Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna
Stórlaxarnir í Tröllakór urðu að litlum skrautfiskum í búri í gær. Dagurinn í gær var vægast sagt ekki góður við okkur. Vegna smá tæknilegra örðuleika, sem ég ætla ekki að tíunda hér, þá breyttist íbúðin á örskotsstundu í fiskabúr. 70% gólfflatarins var á floti í vatni. Sem betur fer var Arnar heima, en hann var einn með Ara og gat því ekki verið eins snöggur að ganga í málin. Ég lét skutla mér heim úr vinnunni, og þá var allt á floti. Lísa kom með og við hófumst handa við að þurrka gólf. Þrátt fyrir að vera ótryggð, komu sjóvámenn með sugu, viftur og þurrkara. Já það er rétt "ótryggð", og svo ekki nóg með það varð tjón á íbúðinni fyrir neðan. Við erum með allar tryggingar í heimi, nema húseigendatryggingar. Reyndar gæti þetta reddast. Skemmdirnar koma svo betur í ljós á næstu dögum. Krossum puttana að parketið, sem við lukum við að leggja á sunnudag, verði ekki mikið skemmt. Vonum að við þurfum ekki að rífa það upp.
Ég þoli samt ekki hvað manni líður skítlega útaf dauðum hlutum. Maður veit að þetta reddast, en samt er þetta svo mikið sjokk. Við vorum svo nálægt því að fara að koma okkur fyrir, en núna er heimilið eins og kjarnorkusprengju hafi verið hent hér inn. Ekki lagar ástandið, að það var allt í drasli fyrir og kassar út um allt. Erfiðasti hlutinn er svo fjárhagurinn. Þetta gerðist í gær. Einnig var bíllinn að koma úr viðgerð, og viðgerðin kostaði mange penge, og svo þingilýsing og stimpilgjöld á mánudag. Já við erum alveg komin í spennitreyju núna. En eins og vanalega þá hlýtur þetta að reddast ekki satt?
Æ það er ekki gaman að byrja svona í fyrstu íbúðinni sinni, en maður lærir af reynslunni ekki satt? Einhverntíma þurfa slæmu hlutirnir í lífinu að gerast, gott meðan þetta er svona léttvæglegt. Hefði samt verið fínt að eiga meiri sparnað. Ótrúlegt hvað maður verður bjartsýnni með hverri mínútinnu sem líður. Hefði ég skrifað fyrr í dag, þá hefði talvan drukknað í tárum. Vona bara að við komum heimilinu í ásættanlegt horf í dag.
kv. Elsa gullfiskur
Ég þoli samt ekki hvað manni líður skítlega útaf dauðum hlutum. Maður veit að þetta reddast, en samt er þetta svo mikið sjokk. Við vorum svo nálægt því að fara að koma okkur fyrir, en núna er heimilið eins og kjarnorkusprengju hafi verið hent hér inn. Ekki lagar ástandið, að það var allt í drasli fyrir og kassar út um allt. Erfiðasti hlutinn er svo fjárhagurinn. Þetta gerðist í gær. Einnig var bíllinn að koma úr viðgerð, og viðgerðin kostaði mange penge, og svo þingilýsing og stimpilgjöld á mánudag. Já við erum alveg komin í spennitreyju núna. En eins og vanalega þá hlýtur þetta að reddast ekki satt?
Æ það er ekki gaman að byrja svona í fyrstu íbúðinni sinni, en maður lærir af reynslunni ekki satt? Einhverntíma þurfa slæmu hlutirnir í lífinu að gerast, gott meðan þetta er svona léttvæglegt. Hefði samt verið fínt að eiga meiri sparnað. Ótrúlegt hvað maður verður bjartsýnni með hverri mínútinnu sem líður. Hefði ég skrifað fyrr í dag, þá hefði talvan drukknað í tárum. Vona bara að við komum heimilinu í ásættanlegt horf í dag.
kv. Elsa gullfiskur

