Konurugl

Thursday, September 27, 2007

Aukin lífsgæði

Það er ótrúlegt hvað nýja íbúðin er að auka lífsgæðin hjá okkur og standardinn. Við höfum aldrei haft skáp í forstofu, nú fáum við stóran skáp í forstofu. Við höfuð aldrei verið með barnaherbergi, en nú fáum við tvö. Ari fær skáp fyrir fötin sín. Við erum að fá uppþvottavél og nýjan stóran ísskáp (okkar er 150 cm, getum bætt heilum 40 cm við okkur). Höfum hingað til þurft að vaska upp og reyna að nýta ísskápinn eins vel og við getum. Við getum fengið okkur frysti, sem getur reynst notadrjúgur þegar maður vill kaupa ódýran mat. Við eignumst okkar eigið þvottaherbergi og eigin geymslu. Og svo spillir ekki að við getum verið með þurrkara, en hingað til hefur stofan eða svefnherbergið verið undirlögð í þvottagrindum. Það er ótrúlegt að allt þetta verður hluti af okkar lífsstandard eftir rúmlega viku. Og það besta við þetta, að það er allt nýtt, enginn skýtur frá fyrrverandi eigendum. Þetta verður bara okkar skítur :-)

Thursday, September 20, 2007

16. vika

Ógleðin er að hverfa, lætur stundum á sér kræla, en oftast ekkert alvarlegt. Ég er farin að skilgreina þetta sem mánudagsógleði. Æli yfirleitt á mánudögum. Orkan er líka búin að aukast, sem betur fer. Get verið í vinnunni án þess að vera alveg að sofna við tölvuskjáinn.

Ég er líka farin að finna hreyfingar. Þær eru orðnar það raunverulegar að ég ruglast nánast ekkert á þeim og meltingunni. Í gær vaknaði ég með litla kúlu hægra megin. Barnið reyndi eins og það gat að troða sér til hægri, og svo allan morguninn var það að reyna að uppgötva nýja staði og stellingar.

Það er farið að sjást á mér, segja þeir allavega sem vita. Mér finnst líka verið að sjást á mér, en örugglega margir sem eru í vafa um hvort þeir ættu nokkuð að spurja dónalegrar spurningar :-)

Tröllakór er að verða raunverulegt. Fyrsta fólkið er að flytja inn í dag. Við afþökkuðum að þrífa sjálf, þannig að við ættum að fá afhent á morgun eða hinn, skv. plani. Þetta er að bresta á. Hlakka til að sjá íbúðina tilbúna án gólfefna :-) Við ætlum svo að taka 2-3 vikur í þetta. Fer soldið eftir vinnuálaginu hjá Arnari.

kv. Elsa tröllskessa

Sunday, September 16, 2007

Vinkonur að eilífiu

Ég ætla að hætta mér út á mjög hála braut núna, sem ég vona að endi ekki með vinkvennaslitum. Þetta er bara orðin of heit umræða í gamla vinkvennahópnum.

Í GME (gleym-mérei) klúbbnum eru vinkonur frá í fjölbrautaskóla. Við áttum margt sameiginlegt á þeim tíma, þegar lífið snerist um djamm og slúður. Okkur leið öllum vel saman í frímínútunum. Við erum þó margar hverjar ólíkar og með ólíkan bakgrunn. Það sem tengdi okkur svo órjúfanlegum böndum var Krissa.

Þegar ég var sem óþekkust og lét sem minnst sjá mig heima, fékk ég oft skammarræðu frá mömmu um að fjölskyldan skipti meira máli en vinirnir. Fjölskyldan myndi alltaf vera til staðar, en æskuvinirnir myndu hverfa úr lífi manns, því þeir vaxa frá manni, leita á önnur mið. Það var reynsla mömmu. Allar hennar vinkonur hurfu úr hennar lífi. Enda var hún ung mamma, og var farin að gera aðra hluti.

Við vinkonurnar erum ótrúlega heppnar að eiga hvora aðra að. En eins og ein hefur bent á þá er margar hverjar manneskjur sem maður myndi líklega ekki kynnast í dag, ef maður þekkti þær ekkert. Ég held að ef ég og Þórey myndum hittast fyrst í dag, ég efast um að við myndum fíla hvora aðra við fyrstu kynni. Og ég fengi líklega ekkert fá tækifæri til að kynnast Bexinu. En ég á þennan fjársjóð núna, ég er svo heppin að hafa kynnst þeim snemma. Og ég myndi aldrei í lífinu vilja skipta þeim út fyrir eitthvað annað.

Ég á nýja vini í dag. En samskipt við þær eru oft yfirborðskenndari. Maður reynir að vera fullkominn í þeirra augum og hleypur þeim ekki inn í neikvæðuhliðarnar sínar. Gömlu vinkonurnar vita að ég er löt, sóði, einfari, og allt þetta neikvæða sem ég vona að þessar nýju komast ekki að. Jæja ok þetta er komið á opinn vef. Og hafa örugglega slúðrað um marga aðra neikvæða hluti í mínu fari, því þannig er það bara.

Bexið er mín elsta og kærasta vinkona og ég elska hana út af lífinu.
Ég kynntist Gullu í 6 ára bekk, og hún er sú vinkona sem ég á sennilega mest sameiginlegt með í dag, og mér þykir rosalega vænt um hana.
Lindu fékk ég svo að kynnast fljótlega í barnaskóla. Við prökkuruðumst saman og skemmtum okkur ævinlega vel saman. Það er mjög gott að eiga hana að. Hún er hluti af lífi mínu, sem ég er ekki tilbúin til að skilja við.
Þórey og ég náðum strax mjög vel saman sem unglingar. Líf okkar hafa þróast á mjög ólíka vegu. Ég gæti ekki lifað án hennar, hún er mesti trúnaðarmaðurinn minn í dag.
Dagrún, Solla, Magga, Sigrún, Hulla glæða líf mitt hver á sinn einstaka hátt. Þær eru allar perlur, sem ég vil ekki tína úr festinni minni.
Línu þekki ég ekki nógu vel í dag, enda hittum við hana of sjaldan. En við áttum góðar stundir í den sem ég mun alltaf varðveita í von um að fá að kynnast henni aftur.

Ég myndi pottþétt ekki velja mér þessar vinkonur í dag, en ég myndi þá ekki vita hvað ég væri að missa af miklu. Ég er svo ánægð að þið hafið ekki horfið úr lífi mínu, því þið eruð hluti af því. Ég vona að við verðum vinkonur að eilífu. Hittumst á elliheimilinu elsku kellur.

Tuesday, September 11, 2007

Lyftusamræður eftir húsfund

Kona: Eigið þið börn?
Ég: Já, við eigum 2 börn.
Arnar: Ha nei við eigum ekki tvö börn.
Ég: Já, nei við eigum bara eitt.
Hugs.
Ég: En það er eitt á leiðinni.

Ég er sko orðinn 2ja barna móðir í huganum.

Thursday, September 06, 2007

Nálastunga 2, mæðraskoðun 1, sónar 1

Ég fór í nálastungu hjá Jónínu á þriðjudag. Það var virkilega notarlegt að koma til hennar. Spjölluðum og spjölluðum. Ég fann aftur til eymsla eftir tíman, en ekki eins lengi og síðast. Ég hef ekkert fundið til í grindinni, og engin ógleði í gær, og varla í dag heldur. Ég var næstum farin að æla í gær þegar ég tók kúk hjá Ara, því hann vill alltaf skoða og dást af stykkjunum sínum. Og svo kúgaðist ég í morgun, því Ari vildi sjá horið sitt í pappírnum. Yndislegt að eiga börn.

Í gær mættum við svo í mæðraskoðunina hjá Maggý. Hún var ánægð að sjá okkur aftur. Ég var heldur lág í járni, þarf að bæta mig þar. Svo var allt annað í fína standi. Ég er greinilega ekki komin úr æfingu í að pissa í glas. Hjartslátturinn heyrðist ekki, en það gerði það heldur ekki í fyrstu skoðun hjá Ara. Það liggur eitthvað voða djúpt á þessu legi mínu.

Í dag var svo sónar. Það var pínu léttir að sjá að það væri barn í maganum. Litla krílið var sko enginn letipúki eins og bróðurinn. Það var á fullu, veifandi, sparkandi, gapandi, voða gaman. Allir útlimir og innifli til staðar. Og hnakkaþykktin var fín. Okkur var flýtt til 9. mars. Á samt erfitt með að trúa þeirri mælingu. En held mig samt við það, þar sem heilbrigðiskerfið mun halda sig við það þar til annað kemur í ljós. Er því komin 13 v og 4 daga.

smús,
Elsa og marsbúinn

Monday, September 03, 2007

Tröllakór

Ég og Arnar fórum í skemmtilega ferð í hádeginu á föstudag. Við kíktum á íbúðina okkar. Það var loksins búið að flísaleggja, baðinnréttingin var komin og búið að setja baðkarið inn. Já og svo var komin lyftuhurð fyrir lyftuopið, og mótor, spurning hvort lyftan var ekki bara líka komin. Það á eftir að setja handrið á svalir, og stigaganga. Og klára að setja hurðir og bekki á innréttingar. Svo er rafmagnið óklárað og vantar enn klósett. Fengum svo loks dagsetningu á áætluðum afhendingatíma. 21-22. sept. Já, konur og karlar (ef einhverjir lesa þetta), það styttist óðum í þetta. Loksins loksins. Enda er ég mikið að pæla í að fara bara að pakka.

kv. Elsa tröllakona

Saturday, September 01, 2007

Nálastungin

Á fimmtudaginn mætti ég í tíma á vegum 9 mánaða, þar sem var verið að kenna ljósmæðrum nálastungu. Ég var sýnikennslan. Þegar ég mætti sagði ég við kennaran í góðlátlegu gríni, hvort þær gætu ekki lagað ógleðina líka. Ég held að ég hafi aldrei séð neina manneskju gleðjast eins mikið yfir ógleði minni. Ógleðikonan komst ekki sökum of mikillar ógleði. Ég var svo spurð spjörunum úr af nemum og kennurum. Ég fékk að lokum nokkrar nálar fyrir grindarverkjunum og ógleðinni. Það var reyndar skrítið að hafa svona margar ljósmæður í kringum sig, þær voru allar tilbúnar til að hjúkra mér. Ég fékk svo að vita að eftir fyrsta skiptið gæti verkirnir versnað. Ég fékk svo eina ljósmóður í Glæsibæ sem mun halda áfram með mig.

Ég var mjög slæm í grindinni um kvöldið, en fann ekki fyrir neinum verkjum daginn eftir. En ógleðin var enn til staðar. Sennilega er besta ráðið, eins og sú sænska benti á, að sofa meira. 11-12 tíma ef þarf. Það er víst besta lækningin við ógleði.

Í gær fékk ég svo að vita kynið á ófæddu barni mínu :-) Já soldið snemmt, en svona er að þekkja fólk sem sér og getur lesið í árur.

Fyrir ákkúrat 3 árum lá ég á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Ég var líklega með 9 í útvíkkun, og Arnar mættur, og belgurinn sprengdur. Ótrúlegt.

Á morgun á litli prins afmæli. Vegna of mikillar þreytu verður bara fjölskyldu boðið í þetta skiptið. Ari er ekkert smá spenntur. Bíður spenntur eftir súkkulaðiköku og pakka. Honum er alveg sama hvað hann fær, vill bara pakka. Helst óskin hans er samt sími. Honum finnst eðlilegt fyrst pabbi á síma og mamma á síma, þá verði Ari líka að eiga síma.