prestinn. Hlakka til að sjá þetta á vídeói. Ég var mjög lekker og þurfti að sjúga stöðugt upp í nefið. Pabbi tók ekki við blómvendinum þegar ég fór upp að alltari, og ég endaði á að taka hann með mér upp. Presturinn svitnaði og svitnaði og láku droparnir af honum. Ari hringaberi stóð sig vel. Arnar tók óvart sinn hring (fannst það eðlilegra) svo fattaði hann mistökin, en það kom ekki að sök. Við höfðum svo ekki hugmynd hvað presturinn var að benda okkur á að gera þegar hringarnir voru komnir. Hann hvíslaði kyssa, og þá kviknaði ljós, við mikil fagnaðarlæti.

Við gengum út á stéttina á húsinu hjá ömmu Ástu. Þar tók fólk myndir af okkur, og kom svo og knúsaði okkur. Við fórum svo í myndatöku. Myndatakan gekk vel fyrir sig. Við gleymdum reyndar að taka með okkur barnapíu, en Brynjar bílstjóri reddaði okkur, að einhverju leiti. En þegar Arnar var að reka hundinn í burtu, þá var ég ein í myndatöku, og Ari komst í veskið mitt og helti púðri yfir sig allan.

Þegar við komum í Skessubrunn var skálað fyrir okkur. Fljótlega hófst svo maturinn og ræðuhöld. Mikið æðislega er gaman að hlusta á fólk tala um mann. Gaman að vita hvernig aðrir upplifa mann. Maturinn var í alla staði æðislegur, og fengum við mikið lof fyrir hann.

Eftir aðalréttinn hófst svo sprellið. Solla braut ísinn með sínu frábæra uppistandi. Svo voru það myndbönd af gæsun og steggjun. Sem Ari lýsti sem frábært og æði. Og auðvitað tóku tveir Tradition menn sig til og sungu fyrir okkur. Það var geggjað. Ég var svo ánægð með allt ég er bara enn í skýjunum.

Eftir kökuna, hóf hljómsveitin að spila. Og vá hvað þeir eru sjúklega góðir. Þetta er saman safn af ungum og góðum tónlistamönnum, sem allir eiga eftir að meika það stórt í framtíðinni. Munið eftir nafninu " hvar er Mjallhvít".

Margir hverjir voru orðnir vel í því, sem var náttúrulega aðalmarkmiðið. Mér þótti sérstaklega vænt um að sjá ættingja mína skemmta sér svona vel.

Þessi dagur var fljótur að líða og naut ég hverrar mínútu. Það hafa margir lýst ánægju sinni með allt saman, og þykir okkur mjög vænt um það. Við fórum upp úr kl. 00.30 á hótel, þar tók á móti okkur æðislegt herbergi, sem var búið að skreyta með rósum hátt og lágt. Og einnig var kveikt á kertum út um allt. Vorum með sér verönd og allt. Alveg geggjað. Við lásum saman öll æðislegu heilræðin sem fólk skrifaði okkur. Það var geggjað. Ég held samt mest upp á það sem ég fékk frá Rúnu.

"það þarf tvo í tangó, einn til að stjórna og annan til að vera sexy. Mundu Elsa við stjórnum" :-)

Saturday, July 21, 2007

Stóri dagurinn :-)

Nú er sá stóri runninn upp. Hér sit ég stífmáluð og stífgreidd, og tel mínútur. Ég er reyndar mjög hissa, ég hef ekki fundið neina frétt um brúðkaupið í dag. Og enginn kominn til að stoppa mig af. Bara stórfurðulegt.

Við vorum komin kl. 1.30 í nótt, eftir að skreyta salinn. Salurinn er fullkominn, enda Berglind bara snillingur. Og svo á Heiða frænka heiður skilinn fyrir að koma með sína sérþekkingu. Og allir hinir stóðu sig líka mjög vel :-)

Ég er komin með smá fiðring, en samt er þetta eitthvað svo fjarlægt. Ég hlakka til að sjá Arnar, ég kvíði smá athöfninni. Og ég hlakka æðislega mikið til að skemmta mér á Skessubrunninum. Í dag verð ég eiginkona.

kv. Elsa

Wednesday, July 18, 2007

Fljótt skipast veður...

Mér líður oft eins og einhver að handan sé að stjórna brúðkaupsundirbúningnum. En allavega þá er stundum bara eins og hlutirnir detti upp í hendurnar á manni. Það eru búnar að verða óvæntar breytingar á síðustu metrunum.

Við vorum með stórt leyndó í gangi. En þar sem við erum hætt við það þá ætla ég bara að skella því hér fram. En við ætluðum að fá hestvagn. Við vorum mikið búin að spá og spekúlera í þessu. En þetta var alltaf eitthvað að vefjast fyrir okkur í útfærslu. Í síðustu viku vindur sér maður að Arnari og spurði hann út í brúðkaupið, og bauðst til að lána okkur bíl. Okkur að kostnaðarlausu og keyra að sjálfsögðu. Enginn smá öðlingur þar á ferð. En hann er einhver svaka áhugamaður um svona brúðkaupskeyrslu. Við fáum reyndar ekki jagúarinn sem hann talaði fyrst um, en við fáum glænýjan bens.

Í dag gerðist svo annað. Ég mætti í aðra lokamátun, og það var smá vesen á kjólnum, var alveg orðinn nógu víður, en undirpilsið gerði alltaf einhverja leiðinlegar fellingar. Ég bað hana um að máta kjólinn sem ég hafnaði á sínum tíma. Og viti menn það var eins og hann væri sniðinn á mig. Smellpassaði alveg, og þarf ekkert að breyta honum. Mér leið líka miklu betur í honum. Þannig að þau plön breyttust alveg.

Já þetta er búið að vera frekar skrítið. Við ætluðum ekki að vera með hljómsveit, og nú erum við komin með hljómsveit. Við virðumst ekki getað haldið okkur við upprunalegt plan. Ég ætlaði heldur ekki að vera með blómvönd. Margt svona eitthvað. Þegar ég keypti hálsfestina, var ég búin að velja eina, en þegar var verið að ganga frá henni snérist mér hugur þegar ég sá aðra í borðinu, og vildi fá að máta. En sú festi passar fullkomlega við nýja kjólinn :-)

Á hverjum degi fylgjumst við með veðurspánni á öllum rásum og alls staðar. Líkurnar á útibrúðkaupi fara minnkandi með hverjum deginum. Á æfingunni í gær, æfðum við inni og tókum svo eina stutta úti. Hún gekk ágætlega, fannst þetta samt allt hálf hallærislegt. Þoli ekki þessar leiðindavenjur. En presturinn er soldið formfastur, og vildi lítið breyta út af áætlun.

Ég fékk svo gelneglur í dag, litun og plokkun, og listaverkið verður svo fullkomnað í brúnkunni á morgun. Reyndar verður það ekki alveg fullkomið fyrr en maður er komin með hárgreiðsluna, förðunina og í kjólinn. Mér sýnist á öllu plani að ég verði soldið snemma tilbúin, en farðarinn þurfti að koma svo snemma, vegna anna. Þannig að það er spurning hvað ég geri í klukkustund, með uppsett hár og eins og málverk. Á ég að skreppa í Smáralind, eða kannski í Kringluna og sjá hverjir eru að kaupa gjafir á síðustu stundu. Á ég að skella mér á kaffihús, eða gönguferð, má samt ekki svitna mikið. Kannski ég fari bara í sund, og passi að bleyta ekki andlitið og hárið.

Monday, July 16, 2007

Fitubollan

Dagurinn í dag er búinn að vera ágætur. Fór í lokamátunina með mömmu. Þegar kom að því að renna upp kjólnum var það ekki hægt. Mér létti smá þegar hún sagði að kjóllinn hefði verið þrengdur. Þannig að ég þarf að mæta aftur á miðvikudag. Reyndar hékk hinn kjóllinn sem ég hafnaði uppi og er á lausu. Kannski voru þetta skír skilaboð. Það er ennþá hætta á að kjóllinn passi ekki á mig, ég held ég sé búin að bæta smá við mig, en kjóllinn var soldið þröngur fyrir.

Í dag fékk é frábært boð. Hrund og Milla buðu mér í mat á Vox. Þetta var svona lítil gæsun :-) Fékk meiraðsegja gjafabréf í Laugar. Ekkert smá sætar skvísur og svo var æðislegt að hitta þær. Við plönuðum allavega fasta hádegisverði. Það verður bara gaman.

Í gær fórum við í sveitina að taka til. Reita arfa og helluleggja. Þetta var svaka notarlegt að vera með fjölskyldunni hans Arnars, og fá kaffi, kvöldmat, eftirrétt og kvöldkaffi. Þetta er sko sveitin. Ari fékk svo að vaða í Leiránni, enda mikill hiti úti. Litlu strákarnir léku sér til kl. 23 og Ari tók engan lúr. Enda er hann ónýtur í dag.

Ég virðist fara afturábak í frásögn minni, því allt í einu langaði mig til að segja frá því hvað ég átti notarlega og afstressandi stund á laugardagskvöld, en þá komu Kristín og Kári í heimsókn. Við spiluðum smá Catana og svo Buzz. Hlakka til að geta spilað við þau oftar.

Thursday, July 12, 2007

Undirbúningsdagur

Búin að redda blómavendinum. Vá hvað ég var æðislega ánægð að taka mömmu með. Ég hefði örugglega endað á að kaupa bara tóma vitleysu án hennar. Ég lærði ný blómanöfn eins og krusi og fresja. Ég sem hélt að þetta héti allt rósir :-)

Í dag stússuðumst við Bex í skreytingarpælingum. Redduðum nánast öllu nema merkimiðum, "háborðinu" og skreytingum til að hafa úti.

Nú er ég svo búin að vera að setja upp borðaskipan. Þetta var nánast eins og gestalistinn, þessi var þarna eina stundina, og núna þarna. Soldið erfitt að púsla þessu þar sem borðin bjóða bara upp á 8-10 mans. Engin langborð. Held samt að flestir verði sáttir.

Það er ótrúlega skrítið að hlusta á fólk vera að pæla í hverju það ætlar að vera í, og svona stúss fyrir okkar brúðkaup. Gerir þetta svo raunverulegt. Finnst bara æðislegt að fólk sé að leggja það á sig að koma og dressa sig upp. Og svo gerði þetta soldið meira raunverulegra í dag, að við fengum okkar fyrstu brúðkaupsgjöf :-) En Henry sem er frá London sem Arnar er búinn að vinna mikið með í vetur (viðhaldið hans), lét Arnar fá pakka í dag, í lok vinnudags (fer heim á morgun). Þannig að núna getum við sko alls ekki hætt við, nema að skila gjöfinni :-)

Verðum svo að fara að ganga í rútumálin, eigum eftir að bjóða mörgum upp á það. Það eru reyndar skiptar skoðanir á heimilinu. Mig langar bara að bjóða fyllibittunum, en Arnar vill senda póst á alla. En þá eigum við í hættu á að þurfa að panta stærri eða fleiri rútur.

Ég svaf svo loksins í nótt, en ég tók 100% frí frá brúðkaupspælingum í gær.

kv. Elsa alsæla

Tuesday, July 10, 2007

svefnleysi.com

Ég virðist ekki geta sofið á milli kl. 1-4 á næturnar. Þannig að ég ætla bara að nota tíman og blogga smá.

Helgin var fín. Arnar var náttúrulega gripinn glóðvolgur. Fór í lystflug, paintball, gera sig að fífli í vinnunni og svo sumarbústaða stráka þing eitthvað.

Ég hékk bara heima á meðan, með mjög skapillan streptokokkus. Við fórum svo á ættarmót hjá föðurfjölskyldu Arnars. Þetta var mjög næs. Og ekki spillti fyrir að komast að því að Solla vinkona væri frænka Arnars. Ha, tvíburasystir mín bara skyld kallinum mínum :-)

Sunnudagurinn var svo nýttur í brúðkaupsstúss. Fórum upp í sveit með Helga Reyni, aðaltónlistamanni. Við fengum náttúrulega lúxus móttökur eins og vanalega. Skoðuðum kirkjuna hátt og lágt og umhverfi hennar. Það er kannski minna mál að troða inn öllu fólkinu en okkur fannst. En planið er enn að vera úti. Er samt orðin frekar smeik um veðrið. Búið að vera allt of gott upp á síðkastið.

Við fórum og hittum Beggu í Skessubrunninum. Okkur var loksns hleypt inn að skoða salinn. Og vá hvað við erum fegin að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta er bara súper dúper flottur staður. Allt til alls, skjávarpi, tjald, hljóðkerfi, risa kælir, öll glös, bollar og bara allt. Begga mældi allt og spegúleraði. Hlakka til að fara að versla með henni.

Annars er bara allt að smella. Erum komin með allt fyrir athöfnina. Æfing í næstu viku. Erum að verða búin að kaupa allt sem þarf að kaupa. Nema þetta stærsta eins og áfengi, gos, kaffi, servíettur og skreytingar. Ætla að reyna að komast í blómvandapælingu á morgun.

Fékk prufugreiðsluna á sunnudagsköld, þar sem Pála kláraði að klippa og lita mig líka. Ég var svakalega ánægð með greiðsluna sem við völdum. Hlakka ekkert smá til að fara í prinsessuleik.

Jæja, ætla að reyna að sofna.
Svefnlaus í Brekkuseli

Saturday, July 07, 2007

Komment dagsins

Þegar Ari Þröstur vaknaði í morgun sagði hann "mamma ég búinn í leikskólanum", en drengurinn er ekki búinn að fara í leikskólan alla vikuna, vegna veikinda. Ég sagði "Nei en þú ferð ekki í leikskólan í dag og ekki á morgun, og svo ferðu í fimm daga og svo ferðu í sumarfrí" Svo taldi ég upp allt sem við ætluðum að gera í sumarfríinu. Ari Þröstur liggur og þegir í smá stund. "Mamma, ég kann ekki að fara í sumarfrí".

Friday, July 06, 2007

Allt að gerast

Mér sýnist allt vera að smella saman fyrir stóra daginn. Einn stór þáttur er enn óleystur. Þjónustan. Veit ekkert við hverja maður á að tala. Annars erum við búin að bóka hljómsveit :-)
Þetta er að verða eitthvað svo miklu meira en við ætluðum fyrst, en aftur á móti er þetta draumurinn okkar, og soldið erfitt að segja nei, þar sem við gerum þetta bara einu sinni.

Þessi vika er búin að vera frekar skrítin. Ari veiktist á sunnudag. Með háan hita. Svo var þetta ekkert að rjátlast af honum á miðvikudaginn, þannig að við skelltum okkur á læknavaktina. Hann greindist með streptokokka, og Arnar var einnig komin með einkenni, og fékk pensilín.

Nema hvað að á fimmtudag hringir Stebbi bró (Arnars sko), áhyggjufullur út af veikindunum. Og taldi hann best að reyna að fresta fyrirhugaðri steggjun. Í morgun var svo haft samband við mig. En þá vildu félagarnir kíla þetta áfram, þar sem Arnar var orðinn ferðafær. Ég fór því heim í hádeginu þar sem Arnar ætlaði í "mat með karlaklúbbnum". En fyrir utan beið hans soldið annað.

Já það verður gaman að heyra hvernig þetta fór. En ég hef ekkert heyrt frá steggnum. Lýsi eftir dökkhærðum karlmanni, og nei hann heitir ekki Hugh Grant.