Konurugl

Wednesday, February 27, 2008

Heilsuleysi

Krilla ætlar að vera prinsessa og láta sér líða vel. Hún er allavega ekki í samkeppni við bróður sinn. Á morgun verður svo allt lok, lok og læs. Langar ekki að eiga á morgun eða hinn :-)

Fór í mæðraskoðun í morgun. Kom að mestu vel út. Var eitthvað smá um eggjahvítu í þvaginu, ekkert til að hafa áhyggjur af. Ljósan mín er sko ekkert að hjálpa mér að hætta að bíða. Hún er enn viss um að þetta fari að koma. Það eina sem böggar mig eftir þessa skoðun, að hún setti ekkert út á það að ég hafi lést um 1 kíló á einni viku. Ætli það sé eðlilegt?

Heilsan er ömurleg núna. Er búin að vera með þennan hósta og mikið slím. Og síðustu tvo morgna hef ég ælt út af þessu. Er alveg komin með ógeð. Og svo í dag bættist við hrikaleg vöðvabólga í síðuna. Mér er það illt að ég get ekki sofnað. Á morgun fer ég beint í heilsuhúsið að finna eitthvað sniðugt við þessu. Þetta gengur ekki. Ofan á þetta allt saman er svo orkuleysið. Gæti sofið allan daginn, ef ég gæti.

kv. Elsa sem er alveg að gefast upp

Tuesday, February 26, 2008

26. febrúar

Jæja, mömmu varð ekki að ósk sinni í þetta skiptið. Engin afmælisgjöf, hún verður bara að njóta blómanna í staðinn.

..og ekkert að gerast í dag. Þannig að ég úrskurða Þóreyju vanhæfa spákonu :-)
En þú mátt alveg halda áfram að skjóta, ef ekkert verður úr þessum degi. Finnst mjög ólíklegt að nokkuð gerist úr þessu. Krilla ætlar greinilega ekki að vera fljótari en bróðir sinn í þessu. Hún hefur morgundaginn til að vera jafnfljót.

kv. Elsa 38 v og 2 dagar

Monday, February 25, 2008

Og biðin er hafin

Nú er maður genginn 38 vikur og nú getur allt farið að gerast. Í dag er svo fyrsti óskadagurinn, en mamma mín á afmæli í dag og er ekki laust við að fólk vilji fá Krillu í heiminn í dag. Á morgun og hinn eru þeir dagar sem flestir eru búnir að spá. Ef Krilla tekur þetta á sama tíma og Ari þá ætti ég skv. sónarmælingum að fara af stað á morgun. Ég er samt ekki alveg tilbúin til að taka á móti henni alveg strax, en þetta er að smella saman. Óskadagsetningarnar mínar eru 1.-3. mars, en ég ætla ekki að verða fúl fyrr en eftir 11. mars :-)

Mér finnst svo ótrúlega stutt í 9. mars að mér er nokkuð sama þótt ekkert gerist núna. Væri samt alveg til í að vera ein af þeim sem ganga bara með í 38 vikur. Þetta kemur allt saman í ljós.

Um helgina fór ég í partí með vinnunni. Við vorum í raun að kveðja yfirmanninn okkar, en svo var þetta líka uppskeruhátíð. Óneitanlega finnst manni soldið erfitt að horfa upp á þessar breytingar. Mér heyrist á öllu að deildin verði ekki til í því formi sem hún var. Þannig að ég verð heimilislaus næsta janúar þegar ég kem til baka. Það er líka rosalega erfitt að horfa upp á yfirmanninn hverfa á braut, hann er svo yndislegur og frábær. Hann lofaði okkur samt að ráða okkur öll þangað sem hann mun fara :-) Æ það er alltaf svo erfitt að kveðja. Partíið var æðislegt, hann og konan hans eru einstök. Við vorum alveg til 2 um nóttina hjá þeim, eða þar til Arnar var alveg að sofna, þá var tími til að koma sér.

kv. Elsa sem er kannski bráðum að fara að unga út

Saturday, February 23, 2008

Aukavinna

Ég er mikið búin að velta fyrir mér síðasta sólahringinn um hvort ég eigi að taka að mér smá aukavinnu í fæðingarorlofinu. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Það bráðvantar þjálfara fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Ég tel mig hafa allt sem þarf. Ég vil sigur fyrst og fremst og mun koma liðinu til að skilja það hugtak. Þetta er líka þægilegt upp á taka barnið með. Læt bara strákana hlaupa smá og kasta á markið og svona á meðan ég set á brjóstið. Svo hlýtur ljósa hárið mitt að geta haft einhver truflandi áhrif á nokkrar þjóðir sem við þurfum að spila við. Já ég held ég verði bara að láta þessa HSÍ kalla vita af áhuga mínum.

kv. Elsa næsti landsliðsþjálfari

Thursday, February 21, 2008

Hamingjuverkir

Ótrúlegt hvað maður getur verið ánægður með að fá fyrirvaraverki. Þá veit maður að líkaminn er að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Þetta eru örugglega einu verkirnir sem maðu bíður eftir að komi sem tíðast og standi sem lengst. Fyrir mér eru þetta bara hamingjuverkir, hver verkur styttir biðina.

Ég fékk smá verki í nótt, en samt ekki nóg og alls ekki reglulega. Ég vill meira meira meira. Koma svo.

Wednesday, February 20, 2008

Krilla undir pressu

Veikindunum um síðustu helgi fylgdu smá eftirköst. Ég er búin að vera með svo mikið slím í hálsinum að ég er búin að vera með endalaus hógstaköst. Ég hef ekki getað sofið síðust tvær nætur út af þessu. Enda er ég alveg úrvinda. En það skrítna var að eftir fyrri nóttina, fann ég hvað það var orðið miklu erfiðara að labba og miklu meiri þungi á lífbeinið. Rassinn hennar Krillu hættur að vera fyrir mér og brjóstsviðinn minnkaði til muna. Já mér fannst vera allar líkur á því að hún væri orðin vel skorðuð.

Ég fór í nálastungu í gær en hún vann bara í kvefinu mínu og orkunni. Ég var mjög ánægð með það. Svo sendi hún mig í andlitsbað og nudd í framhaldi af tímanum, því henni fannst ég þurfa á því að halda fyrir átökin :-) Hún er sko alveg ákveðin í því að hún hitti mig ekki meir.

Í dag var það svo mæðraskoðun. Þar var allt bara enn eftir bókinni. Og krilla orðin fastskorðuð, já hún er sko tilbúin til að koma. Svo var ljósan mín komin í sama pakka og allir hinir. Býst ekkert endilega við að sjá okkur aftur. Þannig að greyjið krilla er komin með pressu á sig frá öllum vígstöðvum. Ég vona samt að það gerist ekki alveg strax, vantar aðeins meiri orku og tíma til að klára það sem þarf að klára.

Greyjið Krilla að eiga svona góðan og hlýðinn bróður. Nú búast allir við að hún verði snemma í því eins og hann. Svo vonast maður til þess að hún verði vær og góð eins og hann. Þannig að standardinn sem er settur fyrir hana er mjög hár. Sjálf finnst mér óþægilega stutt í það að 38 vikur séu liðnar af meðgöngunni.

kv. Elsa 37v og 3d.

Sunday, February 17, 2008

Þetta er nú búin að vera ljóta vikan hjá þessari fjölskyldu. Fyrst byrjaði Ari að fá skarlatsótt, svo greindist Arnar með streptakokka. Ég slapp reyndar við streptakokkana, en fékk einhverja smá flensu. Lá veik alla helgina. Ákkúrat þegar ég ætla að mæta í brúðakaup. Var búin að velja mér föt og allt, hlakkaði svo til að nota svarta kjólinn í síðasta skipti. Þetta er reyndar í annað skipti sem ég veikist þegar ég ætla að fara á svona stóran atburð í fína kjólnum mínum. Veit ekki hvort það sé eitthvað við hann að sakast.

Talandi um veikindin. Þá er held ég það ömurlegasta sem ég veit að læknar geri okkur, það er að setja okkur foreldrum það hlutverk fyrir að koma Kavapenin ofan í drenginn okkar. Hann tekur öll önnur sýklalyf með bros á vör, en þetta er eitthvað sem var ekki að ganga hjá okkur. Við erum búin að reyna allar aðferðir til að koma þessu niður með góðu. Í fimm daga tvisvar á dag, höfum við þurft að halda honum niðri meðan annað okkar sprautar og reynir að halda fyrir munn og nef í von um að eitthvað fari ofan í hann. Við keyptum meiraðsegja dýrari lyfin, til að getað gefið honum helmingi minni skammt. Í gær fór svo drengurinn í pössun til ömmu sinnar. Amman sagði honum að hann fengi ekkert að borða fyrr en hann tæki lyfin, gaf honum svo skeið og hann tók lyfin sín sjálfur, ekkert mál. Þessi aðferð svínvirkaði svo þegar við reyndum þetta í kvöld. Ég get svo svarið það, það liggur við að við sendum hann um hverja helgi til einhvers annars og látum þá aðila leiðrétta það sem hefur misfarist í uppeldinu hjá okkur. Hann er alltaf voða meðferðilegur hjá ömmunum sínum.

Pála kom að klippa mig og lita á föstudaginn. Hún er komin með voða sæta litla tvíburakúlu. Svo kom hún reyndar líka með eina 3 mánaða tík með sér, þannig að sú fjölskylda stækkar ört. Ég er svo hamingjusöm fyrir þeirra hönd.

Í dag er merkilegur dagur. Ég er gengin 37 vikur, og þá enginn fræðilegur möguleiki á fyrirbura. Gott að vita að barnið er nánast tilbúið. Annars er hún voða hress. Rassinn hennar Krillu farinn að taka aðeins of mikið pláss. Svo um leið og hún hreyfir sig þá fæ ég þvílíkan brjóstsviða. Brjóstsviðinn er orðinn það slæmur að ekkert virðist geta haldið honum í skefjum. Þannig að maður er eiginlega bara farinn að hlakka til að þessu ljúki.

kv. Elsa

Tuesday, February 12, 2008

Krillan mín er krilla

Jább, nú er mánuður í settan dag. Ótrúlega lítið eftir. Svo finnst mér vikurnar svo fljótar að líða, að ég næ örugglega ekki að gera neitt að viti áður en hún kemur. Er reyndar búin að finna til það litla sem ég á af fötum. Þarf greinilega eitthvað að versla.

Í gær fórum við svo með píuna í fitumælingu. Þar kom í ljós að hún er 12% undir kjörþyngd, sem er samt alveg innan eðlilegra marka. Má vera 24% undir. En skv. útreikningum ætti hún að vera 14 merkur á settum degi. Enginn risi hér á ferð. Vatnsmagnið mitt var einnig mælt, og það var aðeins undir meðallagi, en líka alveg innan eðlilegra marka. Við mæðgurnar erum bara svona nettar og fínar :-) Annars vildi hún ekkert sýna sig í gær. Faldi sig bara á bakvið hendurnar.

Vá hvað mér finnst erfitt að vera tölvulaus. Tölvan fór í verkfall í gær. Gerðist líka um jólin, en þá er manni svona nett sama. En í gær var ég ein heima með kjúklinginn (pínu lasinn), og ég var að drepast úr leiðindum. Nú verður bara sett af stað operation backup. Og tölvan send í viðgerð.

Wednesday, February 06, 2008

Copy/paste

Enn ein mæðraskoðunin að baki. Ég bjóst nú ekkert við því að fara að blogga neitt um hana, þar sem þær hafa hingað til verið svipaðar. But..

Pissið var hreint (finnst alltaf jafn fyndið að tala um hreint piss :-) varð bara að koma því að). Blóðþrýstingurinn hækkaður, en ekkert óeðlilegur. Og búin að bæta enn einu kílóinu. Er orðin 82 kíló, sem er jafn mikið og þegar ég byrjaði á Danska kúrnum á sínum tíma, nema þá var ég ekki komin tæpa 8 mánuði á leið.

Það tók einhvern tíma að finna barnið. En þegar ég sagði ljósu hvar ég teldi að bakið væri, þá fann hún það. He, he hélt að ég myndi nú ekki lenda í þeirri aðstöðu að leiðbeina ljósu í að þreifa eftir barninu. En svo kom í ljós að legbotninn er 2 sm undir normalkúrfu. Þannig að hún þorði ekki annað en að panta vaxtasónar. Hún reyndar ákvað að fletta upp Ara, og hló og sagði að skýrslan væri bara copy/paste. Hún ákvað samt að senda mig þar sem hún fann svo vel fyrir barninu (þegar hún var búin að finna það). Þannig að ég og copy/paste barnið förum í vaxtasónar á mánudag. Hausinn liggur neðarlega í grindinni, en er frekar laus ennþá.

Í gær fórum við fjölskyldan í baunasúpu til mams & pabs. Allt gott um það að segja. En þar var smá fjölskylduviðbót, því frumburðurinn kom með viðhengi sitt. Vona bara að hann hafi ekki orðið hræddur við okkur. Já systir mín er sami uppreisnaseggurinn og ég og dró sjálfstæðismann inn á heimilið. Arnar er að vonum ánægður. Viðhengið kom vel út á matsskýrslu og vonum við að hann hangi inni sem lengst. Þetta er örugglega sá viðburður sem mamma mín er búin að dreyma lengst um :-) Og nú geta allir hætt að bögga mig með spurningum um systur mína :-)

bless