Konurugl

Friday, November 30, 2007

Eyrnabólga!!!!!

Nýjast nýtt í óléttusögu minni er eyrnabólga. Já he, he alveg eins og litlu börnin. Byrjaði að finna verki á mánudag, og um kvöldið voru þeir orðnir óbærilegir. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu, þá leitaði ég að upplýsingum á netinu. Ég sofnaði svo sæl, loksnins eftir heitan bakstur við eyrað og paratabs. Svo byrjaði að blæða. Ég komst að á læknavakt á þriðjudag. Ég þurfti reyndar að taka Ara með mér þar sem Arnar var erlendis. Læknirinn skrifaði upp á pensilín, en gafst upp á að finna dropa handa mér, þar sem Ari "þóttist" vilja pissa. En honum langaði svo að þvo sér um hendurnar þegar hann sá vaskana hjá lækninum. Þegar á klóstið var komið, var náttúrulega ekkert piss.

Ég var voða sæl með pensilínið. En síðan er búið að vera að blæða og blæða og blæða. Alltaf þegar ég held að það sé hætt að blæða byrjar það aftur. Tók mér frí á miðvikudag, var með smá hita, er reyndar enn með kommur. Og mætti svo aftur til leiks í gær, enda fannst mér asnalegt að vera í fríi vegna eyrnabólgu. Hefði alveg mátt láta það vera að mæta, því ég var svo slæm í gærkvöldi og nótt. Og nú á ég erfitt með að borða út af bólgu. GRENJ. Jæja, vonandi nennti einhver að hlusta á vælið mitt.

Aðal djammið í vinnunni er svo í kvöld og mig langar svoooo að fara, veit ekki hvað ég á að gera.

kv. Elsa eyrnabólga

Sunday, November 25, 2007

Rúm til sölu


Kannski er einhver sem ég þekki sem þarf rúm fyrir börnin sín. Við erum með til sölu Flexa rúm. Þau fást í Húsgagnaheimilinu og Húsgagnahöllinni. Ótal möguleikar til að breyta, hækka, og nota jafnvel sem unglingarúm, eða koju.


Rúmið er 110 cm á breidd, 210 cm á lengd og 67 cm á hæð. Gætum örugglega geymt rúmið fyrir fólk sem við þekkjum :-) Erum mjög sveigjanleg í samningum fyrir gott fólk :-)


Sunday, November 18, 2007

24 vikur

Ég er að passa mig að verða ekki stressuð, en mér finnst ég ekki komast yfir neitt þessa dagana. Ég er með rosalega langan lista yfir það sem ég þarf að gera, og klára svo lítið. Tíminn minn nýtist svo illa þessa dagana. Maður er alltaf svo þreyttur eftir vinnu, og svo fara helgarnar í að skamma Ara og reyna að ala hann upp. Hann er svo erfiður þessa dagana. Ég held reyndar að honum vanti bara athygli. Ég held að hann þarfnist líka að vera meira heima. Það eru alltaf átök að koma honum út úr húsi, sama hverju við lofum honum. Svo er þvílíkt bakslag í kúkamálum, sem við verðum að taka á. Hann kúkaði örugglega 5 sinnum á sig í gær. En bara alltaf smá, hann vill greinilega ekki kúka. Stærsti kúkurinn kom þegar við gáfumst upp og létum hann í bleiju. Arinn byrjaði að rembast og svo heyrðist "heyrðu ég er að kúka í bleijuna" voða sæll, ekkert vesen.

Næsta mál á dagskrá er að selja rúmið hans Ara Þrastar. Ætla að þrífa það í dag og taka mynd og reyna að selja. Getum þá allavega tekið það í sundur og sett það niður í geymslu og klárað herbergið. Svo verðum við að fara að klára gardínumál. Það er mikill kostur að búa svona á efst hæð, en þegar sólin er lágt á lofti og byrjar að gægjast inn um hádegisbil, þá er ólíft hérna. Við eigum reyndar bara eftir að hengja upp gardínur í svefnherberginu, og skella okkur í eina búð og kaupa í stofuna.

Mig langar svo að byrja að baka jólakökur, en dagurinn er bara svo stuttur eitthvað. Vona bara að ég verði orkumeiri í dag. Verð allavega að ná að gera einn mjög sérstakan kjúklingarétt. Mig langar svo að fara að setja upp seríur. Bara tvær vikur í að það verði "leifilegt".

Nálastungurnar eru sennilega að virka, eða þá það að ég vann bara 3 daga í viku í 3 vikur. Ætlaði að fara að lofsama nálastungurnar, en miðað við hvað ég var slæm í gær, þá býst ég ekki við neinu kraftaverki strax. En aftur á móti þá er ég búin að þrauka ótrúlega vel miðað við hvað þetta kom snemma. Ég er gengin 24 vikur og er enn að vinna. Margar grindarkonur sem hætta um þetta leiti. Ef ég versna í næstu viku, þá fer ég líklega í 50% starf. Ég er svona næstum farin að sjá vonarglætu, að ég geti unnið eins lengi og ég vil. Þarf bara að vera dugleg að mæta í sundið. Er búin að mæta 2svar á síðasta 1 1/2 mánuði, en tímarnir eru 3svar í viku.

Að draumum. Daginn fyrir vatnstjónið dreymdi mig að Bjarni Ármanns hafi verið að lita hárið á mér ljóst. Ég tengdi drauminn strax við það sem gerðist, en skildi ekki alveg hvað hann þýddi. Á mánudagskvöld kom svo Pála að laga á mér hárið, og litaði það mjög ljóst :-) Daginn eftir fengum við greiddar tryggingabæturnar, og komumst að því að við höfðum greitt fasteignasölunni 100 þús of mikið í gjöld. Peningarnir tóku allt í einu að streyma inn en ekki út, eins og gerðist í vatnstjónsvikunni. Sjáið þið einhverja tengingu við drauminn.

kv. Elsa bumbulína

Friday, November 09, 2007

Lygn sjór

Jæja, nú er eitthvað farið að lægja hjá okkur í Tröllakór. Ælupestin búin að taka sinn toll. Vonandi kemst allt í rétt horf um helgina.

Við lentum á tveimur englum hjá Sjóvá. Sem varð til þess að við reddumst alveg. Matsmaðurinn vill skipta út öllu parketinu, 4 hurðarkörmum og eitthvað af sökklum. Við þurfum núna bara að fá húsfélagið til að samþykkja tryggingar hjá Sjóvá, en Arnar er formaður húsfélagsins. Við fengum líka mjög gott tilboð.

Árgangsmót hjá 77 árgangnum í Brekkó og Grundó verður 1.mars 2008 í Jónsbúð. Það er eins gott að þetta barn haldist þá bara inni fram yfir 1. mars. Það verður gaman að koma gengi 39 vikur á árgangsmót, ekki satt. Kannski verð ég bara á fæðingadeildinni, og næ kannski að skreppa aðeins frá. Ætli ég verði ekki bara að láta mig hlakka til 20 áranna í staðinn :-(

Þetta barn er reyndar búið að stríða mér mikið þessa viku, að ég er allavega farin að pæla í að leggja á minnið símanúmer hjá fæðingadeildinni. Ég er búin að vera með svo mikla samdrætti alla vikuna, og mikið þegar ég hreyfi mig. Og á kvöldin er ég með svo mikla verki í bumbunni. Sko ég á ekki einu sinni að njóta þess, þegar grindin er ekki að bögga mig. Ég man að ég byrjaði snemma að finna fyrir samdráttum síðast, en aldrei það mikið að ég yrði hálf smeyk.

Barnið er líka farið að fá hiksta, og er á hreyfingu allan tíma sólahrings að mér finnst. Er hægt að greina ofvirkni í móðurkviði?

Ég og Bex áttum æðislegt kvöld í gær. Fyrir mér er bara gaman að komast út úr húsi. Við fórum í jólaboð í Uniku og á konukvöld í Garðheimum. Skoðuðum allt glingrið og dótið. Ferlega gaman. Fannst ég vera samt farin að mása eins og hvalur í lokinn, bumban farin að stríða.

kv. Elsa 22v 5d.

Tuesday, November 06, 2007

Elsta vinkona mín

Í dag eru 30 ár síðan elsta vinkona mín fæddist. Við erum búnar að þekkjast núna í 25 ár. Hmm eitthvað til að halda upp á. Fyrir 25 árum fóru Solla og Lísa með tvær stelpuskottur á snjóþotur á bakvið dagheimilið við Akurgerðið. Eftir það urðum við Berglin góðar vinkonur. Í þá dag hét hún Linda. Við vorum svo heppnar að lenda í sama bekk. Vegna fjöllyndis míns, og áhuga á að eiga fleiri vinkonur þá dró smá úr sambandinu á tímabili. Sérstaklega þegar önnur Linda kom í bekkinn, en bexinu fannst ekki vera pláss fyrir tvær Lindur. Fljótlega fór hún að heita Begga. Við áttum ekki mikla samleið á unglingsárunum, þar sem hún var rólegt heimilisdýr. En einhvernveginn fylgdumst við alltaf að. Fermdumst saman, fórum saman í fjölbraut. Eftir fjölbraut, þá missti maður pínu sambandið. En þökk sé fyrir msn, þá komumst við í gott samband, og hún fékk nafnið Bex. Í dag er hún ein kærasta vinkona mín. Bexið er rosalega heimakær nautnaseggur og mesta dúlla sem ég hef kynnst. Til hamingju með daginn Bexið mitt.

þín vinkona að eilífu Elsa