Konurugl

Saturday, April 26, 2008

Sigurást Júlía

Í dag var krilla skírð og fékk hún nafnið Sigurást Júlía. Athöfnin var yndisleg og var skírnin hérna heima hjá okkur. Við fengum best prest landsins Ólaf Jóhann Borgþórsson, en við erum alvarlega að pæla í að láta gifta okkur aftur og fá hann til verksins :-) Við erum virkilega ánægð með daginn. Veislan heppnaðist vel, en við sitjum samt uppi með allt of mikla afganga. Eina leiðinlega við að halda svona veislu er að ég náði að tala við allt of fáa. Sérstaklega leiðinlegt þegar maður hittir suma sjaldan. En það er alltaf gaman að hitta fólk og fá að deila með þeim jafn fallegum degi.

Sigurást Júlía er skírð í höfuðið á langömmu sinni og Júlíu nafnið er út í bláinn. Veit ekki samt hvort hún sé sátt, því hún hágrét alla athöfnina :-(

Wednesday, April 23, 2008

Bad-hair-day

Við vorum að koma af Barnaspítala hringsins, en Krilla þurfti aðeins að koma við á bráðadeildinni. Já ég held að hún hafi átt furðulegasta vandamál dagsins. Starfsfólkið hefur líklega eitthvað um að ræða á kaffistofunni núna :-)

Í morgun hágrét stúlkan af sársauka, þegar ég færði mig nær henni í rúminu til að gefa henni. Hún hafði líka eitthvað kveinkað sér þegar ég var að klæða hana í náttföt í gærkvöldi. Ég ákvað því að skoða fæturnar á henni, því kannski hafði ég hugsanlega getað hafa einhvernveginn brotið tá, datt mér í hug. Og jú svei, svei, þarna blasti við mér þreföld, stokkbólgin tá. Ég dreif mig inn í stofu til að skoða þetta betur, svo ég myndi ekki vekja hina tvo. Lét Arnar reyndar vita að hún væri hugsanlega með brotna tá. Þegar fram var komið, kom soldið annað og furðulegra í ljós. Utan um tána hafði vafist nokkra hringi mitt fíngerða hár, og táin orðinn allverulega bjúguð út af því. Og ekki séns að ná hárinu af. Mömmuhjartað varð soldið lítið, að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr.

Um leið og hægt var að fara með Ara í leikskólan drifum við okkur upp á Barnaspítala, til að láta kippa þessu í liðinn. En ferðin varð soldið mikið lengri en við vorum búin að sjá fyrir okkur. Fyrst kom ein hjúkka og skoðaði og náði í tvo lækna. Þau voru furðulostin og náðu í annan lækni. Og þá vöknuðu upp spurningarnar hvað, hvernig, hvenær? Hvernig í ósköpunum náði hár að vefjast utan um tánna. Næsta á dagskrá var að sækja skurðlækni :-( Þetta var orðið heljarinnar aðgerð útaf einu litlu hári. Skurðlæknirinn náði eitthveru, en ekki víst að allt hafi farið. Við þurftum að bíða svo í rúma 3 tíma, til að athuga hvort þetta myndi breytast eitthvað. Þannig að stutta ferðin okkar varð ansi löng. Táin er enn stokkbólgin og eigum við að koma aftur í fyrramálið upp á skurðdeild. Við vonum bara allt hið besta.

kv. Elsa og litla tásla

Friday, April 11, 2008

Og enn blogga ég um litlu dömuna

Úff hvað þetta er að verða skemmtilegt blogg :-)

Skírnarmálin eru komin á hreint. Litlan verður skírð hérna heima laugardaginn 26. apríl kl. 16. Óli mun skíra hana. Æ, á maður kannski að segja séra Ólafur? Hlakka mikið til að fá hann og að gefa dömunni nafn.

Í dag mældist Krilla 4.000 gr. slétt :-) Hjúkkan er mjög ánægð með hana og finnst hún vera rosalega dugleg að halda haus og sprikla og brosa. Fannst hún vera fljót til. Hún er meiraðsegja farin að hlæja, en henni finnst screen gardínurnar í stofunni mjög fyndnar, já og svo hlær hún stundum að gardínunum í svefnherberginu. Hún getur dáðst að þeim tímunum saman. En auðvitað er mamma fyndnust, svo er pabbi pínu fyndinn. Hún fylgist líka vel með, og fylgir manni eftir með augunum.

Dramað hefur minnkað mikið og er hægt að skipta á henni án þess að sérsveitin sé kölluð út. Nú liggur hún bara sallaróleg og skoðar heiminn. Nema kannski þegar hún er svöng. Hún er reyndar fljót að öskra á mann ef henni er misboðið, en er fljót að ná sér.


Það er ekki laust við að maður sé soldið þreyttari en þegar maður var með Ara Þröst. Ari vaknar kl. 7 á morgnana, og þegar hann er að fara í leikskólan, þá vaknar daman, þannig að maður nær ekkert að bæta upp svefnlitlar nætur út. Svo sefur hún voða lítið á daginn. Virðist helst bara vilja sofa með okkur foreldrunum upp í rúmi á daginn. En á næturnar eru hún alveg sátt við vögguna.

Næturnar eru reyndar mjög mismunandi. Í nótt svaf hún mikið. Fyrsti lúr 5 klst (sem telst skv. fræðigreininni að sofa alla nóttina) og svo 2 tíma. En mest alla vikuna hefur hún vaknað á 3 klst fresti.

kv. Elsa

Friday, April 04, 2008

3ja vikna

Nú eru þrjár vikur síðan Krillan okkar fæddist. Mér finnst hún búin að stækka mjög mikið, og staðfesti hjúkkan það í dag. Hún þyngdist næstum um 500 gr. síðan á föstudag. Algjör bolla :-) Það er allavega ein manneskja á heimilinu með feitari læri en ég... hlutfallslega.

Annars er bara allt rólegt hér. Ari Þröstur er aðeins farinn að sýna smá afbrýðisemi. En hún felst aðalega í því að hann sækir mikið í mig. Hann vill að ég sæki sig í leikskólan og svona ýmislegt sem ég ein má gera. En þess á milli er hann erfiður við mig og hlíðir engu sem ég segi.

Oh hvað það var gott að klára skattaskýrsluna. Ótrúlegt hvað maður getur frestað þessu alltaf, og svo þegar maður byrjar, þá er þetta ekkert mál. Hélt að þetta yrði heljarinnar mál, fyrst við vorum að kaupa íbúð og svona. But... no. Var eins auðvelt og að drekka vatn. En hverjum datt í hug að eignast barn í svona leiðinlegum mánuði. Skattskýrslumánuði.

Næsta mál á dagskrá er að ákveða skírnina. Við eigum alltaf svo erfitt með að ákveða prest. Mig langar til að fá Óla í Seljakirkju, en svo er spurning hvort maður ætti að fá sinn sóknaprest. Svo er spurning hvort við getum haldið þetta heima, en svona fjölskylduboð með bara nánustu er yfir 30 manns.

jæja verð að hætta,
kv. Elsa

kv. Elsa