Konurugl

Thursday, June 28, 2007

Meira brúðkaups

Fjölskyldan fór í Tvö hjörtu, eftir að skoða tvo aðra staði. Arnar fékk að máta föt, alveg eins og mig hefur dreymt um að sjá hann í á stóra daginn. Og þau voru æði á honum. Fékk fiðring niðrí tær. Hann á líka flotta skó við, svo það verður ekki hausverkur. Ari fékk líka æðisleg föt, þvílíkt mikið krútt. Við eigum eftir að redda skóm á hann. Og hringapúða.

Ég á eftir að redda nærfötunum, sem er ekki alveg það auðveldasta. Guð var soldið nískur þegar hann lét mig fá brjóst og svo er pínu snúið að finna réttu undirfötin undir kjólinn. Ég á eftir að redda mér skóm. Skrauti í hárið, en ætli ég verði ekki að plata Pálu með mér í það, því ég er svo græn í þessum málum. Skartgripirnir eru líka eftir. Og síðast en ekki síst blómvöndurinn. Og ekki má gleyma að láta pússa hringana.

Að þessu loknu erum við fjölskyldan til í slaginn. Þá er bara smá veisluútfærslur eftir.

Ég fékk martröð í nótt að ég væri enn og aftur ekki búin að redda söngvara í brúðkaupið. En nýji brúðkaupssöngvarinn var næstum búinn að beila. En hann ætlar að sleppa að mæta í aðra athöfn fyrir okkur. Það skemmtilega við hann er að hann er eini sameiginlegi frændi okkar Arnars. Auk þess er góður kostur, að hann hefur hreint vottorð. Það hefur enn enginn skilið af þeim sem hann hefur sungið fyrir í brúðkaupi.

Við erum búin að panta rútu frá Reykjavík, vegna mikils hópþrýstings. En þar sem þetta kemst einfaldlega ekki fyrir á budgetinu (erum komin soldið framyfir sýnist mér), þá ætlum við að rukka 500 kr. Skilyrðið fyrir að fá að fara í rútu er að drekka áfengi, og lofa að skemmta sér hrikalega vel. Við munum hringja í helstu djammarana, og bjóða þeim sæti.

kv. Elsa sem verður bráðum frú

Tuesday, June 26, 2007

Tékklisti

Kaka - tékk
brúðkaupssöngvari 3 - tékk
brúðkaupssöngvari 2 aftur - tékk
afboða brúðkaupssöngvara 3 - tékk
ljósmyndari - tékk

Sunday, June 24, 2007

Fimm mínútur í þrjú og gæsin ekki dauð

Jæja, það eru nokkrar sálir þarna úti sem bíða örugglega eftir þessari færslu.

Það mættu 4 litlir álfar á tröppurnar hjá mér upp úr hádegi. En þar sem ég var búin að fá veður af því sem var að fara að gerast var ég nokkuð undurbúin, þeim til undrunar :-)

Ég held að mesta sjokkið var þegar þær kommentuðu á klæðaburðinn minn, og dróu fram annan klæðnað, kannski minna metinn, en kannski mikils metinn á grænmetismarkaðnum. Ég tróð mér í tómatabúning ákveðin að berjast við tárin, vitandi að ég væri prinsessa innan við beinin. Já það eru nú bara nokkur ár síðan ég fór að fíla tómata.

Leiðin lá "óvænt" til keflavíkur, þar sem aðal álfurinn býr. En þar var ég dregin í óvissuferð inn í búð, þar sem ég reyndi að lífga upp á mannlífið með frösum eins og "hvernig pissa tómatar" og " hefurðu kysst tómat" og "langar þig í tómat". Þetta var náttúrulega spunameistari á ferð. Eitthvað sem álfarnir áttu ekki von á. Ég reyndi svo að koma skilaboðum til nærstaddra að mér væri haldið nauðugri, en svo birtust 3 aðrir álfar, sem ég var alveg búin að afskrifa og var að vonum ánægð með að hitta.

Ég var svo send heimsálfa á milli. Því auðvitað þurftu álfarnir að toppa Arnar. Já á 5 mínútum var ég send frá evrópu til ameríku og komst að því að ameríkanar fíla ekki evrópska tómata, þannig að ég fór bara í fússi í sápukúlubaði.

Ég fékk svo kokteil í "Gula pollinum", en útskýring mín á litnum féll ekki góðan jarðveg, sérstaklega ekki þegar ég fór að útskýra afhverju vatnið væri svona salt. Dem hvað ég á skakka vini.

Eftir notarlegt spjall var ég rifin upp úr og fékk ég loksins að vera ég sjálf, mér til mikillir ánægju, enda varð ég að fá að nota pæjufötin.

Ég fékk svo að fara á mjög svo óvæntan stað, þar sem ég þurfti að leiðbeina bílstjóranum á réttan stað, þá vissi ég alveg að leiðin lá heim til Lísu sys. Ég roðnaði og fölnaði þegar ég sá hver var stödd við græjurnar að stilla þær. En þar var Kristína fyrrverandi magadansleiðbeinandinn minn. Ég fékk Mojito til að deifa tilfinningarnar og dansaði auðvitað eins og stjörnu sæmir.

Ég fékk svo að borða á Caruso þar sem ég fékk að vera smá stjarna í viðbót. Þetta var yndæll dagur. Svo fór að flosna upp úr hópnum, og sveitaliðið hvarf á brott og eftir sátu ég og mínir yndislegu ættingjar, sem voru tilbúnir að fylgja mér út í rauðan dauðan. En við fórum á Gauk á Stöng og biðum eftir Ný dönskum. Einn mágur bættist við í hópinn, og svo kom tilvonandi eiginmaður minn, þegar ég og Lísa systir vorum einar eftir, enn að bíða eftir að berja goðin augum. Við vorum ákveðin í að ná að dansa smá, Arnar hét því að gefast ekki upp fyrr en allt yrði Alelda. En þegar sungið var um sílíkonbrjóst, fyllstist ég brjóstaöfund og vildi láta mig hverfa. Ein pulsa með öllu, leigubíll, og rúm. Nú er klukkan orðin rúmlega þrjú og tími til að sofa. Takk fyrir mig, bestu vinkonur, systur, og frænka.

Friday, June 22, 2007

Afmælisdagurinn mikli og frábæri

Afmælisdagurinn byrjaði ósköp sakleysislega. Fór á fætur, fékk pakka frá Ara Þresti. Fórum reyndar í bakarí saman og borðuðum þar. Mættum svo í leikskóla og vinnu. Í vinnunni biðu tvær afmælisóskir handa mér. Bara svona normalt miðað við aðra afmælisdaga.

Fór í hádegismat með mömmu og Lísu, bara eins og í fyrra á afmælinu mínu. Spjölluðum heillengi um allt og ekkert, var reyndar farin að verða stressuð á tímanum fyrir þeirra hönd, en var samt ekkert að vilja vera fyrst til að segja jæja. Fórum og borguðum. Eigandinn var kominn út í dyr, og spurði "hva, er þessi að sækja ykkur" Ég hló og sagði "nei ekki okkur" Sá glitta í Ómar, og um stund hvarflaði að mér hvort þetta væri surprise frá Arnari. En fannst það hálf ótrúlegt um leið og ég hugsaði það, enda myndi ég aldrei láta sjá mig á gulum hömmer limmó. Kom út og Ómar stóð við dyrnar á hummernum og brosti til mín. Jább, hann var semsagt kominn, draumaprinsinn á gula hummernum. Sko hann Arnar, ekki Ómar.

Ég var nokkuð viss um að Arnar myndi henda mér í dekur á Laugum og Nordica, en svo lá leiðin annað. Í hafnarfirðinum var ég farin að hugsa um útlönd, en ég vonaði samt ekki. En svo hugsaði ég um bláa lónið. Var mjög fegin þegar við beygðum á Grindarvíkurafleggjaranum. Þar fékk ég nudd og svo beint upp úr. Aftur í limman. Í átt að Reykjavík. Miklabrautin, Hringbrautin, þá var mig farið að gruna flug. Beygðum inn á Njarðargötunni (í átt að stúdentagörðum). Flug? Svo stoppuðum við við lítið hús, en þar inni stóð helecopterservice. Ég og Arnar fórum í litla þyrlu og flogið var með okkur yfir Reykjavík, með smá viðkomu í Grafarvoginum, þar sem Ari Þröstur fékk að bera okkur augum. Svo var flogið yfir sundið í átt að Esju. Yfir nokkur fjöll, inn Hvalfjörðin. Yfir fjörðin, inn í Svínadal, til að skoða Skessubrunnin úr lofti, meðfram Laxá og aftur yfir fjall, og svo var lent fyrir utan Hótel Glym. Perfecto. Við fengum svo ótrúlega góðan mat, fórum í pottinn og nutum okkar í botn. Þetta var alveg stórkostlegur dagur.

Og ekki má gleyma öllum kveðjunum sem ég fékk. Ég fékk endalaust af símtölum og sms og tölvupóst. Mér finnst ég alveg ótrúlega rík. Og frábært hvað margir muna eftir manni (ég er nú sjálf ekki góð í þessu). Takk allir sem höfðu samband og fyrirgefið að ég hafi ekki náð að svara, ég var pínu upptekin :-)

kv. Elsa sem elskar að vera 30 ára.

Wednesday, June 20, 2007

Síðasti dagurinn -síðasti tugur gerður upp

Í dag er síðasti dagurinn sem ég er tuttugu og eitthvað. Ég kveð 2. áratuginn ánægð með árangurinn. Ég minnist líka þess hvað mér fannst ég vera voðalega gömul þegar ég var 20 ára. Ég man að þegar ég fór á Oasis tónleika í Barcelona, að við ákváðum að troða okkur fremst við sviðið, en okkur þótti samt við vera aðeins of gamlar fyrir soleiðis. Nú myndi ég ekkert kippa mér upp við að sjá 20 ára gamlar píur fremst við sviðið á tónleikum.

Ég var að hlusta á útvarpið um daginn, þar sem auglýst var 20 ára aldurstakmark á sveitaball. Fyrsta hugsunin mín var "en sniðugt, þetta verður þá bara fólk á mínum aldri". Já ég er sko sannarlega ennþá 20 ára í anda. Ég er sem betur fer búin að græða svo mikla lífsreynslu á síðustu 10 árum, sem ég átti ekki þá.

Ég hélt upp á 20 ára afmælið með partíi heima, og fékk svo rútu til að ferja fólkið á Hreðavatnsskála á sveitaball. Geðveikt afmæli. Nokkrum mánuðum seinna fór ég í dvöl mína í Barcelona, sem varði í heila 10 mánuði. Lærði helling og lifði helling. Eftir heimkomu fór ég að vinna í "banka sem ég þori ekki að nefna á nafn". Því miður þá um sumarið misstum við vinkonurnar hana Krissu. Það var erfitt að sjá eftir henni, og geta ekki hringt í hana til að spjalla. En hún kenndi manni að lifa lífinu og njóta þess. Haustið eftir heimkomu hófst svo háskólagangan. Þar hellti ég mér út í félagslífið. Ég fór ári síðar í stjórn AIESEC, og fór á ráðstefnu í Túnis og Suður-Afríku. Þessar ráðstefnur munu lifa með mér alla ævi. Það er ekkert sérstakara að hitta fólk frá 84 löndum, og allir lifðu í sátt og samlyndi. Á síðustu önninni minni í háskólanum hóf ég svo að gera hælana mína græna fyrir einum háskólafélaga, enda ekki seinna vænna. Þar eignaðist ég frábæran kærasta, sem stendur með mér í einu og öllu. Mér þótti hann heldur of abbó fyrst, enda mikil daðurkerling á ferð. En sem betur fer hefur það allt blessast. Ég útskrifaðist 2001 og hóf vinnu hjá LSH sem virtist vera spennandi til að byrja með, en eftir 1 ár byrjaði að halla undan fæti. Ég ákvað í samvinnu með Arnari að fjölga mannkyninu, og hætta þannig hjá LSH. En þeir urðu nú á undan pungarnir, og sögðu mér upp í byrjun þungunar. En það fór sem betur fer, betur en á horfðist. Við eignuðumst svo Ara Þröst, sem er líf okkar og yndi. Í framhaldi af þeirri blessun fékk ég mjög spennandi atvinnutilboð hjá "Íslandsbanka", ég er þar enn og er ennþá ánægð. Besti vinnustaður í heimi. Þar sem Arnar var svo hrifin af bankapíunni, ákvað hann að skella sér á skeljarnar þegar við vorum í heimsókn hjá Lísu á Frakklandi, sumarið 2005. Við skrifuðum svo undir okkar fyrsta kaupsamning í desember síðastliðinn. Þannig að nú er líf okkar óðum að breytast, og hlakka ég til að takast á við næsta tug.

Njótið lífsins,

Elsa sem er ennþá bara 29 ára.

Sunday, June 17, 2007

Vonbrigði

Fjölskyldan átti frábæran þjóðhátíðardag. En ég sit núna alveg miður mín við tölvuna. Við hittum Svavar "brúðkaupssöngvara" niðrí bæ, eftir gigg. En hann tjáði okkur að hann væri búinn að senda póst, því við vorum ekki búin að gefa honum nákvæma tímasetningu. Nema hvað að það kom í ljós að hljómsveitin hans er bókuð kl. 14 í Grímsnesi sama dag. Og ekki möguleiki að hann komist í tæka tíð. Ég reyndi ekki að hugsa um þetta þá, hélt bara áfram að skemmta mér í fjölskyldunni. Nú líður mér bara eins og allt sé á móti mér, ég er auðvitað dauðþreytt eftir langan og skemmtilegan dag, og kannski á ég eftir að sjá þetta í betra ljósi á morgun. Svavar var náttúrulega í öngum sínum yfir þessu. Hverjum hefði dottið í hug að "tónleika-ballhljómsveit" væri bókuð kl. 14. Við pössuðum okkur bara að hafa þetta ekki of seint fyrir hann.

Mér finnst einhvernvegin eins og við eigum eftir að gera allt.

Sunday, June 10, 2007

"Afmælið"

Í gær var afmælið sem allir voru búnir að bíða eftir í 1 ár. Solla byrjaði að plana og safna í fyrra fyrir 30 ára afmælinu sínu. Við mættum, og héldum fyrst að við værum á vitlausum stað. En svo sá maður andlit sem maður þekkti. Á boðstólnum voru kræsingar og nóg af alkahól. Borðin voru dekkuð eins og í besta brúðkaupi. Stundum var maður ekki viss um hvort þetta væri, vantaði bara brúðguman. Þarna var frábær veislustjóri, og fullt af frábærum sögum af Sollu. En Solla er líka einstök. Hún er alltaf brosandi og jákvæð. Og hún er óhemju opin um allt. Solla er snillingur sem er æðislegt að þekkja. Solla fæddist 4 klst á eftir mér. Hún er svona semi tvíburinn minn. Ég held samt að það sé ekki hægt að finna ólíkari manneskjur. Hún svona opin, og ég svona lokuð.

Ég er að hugsa um að hafa bara fjölskylduboð 22. júní, og halda bara svo vilt geim í okt/nóv, þegar við erum flutt í nýju íbúðina, það yrði þá svona afmælis/innflutnings partí. En þetta er eitthvað sem ég fór að hugsa þegar ég lá á koddanum í morgun, aldrei að vita að þetta verði allt breytt á morgun. Ég er samt bara svo mikil prinsip manneskja, mér finnst að maður eigi að halda upp á afmælið þegar maður á afmæli (eða allavega nærri því).

Saturday, June 09, 2007

Ég hlakka til

Ég er búin að setja nýtt kommentamet með síðustu færslu. Greinilegt hvað fólk sækist eftir. Slúður. Það sló mig soldið að sumir voru ekkert að samgleðjast mér :-( Ég tek það mjög nærri mér.

Ég er komin með förðunarkonu, hún hefur unnið mikið með Pálu, þannig að þær eiga auðvelt með að stilla sína vinnu saman. Ég er farin að hlakka til að láta stússast í kringum mig. Fæ að vera smá prinsessa. Ég er farin að hlakka til alls dagsins. Ég held að þetta muni allt ganga upp.

Annars er eitt sem alveg gleymist í þessu brúðkaupsstússi. Ég verð 30 ára eftir tæpar tvær vikur. Á þessum tíma í venjulegu árferði, þá væri ég líklega búin að gera gestalista, og ákveða veitingarnar. En einhvernvegin hef ég alveg gleymt að hugsa um þetta.

Þessa dagana er lífið mitt frekar leiðinlegt. Allir uppáhalds bloggararnir mínir hættir að blogga. Ég veit ekkert hvað ég á að gera í pásunum mínum í vinnunni. Ég er að pæla í að vera ofboðslega dugleg að blogga, svo ég geti lesið eigið blogg. Einhvernvegin verður maður að redda sér. Það er annaðhvort það eða að fara að hanga á barnalandi. Af þessum tveimur finnst mér mitt blogg skemmtilegra :-) Verið dugleg að kommenta, svo ég deyji ekki úr leiðindum.

kv. Elsa

Tuesday, June 05, 2007

Opið bréf til Arnars


Elsku Arnar minn. Því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og maður vill. Stundum reynir maður að koma í veg fyrir að spádómar rætast, en ég get ekki haldið í mér lengur. Um leið og ég sá að mín væri þörf annars staðar ákvað ég að stökkva til.



með von um að þú skiljir þetta

kv. Elsa

ps. þú mátt halda krakkanum. Ég er alveg viss um að Hugh mínum langi í börn.

pps. getur þú séð um að afboða í brúðkaupið, ég verð soldið upptekin.

Monday, June 04, 2007

Gjafalistar

Við kláruðum síðustu kortin í gær, og fóru þau í póstin í morgun. Hef frétt af nokkrum sem eru búin að fá sín, og eru í skýjunum yfir því að fá að vera með :-)

Ég og Arnar lögðum af stað í leiðangur í gær. Gerðum gjafalista í Tékk Kristal og Búsáhöldum í Kringlunni. Ætla að láta gera gjafalista á einum stað í viðbót. Á eftir að fara að skoða.

Svo fer allt með ljósmyndaran að koma í ljós. Fæ að öllum líkindum ekki Ágústu, en Arnar er í sambandi við mann sem vill taka þetta að sér. Þannig að hvernig sem fer, þá sýnist mér við alla vega getað reddað þessu.

Nú er bara að klára accesories og fatnað á drengina tvo. Og förðunin er líka eftir. Pála gaf mér upp eitt símanúmer, sem ég á eftir að tékka á. Þetta er allt að smella saman. Þegar þetta er búið, þá ert allt tilbúið fyrir athöfnina sjálfa, nema kannski útfærslan á henni.

Annars lítur stjörnuspá Moggans ekki vel út fyrir okkur Arnar í þessum mánuði. Skv. minni þá mun nýtt samband hefjast. Og Arnar á að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir tilfinningalegt erfiði. Vona að spáin mín rætist ekki í mínu tilfelli, en ég væri mjög hamingjusöm, ef hún myndi rætast fyrir Sollu. Solla mín, það er víst einhver sem stendur þér nærri, jafnvel vinnufélagi, sagði spáin.

Jæja, ætla að láta hlekkja mig fasta heima svo ég geri enga vitleysu í þessum mánuði, vonast eftir betri spá í þeim næsta. Ég hefði kannski bara átt að lesa spánna fyrir krabban.

kv. Elsa

Friday, June 01, 2007

Boðskortin farin út!

Eða svona næstum. Ég treysti Arnari til að koma við á pósthúsi. Eigum reyndar eftir að klára nokkur boðskort, þar sem okkur vantar heimilsföng hjá fólki sem býr erlendis. Svo eru einhver vafamál um hvaða nöfn sumir makar bera og hvort makar eru til staðar. En við erum búin að láta foreldra okkar í málin. Svo er bara spurning, hverjir verða svo heppnir að fá kort frá okkur :-)

Annars er bara allt í fína standi. Er að ná mér niður eftir síðustu helgi. Var næstum búin að krækja mér í ljósmyndara á djamminu um síðustu helgi. Á eftir að hringja og fá að vita hver staðan er þar. Ljósmyndarinn sem Arnar var búin að reyna að ná í var í 20 ára hópnum. Hún mundi eftir að tala við Arnar, en tjáði mér að hún ætlaði að taka langt sumarfrí, og við ættum að líta í kringum okkur. Svo eftir nokkur glös þá kom hún og sagðist ætla að hafa samband eftir helgi og sjá hvort hún gæti gert eitthvað fyrir okkur. Í þriðja skiptið sem hún talaði við mig, ætlaði hún að reyna að redda einhverjum í djobbið. En við höfum ekkert heyrt. Ætli ég reyni ekki að hringja í hana á eftir.

Nú er aðal stresstíminn hafinn í vinnunni. Ég fann þessa tilfinningu sem ég fæ tvisvar á ári. Verður svona þungt að anda og hausinn þungur. Það er einhvern veginn allt að hellast yfir mann. Ég er að reyna að ljúka líka mörgum óloknum verkefnum, samtímis þessari tímabilsvinnu.

best að fara að vinna
kv. Elsa