Konurugl

Sunday, December 30, 2007

2007 hjá Tröllakórsfjölskyldunni

Þetta ár hófst rólega í Brekkuselinu. Upphaf árs einkenndist af brúðkaupsundirbúningsstressi. En skv. öllum leiðarvísum þá vorum við orðin allt of sein að öllu. Hugmyndir í upphafi árs voru mjög hógværar. Heimatilbúinn matur, blár kjóll, tölvutónlist og félagsheimilið Fannahlíð.

Stressið bar hógværðina yfirliði, og var ákveðið að kíkja í brúðarleigur til að sjá hvort maður gæti sætt sig við eitt hvítt stykki. Ég fann þar mjög hógværan kjól, en samt hvítan. En valið stóð á milli hans og annars sem var ekki svo mikið látlaus.Heimatilbúni maturinn breyttist svo í grillveisluþjónustu. Við fundum hestvagn sem átti að bera brúðina í kirkju. Allt var þetta að smellla.

Í maí fengum við loksins já frá eigendum Skessubrunns. Án þess að vera búin að skoða, tókum við hann fram yfir hinn látlausa sal Fannahlíðar.

Í júni fékk maður svo að kenna á því, og var gæsin gripin og klædd upp í viðeigandi. Jú gæsapartíið var fámennt en góðmennt. Og var stuð en hæfileg rólegheit allan daginn. Kallinn fékk svo sitt viðeigandi partí í kjölfarið. En það einkenndist af aðeins meiri látum, en allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.

Þetta endaði svo allt í flottheitum 21. júlí 2007. Látlausi kjóllinn vékk fyrir hinum íburðameiri. Og blómin sem áttu ekki að fylgja voru komin í hendurnar. Hestvagninn breyttist í bens. Tölvan breyttist í hljómsveit. Útibrúðkaupið endaði inni í steikjandi hita og raka. Þetta var besti dagur lífs okkar beggja. Allt gekk upp sem átti að ganga upp, hitt mun bara gleymast með tímanum :-)

Árið einkenndist af stórafmælum.Í febrúar var loksins haldið upp á 50 ára afmæli mömmu, daginn fyrir 51 árs afmælið. Við náðum að gabba hana upp úr skónum og hélt hún að hún væri að fara út að borða með stelpunum, en endaði heima hjá sér þar sem karlpeningurinn var búinn að elda smá. Svo héldu vinkonurnar hver í kappi við aðra upp á 30 ára afmælin sín. Ég varð sjálf 30 ára, og fékk ég stærstu og óvæntustu afmælisgjöf, sem ég hefði getað ímyndað mér. Limmó, dekur, þyrla og hótel út í sveit með draumaprinsinum. Gæti ekki hafa verið betri leið til að verja afmælisdeginum.Pabbi gamli varð svo 60 ára í september, sem var auðvitað haldið með pompi og prakt. Gaman að hitta fullt af fólki sem maður hefur ekki séð lengi.

Litli brósi og Lilja giftu sig svo í september. Brúðkaup þeirra var alveg einstakt, alveg eins og þeim er einum lagið.

Í júlí kom í ljós að lítið kríli var að hreiðra um sig í vömbinni minni. Alveg planað reyndar, en kom reyndar undir á æfingartímabili, sem var reyndar ekkert verra. Spilaði bara pínu inn í brúðkaupið.

Við fengum svo afhenta langþráða íbúð í Tröllakór í september. Stóri strákurinn lagðist á 4 fætur og lagði gólfefnin, meðan húsfrúin beið spennt heima. Parketið mjakaðist áfram, en að lokum var flutt inn. Í rólegheitunum komum við okkur fyrir, og kláruðum að lokum parketið. Daginn eftir var ákveðið að halda sundlaugapartí á hæðinni, en það stóð hvergi á leiðbeiningum að parketið væri ekki vatnshelt. Sem betur fer fór betur en leit út í fyrstu.

Ég fór í nýtt starf hjá Glitni eftir sumarfrí. En óléttan er ekkert búin að vera auðvelda það starf mikið. Ég hef því miður ekki nýst eins vel og skyldi. Heilsan var frekar slæm til að byrja með, en með hjálp nálastungu, er ég miklu betri en ég var.

Af Ara Þresti er kannski ekki mikið að frétta. Hann fékk hlaupabóluna í maí. Það var ekki tekið út með sældinni. Hann fékk ekki mikla athygli á þessu ári, enda foreldrarnir uppteknir í lífsgæðakapphlaupi. En hann tók út alveg gríðarlega mikinn félagslegan þroska og fékk eigið herbergi. Svo núna fyrir jól hætti hann í leikskólanum sínum Hálsakoti.

Hafið það gott 2008, ég veit allavega að ég hlakka mikið til.

kv. Elsa 30v

Thursday, December 20, 2007

Jóla jól, jóla jól, jólaleg jól

Jæja þetta er sko allt að gerast. Búin að skrifa 70 jólakort. Við pökkuðum inn 20 gjöfum í gær. Eigum eftir að kaupa 3. Ætli við reynum ekki líka að redda einhverjum kveðjugjöfum handa leikskólakennurm hans Ara. Síðasti dagurinn hans í Hálsakoti á morgun. Hann skilur þetta takmarkað, en hlakkar til að fá að fara í Baug. Honum finnst flott leiktækin á lóðinni.

Stressið felst kannski aðalega í því að við ætlum að reyna að hafa allt tilbúið á laugardagskvöld og taka því rólega á þorrlák, kíkja í sveitina og svona.

Fékk jólafíling við að fá jólakveðju frá starfsmannafélaginu. He he. Hugsaði fyrst, oh nú fer allur þessi póstur að detta inn. Útibúin og allir að senda kveðju á alla. Svo allt í einu kom svona jólaflashback, og búmm, fann lyktina af jólunum. Já það verður bara gaman að liggja á delete takkanum í dag og morgun, og svo er komið frí. Hætti snemma á morgun, og förum í árlegu Fjarðarkaupverslunarleiðangur. Svo eru það bara tiltekt og þrif og kannski reynt að skreyta pínu, en ég hef bara ekki haft tíma til að setja upp þær seríur sem ég ætlaði.

kveðja,
Elsa jólasveinka

Monday, December 17, 2007

Jólahelgin

Hjá okkur var mjög jólaleg helgi. Á laugardagsmorgun mættum við í vinnuna hans Arnars með drenginn á jólaskemmtun. Fengum heitt kakó og rúnstykki, og svo kom náttúrulega jólasveinn sem gaf nammi. Eftir hádegi fórum við á jólahlaðborð í húsdýragarðinum með "saumaklúbbnum" mínum. Þar voru grýla og 1 jólasveinn sem að voru gestgjafar. Maturinn var miklu betri en maður þorði að vona. Og svo fóru grýla og jólasveinninn og milli allra og töluðu við alla. Ari var náttúrulega mjög hræddur við Grýlu, enda foreldrarnir aðeins búin að nota hana í neyð. Hann horfði bara undan og hristi höfuðið þegar hún talaði við hann. En jólasveinninn var annað mál. Hann svaraði honum alveg og svo var hann ótrúlega ánægður með að jólasveinninn benti honum á að þeir væru með eins húfu.

Ari fékk reyndar fyrstu martröðina sína þessa nótt. En við höfðum heimsótt nokkur dýr í garðinum. En hann vaknaði upp og var dauðhræddur við öll svínin sem voru inni hjá okkur. Já hann hefur fengið svínafóbíuna mína í vöggugjöf.

Í gær var svo farið á jólaball Glitnis. Við fórum bara tvö í þetta skiptið. En gasalega voru jólasveinarnir kunnulegir, ég er alveg viss um að þeir séu eitthvað skildir strákunum í Hraun. Þarna var þvílík stemmning og miklu betri stjórn heldur en í fyrra. Stígur úr stundinni okkar mætti, hérastubbur og Mikki refur tóku smá atriði. Svo er náttúrulega ekkert jólaball hjá Glitni án Georgs. Ari var hæstánægður með þetta. Hann fékk svo í lokinn smá nammi+heilsunammi og rassasnjóþotu.

Ég og Arnar fórum svo á Frostrósatónleika í gærkvöld til að reyna að komast í jólagírinn. Við fengum æðisleg sæti. Tónleikarnir voru æðislegir, en náðu ekki að kveikja neistan hjá mér en Krilla skemmti sér mjög vel.

Ég er algjörlega snauð af tilhlökkun til jólanna. Ég er með nokkrar kenningar.

-Óléttan, ég er farin að hugsa svo langt fram yfir jólin, og hvað ég ætla að gera eftir jól. Auk þess er ég frekar orkulaus eftir vinnu, þannig að kvöldin nýtast lítið sem ekkert.
-Eyrnabólgan. Ég hef alltaf hlakkað mest til aðventunar, en ég er búin að vera með í eyrunum meira og minna núna. Er enn með hellur og gröft í gamla eyranu. Þannig að helgarnar hafa nýst illa.
-Ég á eftir að gera allt. Rétt búin með helminginn af jólakortunum, en þau verða 70 talsins þetta árið, sem er miklu meira en áður. Er búin að kaupa 1 jólagjöf. Kannski kemst maður í stuð um leið og maður er farinn að pakka inn gjöfum.
-jólin eru bara svo rosalega fljót alltaf að líða, að mig er strax farið að kvíða fyrir að þau verða búin. Verð alltaf svo leið eftir nýársdag, því þá er þetta bara búið og heilt ár í næstu jól.

Ég ætla að vera í fríi á morgun, og taka jólagjafamaraþon. Ef þetta kemur ekki á morgun, þá segi ég jólunum upp. Ég verð í næstum 2ja vikna fríi, ég ættu nú að geta allavega orðið spennt fyrir því?

kv. Elsa 28 vikur

Friday, December 07, 2007

Krilla (ath. nýtt vinnuheiti :-)



Jæja við skelltum okkur í jólamyndatöku með þá minnstu í dag. Gleymdum jólasveinahúfunni og öllu heima. Hún var reyndar frekar feimin og vildi bara hafa hendurnar í andlitinu, og saug þær af áfergju. Svo var naflastrengurinn líka að þvælast fyrir. En þarna lá hún og kúrði sig upp við fylgjuna. Okkur foreldrunum þótti hún bara lík bróður sínum.

Ég fór í mæðraskoðun á miðvikudag, þar sem allt leit þrusuvel út. Ég er með miklu betri blóðþrýsting en ég var með á síðustu meðgöngu, ég er nokkrum kílóum léttari. Er búin að bæta á mig 2,5 kíló. Járnið leit vel út. Krilla fékk hiksta þegar Maggý var að mæla hjartsláttinn. Gaman þegar einhver annar uppgötvar hikstan, en maður sjálfur.

Eyrað mitt er eitthvað ekki alveg í besta standi. Kláraði kúrinn minn á þriðjudag, og mætti svo til heimilislæknisins á fimmtudag. Hann var aldrei þessu vant hrikalega almennilegur, svo almennilegur að ég varð bara smeik. Hann setti mig í þrýstimæli. En hlustin virðist vera gróinn, en hann hafði áhyggjur af öllum greftrinum. Svo ég fékk nýjan tíma í janúar. Og á leiðinni út sagði hann mér að hringja í sig um leið og ég hefði einhverjar áhyggjur. Mjög uppörvandi.

Mig langar svo að fara að losna við hellurnar. Þetta er alveg skelfilegt. Í matsalnum heyri ég varla stakkt orð, nema að einbeita mér virkilega að þeirri manneskju. Mér finnst erfitt að vera í skvaldri í búðum, ef ég þarf að versla eitthvað.

Grindin er búin að vera mjög fín. Eitthvað samt að slappast núna. En ég komst ekkert í nálastungu í síðustu viku út af eyrunum, og því miður ekki auðvelt að komast að í jólaamstrinu. En ég fékk tíma næsta fimmtudag. Vonandi bjargar það jólunum.

kv. Elsa og jólakrilla