Konurugl

Monday, May 28, 2007

Árgangsmót

Á laugardaginn fór ég á árgangsmót. 10 og 20 ára stúdentar hittust á sal FVA og vorum við viðstödd útskrift. Hörður tók okkur svo túrinn um skólann. Ótrúlega hefur skólinn hefur breyst á 10 árum.
Formlegt djamm hófst svo í Haraldarhúsi, þar sem Ingibjörg Pálma og Haraldur eru búin að koma upp myndasafni. Þar var vel tekið á móti okkur, með veglegum veitingum og píanóspili. Svo kom Steini úr Dúmbó og Steina og tók nokkur lög með okkur. Því var svo lokið með Kútter Haraldur fjöldasöngi, eftir að við fengum að vita söguna á bakvið nafnið á kútterinum. Þá var okkur skipt upp í tvo hópa 10 og 20 ára. 20 ára hópurinn var örugglega um 30 manns, meðan við hin vorum 10. Það var æðislega gaman að tala við krakkana. Við reyndum líka að láta soldið vel í okkur heyra, til að 20 ára vissu að við værum skemmtilegri. En við erum líka miklu skemmtilegra fólk :-)
Við fengum svo fordrykk í boði Gísla bæjastjóra í Safnahúsinu. Og að honum loknum borðuðum við með nokkrum kennurum. Nefndin stóð sig stórkostlega í að halda uppi stemmningu. Og svo spillti ekki fyrir góðir borðfélagar.
Eftir þetta lá leiðin svo á fjölbrautarskólaball vel merkt með grifflur og neonljós, en Bjarni Ármanns ætlaði greinilega ekki að týna okkur. Við vorum einu sem vorum mætt fyrir utan gæsluna og þroskaskertu krakkana. En þrátt fyrir allt var tekinn snúningur á dansgólfinu og svo byrjaði hljómsveitin að spila upp úr eitt, og þá tók fólk að streyma inn. Óléttínan húns Sigrún kom mér allgerlega á óvart og enntist til klukkan 2 (eða lengur) og það mikið til á dansgólfinu. Ég hitti mjög mörg gömul og ný andlit. Og svo vitanlega sópaði ég að mér karlpeningnum, he he. Smá EGO búst, þegar 10 árum yngri byrjar að sveima í kringum mann. Ekki svo mikið þegar 10 árum eldri eru í sama leik. Ég held að þetta verður samt í eina skiptið sem aldursbil aðdáendanna verður svona mikið. Ég held ég haldi mig bara við minn yndislega jafnaldra :-)
Eftir fjagra tíma dans, og þegar búið að kveikja á ljósunum og hljómsveitin hætt að spila, var ég tilbúin til að fara heim. En Viktor er svo sannfærandi og fékk mig til að koma með sér og konu sinni heim í eftirpartý þar sem manni var lofað söng og heitum potti.. Ég náði ekki einu sinni að stinga af. Þarna safnaðist saman góður hópur. Og var sungið undir morgun. Ég lagðist svo á koddan heima hjá Bex rétt fyrir kl. 6. Vá þetta rímar.

Ég fékk svo sannkallað húsmæðraorlof hjá Bexinu. Eftir mjög "hollan" hádegismat, fórum við í einkapottinn hennar og böðuðum okkur þar í sólinn fram eftir degi. Það var líka gott að láta nuddið taka á þreytunni í öllum vöðvunum.

Þetta er sko helgi sem ég á eftir að lifa á lengi. Elska að hitta svona marga, fá að spjalla við fólk, dansa, drekka og fá fullt af egobústi. Ég er mjög fegin að ég fór.

kv. Elsa queen of the night

Wednesday, May 23, 2007

Flokkstjórnarfulltrúi

Ljóskan ég. Ég hef nú í tvö ár fengið fundarboð frá samfylkingunni um flokkstjórnarfunda. Ég spurði eitt sinn mömmu hvort það gæti staðist, en hún hélt því fram að þessi póstur væri sendur á alla. Þannig að ég tók því bara þannig. Á mánudag fóru svo að berast mér trúnaðarpóstar. Enn og aftur spurði ég mömmu hvort það gæti virkilega verið að ég væri flokkstjórnarfulltrúi. Ég endaði svo á að senda póst á skrifstofuna. Jú ég fékk þennan póst út af því að ég var í flokkstjórn. Ég sendi annan póst, hvort það gæti staðist, þar sem landsþing væri nýafstaðið. Þá fékk ég til baka, úpps mistök. Svo opnaði ég póstinn aftur í morgun, afsakið, en þú ert víst ennþá í flokkstjórn, þar sem kjördæmin eru ekki búin að skila inn listum. Þú hefur því seturétt í kvöld. Dem, ég mátti kjósa og fá málefnaskránna beint í æð. Ég er búin að vera flokkstjórnarfulltrúi í 2 ár og vissi ekki af því, og núna er ég líklega að detta út.

Mér líst mjög vel á nýja stjórn. Stærsta óskin mín var þó að Jóhanna færi aftur í félagsmálin, og sú ósk rættist. Vona bara að hún lengi fæðingarorlofið sem fyrst, svo maður geti farið að baka :-)Maður verður soldið hræddur við að hafa Gulla í heilbrigðisráðuneytinu, og Dagfinn dýralækni í fjármálunum. En eina sem ég er rosalega ósátt við er Björn Bjarnason og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þau fara bæði í mínar fínustu.

Tuesday, May 22, 2007

Gestalistinn og boðskortin

Ég og Arnar tjösluðum saman gestalista fyrir nokkrum mánuðum, og vorum orðin nokkuð sátt.

Ég opnaði ekkert listan fyrr en í gærkvöldi, og úff. Mér leið hræðilega, mig langaði að bjóða svo miklu fleira fólki. Sérstaklega eftir allar skemmtilegu veislurnar sem maður hefur farið í á síðastliðnum mánuðum.

Við þurftum að byrja vinnuna upp á nýtt, koma með rök, hvers vegna þessi en ekki hinn. Heildarlistinn okkar hljóðar upp á 170 manns og við getum bara boðið 100 manns, því aðstaðan er ekki stærri en það. Sumir duttu óvænt af lista og aðrir komu ferskir inn, svona gekk þetta fram eftir kvöldi, þar til við vorum nokkuð sátt. Við munum senda boðskort á 126 manneskjur. Við vitum að einhverjir af þessum aðilum komast ekki. Í versta falli komast allir, en þá gerum við bara gott úr því. En það eru alveg alla vega 12 manneskjur í viðbót sem ég vildi að við gætum boðið :-(

Og svo er ótrúlegasta fólk sem kemur og segist vera að bíða eftir boðskort :-( Maður fær alveg sting þegar einhver segist hlakka til brúðkaupsins, og þeir eru ekki á listanum. Ætti maður kannski að senda kort á þá sem eru ekki á lista. " Því miður vegna aðstæðna sáum við okkur ekki fært að bjóða þér í þetta skipti í brúðkaup okkar."

Ég sendi loksins myndir og texta á Gutenberg í gærkvöldi, þannig að vonandi fær maður boðskortin fljótlega. Helst sem fyrst áður en okkur snýst aftur hugur með gestalistann.

kv. Elsa

Sunday, May 20, 2007

Brúðkaup Ella og Hildar

Ég fór í æðislegt brúðkaup í gær. Athöfnin byrjaði frekar típískt. Reyndar var lítill 1 árs senuþjófur, sem hætti við að labba inn gólfið og fór að gráta. En það reddaðist alveg. Hildur var gullfalleg að vanda. Í athöfninni söng kórinn hennar Hildar. Þetta voru ekki þessi venjulegu lög sem maður er að fá gubbuna upp í háls af. Síðastalagið var gæsahúð, og ekki eitt þurrt auga í húsinu. Óvænt stóð Hildur upp og söng "þú fullkomnar mig" , með undirtekt kórsins. Hún kom Ella alveg að óvörum. Hún einmitt sagði mér að hann hefði verið að tosa í hana til að fá hana til að setjast aftur :-) Hún sagði mér að hún hefði sjálf verið í vandræðum með að fara ekki að gráta. Fyrst sá hún allar konurnar byrja að snökkta, og ætlaði þá að einbeita sér að köllunum, og þeir voru víst ekkert skárri. Kórinn var líka í tárum, þannig að hún endaði á að horfa á einhvern spegil. Í lokin spilaði svo lúðrasveit, og kórinn hóf að syngja "Elli og Hildur eru orðin hjón". Þetta er athöfn sem ég mun seint gleyma, og verður hún varla toppuð.

Ég skemmti mér mjög vel. Mér þótti samt gaman að rekast á kokkinn. Hann heitir Maggi og er gamall skólafélagi úr barnaskóla. Svo hitti ég líka Maju sem ég djammaði mjög mikið með í Barcelona.

Ég skildi kallinn eftir með Miðvangsgenginu, og Arnar skreið heim kl.5. Fékk eina símhringingu frá Gísla eftir að ég kom heim þar sem hann vildi fá staðfest að hann mætti lemja Arnar fyrir að fá sér sígarettu. En ég var einmitt búin að biðja hann um að passa upp á það, þar sem hann er fanatískur antireykingamaður. Arnar var samt ekki með glóðarauga. Þannig að ég veit ekki hvort ég geti treyst Gísla í framtíðinni.

Sunday, May 13, 2007

Pólitík

Ég ætlaði mér alltaf að blogga smá um pólitíkina fyrir kosningar, en síðustu dagar eru búnir að vera frekar erfiðir. Ari fékk hlaupabólu og ég verstu magapest sem ég man eftir. En örvæntið ekki, ég náði að kjósa :-) Arnar er búin að standa sig æðislega sem einstæð tveggja barna móðir. Takk, takk þúsundfalt.

Ég hef í mörg ár fylgst með stjórnmálum, og var snemma farin að dreifa rósum fyrir alþýðuflokkinn. Fyrst var ég náttúrulega voða heit og sá vonda menn í öllum hinum hornunum, dómsdagur nálgaðist ef alþýðuflokkurinn næði ekki kjöri.

Þetta eru fyrstu kosningarnar sem ég er ekki að vinna fyrir "flokkinn minn". Tók mér tíma og hugsaði mig um. Nú fer ekkert meira í taugarnar á mér en fólk sem reynir að troða upp á mann skoðunum sínum, og hrópa upp að dómsdagur nálgist ef þessir og hinir munu fara með völd.

Eins og ég sé þetta fyrir mér þá snýst þetta bara um hvernig samfélag maður vill lifa í. Fyrir mér hefur enginn þessara flokka "ranga" stefnu. Þetta eru allt hæfir og góðir menn. Ég veit að framtíð mín er björt sama hvernig fer. Ég valdi samfylkinguna, því þannig manneskja er ég. Ég vel samábyrgð, markaðfrelsi, og góða ábyrga velferðarstjórn. Fyrir mér skiptu mig tvennt mestu máli. Málefni aldraðra og málefni barna. Og samfylkinginn vann vinnu sína vel þar.

Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður úr þessu. Eina sorglega var að Mörður féll af þingi. En hann er einn alþýðulegasti alþingismaðurinn sem ég hef komist í kynni við.

Thursday, May 10, 2007

Hauslausar hænur

Skrítin staða hérna í vinnunni. Nú er yfirmaður minn að pakka, og hennar hægri hönd. Mamman og pabbinn að fara. Hingað til þegar þau hafa brugðið af bæ, þá hefur það kallast músadagar. En núna verður þetta meira eins og að missa foreldrana til frambúðar, og það er engin búinn að ættleiða börnin. Við vitum þó alveg hverjir munu ættleiða okkur, en það er ekki búið að ganga frá því formlega. Nú hef ég engan til að ráðfæra mig við, ef ég lendi á vegg :-(

Friday, May 04, 2007

Deit á eftir

Jæja, A bauð mér loksins á deit. En hann orðaði boðið sem "hugsanlegan flutning" ætli hans sé ekki eins æstur í mig og ég í hann? Maður er bara kominn með fiðrildi í magan og allt, reyndar soldið þung fiðrildi, því ég er með ristilkrampa eftir álag síðustu daga, þannig að tilfinningin er meira eins og steinar í maganum. Langar bara alls ekki að hitta mr. A í þessu ástandi. Jæja, ef hann vill mig ekki, þá get ég alltaf haldið mig við B. Ég veit allavega að hann vill ekki missa mig. Versta það sem hann bíður mér er frekar einhæft, og ekkert of spennandi. Jæja þetta skýrist allt á eftir klst.

kv. Elsa

Thursday, May 03, 2007

Hann hefur ekki hringt ennþá!!!

Fyndið hvernig málin standa núna.
Þessi maður sem ég játaðist í gær, veit af því núna, en hefur ekkert haft samband við mig. Nú bíð ég bara því ég þarf að vita hvað ég þarf að taka með mér og hvað hann ætlast til af mér. Ég fór meiraðsegja upp til hans í hádeginu, þ.e. til að sækja systur mína í mat, og svipaðist um eftir honum eins og ástsjúkur unglingur. En nei hann var ekki þar. Hvar er hann? Af hverju hringir hann ekki eða sendir mér póst? Guðrún segir reyndar að hann sé algjör proffi og gleymi sér soldið, en hann er samt voða yndæll, bætti hún við. Hún sagði einnig að ég yrði bara að taka fyrsta skrefið ef hann verður ekki búin að hafa samband á morgun.

Ég þekki A best af þessum þremur sem vildu mig. B þekki ég nákvæmlega ekki neitt, en ég flyt samt til hans 16. maí. C hefur varla yrt á mig, en er bara hérna í næstu deild við, hafði bara ekki hugmynd um að honum langaði í mig. Ég kem svo til að flytja til aðalgæjans A, framtíðargaursins eftir sumarfrí. Vona bara að ég sé ekki að taka vitlausa ákvörðun :-)

Wednesday, May 02, 2007

Ekkert smá vinsæl

Í vinnu minni í morgun tilkynnti yfirmaðurinn minn stórar breytingar á okkar högum. Það á að splundra upp deildinni. Mér varð ekkert rosalega rótt með þessa vitneskju.

Eftir hádegi fékk ég svo einkaviðtal. Þar kom í ljós að það eru þrír karlmenn sem vilja mig :-)
Ég játaðist einum þeirra, en sá hefur víst lengi viljað mig, enda er ég kona með mikilvæga þekkingu :-)
Þetta er rosalega gaman fyrir egóið, en nýja vinnan krefst ennþá meiri vinnu. Systir mín er reyndar í þessari deild, og þau eru búin að vera að vinna langt fram á nótt síðustu tvær vikur. En það er að hluta til út af manneklu. Ég verð bara að vera dugleg að koma mínu á framfæri í samningsviðræðunum við hann.

Annars er fjölskyldan bara búin að hafa það gott. Við fórum í sumarbústað um helgina á Flúðum. Fyrsta daginn var 20 stiga hiti en kaldur vindur, annan daginn var skýjað, þriðjadaginn kom svo æðislegt sumarveður. 20 stig, logn og glampandi sól. Arnar fór í bæinn að vinna á meðan ég og Ari sóluðum okkur. Það var meiraðsegja of heitt til að vera í pottinum. Svo fékk Ari að vera á stuttbuxum og stuttermabol. Soldið súrealískt að vera hálfnakinn úti í apríl á Íslandi. Gærdagurinn lofaði líka góðu, en því miður þurftum við að fara. Því nær sem dró að þróðvegi eitt, því verra varð veðrið. Þar var rok og rigning, svo lítill munur.

kv. Elsa