Skrítnir tímar
Í dag varð ég ríkisstarfsmaður. Eitthvað sem ég átti ekki von á þegar ég fór að sofa í gær. Á maður að þora að fara að sofa núna?
Þrátt fyrir að það kreppi að hjá manni, þá finnst mér eitthvað svo ótrúlega spennandi við þessa tíma sem við lifum á núna. Maður er spenntur að sjá hvað gerist næst, hvar endar þetta? Lifi ég þetta af?
Versta er að horfa upp á heimilin lenda illa í þessu. Ég er mjög fegin að hafa ekki tekið erlend húsnæðislán. En verðtryggingin, eigum við eitthvað að ræða hana? Ég er að fá gubbuna yfir því að Íslendingar séu bara sáttir við að borga lánin sín margfalt til baka. Afhverju er þetta ekki ólöglegt? Íslendingar þurfa að þræla sér út, án þess að eignast nokkurntíma nokkuð, þegar nágrannar okkar eru að kaupa hús og borga upp á nokkrum árum.
jæja litla vöknuð..
Þrátt fyrir að það kreppi að hjá manni, þá finnst mér eitthvað svo ótrúlega spennandi við þessa tíma sem við lifum á núna. Maður er spenntur að sjá hvað gerist næst, hvar endar þetta? Lifi ég þetta af?
Versta er að horfa upp á heimilin lenda illa í þessu. Ég er mjög fegin að hafa ekki tekið erlend húsnæðislán. En verðtryggingin, eigum við eitthvað að ræða hana? Ég er að fá gubbuna yfir því að Íslendingar séu bara sáttir við að borga lánin sín margfalt til baka. Afhverju er þetta ekki ólöglegt? Íslendingar þurfa að þræla sér út, án þess að eignast nokkurntíma nokkuð, þegar nágrannar okkar eru að kaupa hús og borga upp á nokkrum árum.
jæja litla vöknuð..

