Svo stutt en samt ekki
Fór í nálastungu í dag. En þerapistinn minn sagði mér að það væri greinilega stutt í fæðingu hjá mér, þar sem yang púlsinn er orðinn svo sterkur. Hún sagði að ég mætti alveg mega eiga von á að eiga eftir 37 vikna meðgöngu. Hún spáir samt ennþá 26. eða 27. febrúar. Spurning hversu rétt það er. Finnst bara æðislegt að febrúar sé að koma. Bara 1 mánuður í mars.
Mér finnst líka æðislegt hvað heilsan er góð fyrir utan gliðnunina. Sef vel eins og er, enginn bjúgur, blóðþrýstingurinn frábær, járnið gott. Sennilega væri ég alltaf ólétt ef ég væri ekki með gliðnunina, sem er kannski bara blessun. Eina jákvæða sem ég sé við gliðnunina, er að það er talað um að konur sem fá hana, eigi auðveldara með að fæða börn. Það er jákvæði punkturinn sem ég horfi alltaf á þegar ég er mjög slæm.
kv. Elsa 34 vikur
Mér finnst líka æðislegt hvað heilsan er góð fyrir utan gliðnunina. Sef vel eins og er, enginn bjúgur, blóðþrýstingurinn frábær, járnið gott. Sennilega væri ég alltaf ólétt ef ég væri ekki með gliðnunina, sem er kannski bara blessun. Eina jákvæða sem ég sé við gliðnunina, er að það er talað um að konur sem fá hana, eigi auðveldara með að fæða börn. Það er jákvæði punkturinn sem ég horfi alltaf á þegar ég er mjög slæm.
kv. Elsa 34 vikur

