Vond mamma
Á hverjum degi er ég með samviskubit gagnvart Ara Þresti annars vegar, og svo vinnunni hins vegar. Mér finnst ég ekki vera að eyða nægum tíma í hvorugan þennan þátt. Maður fékk líka að heyra það á leikskólanum og þeim þætti 9 tíma pláss soldið mikið fyrir svona lítinn strák.
Á fimmtudag hélt ég að Ari væri að verða veikur, því hann hóstaði svo mikið um nóttina, og fannst hann vera heitur. Ákvað því þá um nóttina að ég yrði heima með hann. Hann fór reyndar aldrei í meira en 37,6, og var ég því með samviskubit út af vinnunni þann daginn.
Daginn eftir mæti ég í leikskólan og læt deildarstjóran vita að hann sé enn með einhverjar kommur. Hún var sko ekki sátt og ætlaði að senda mig heim, en þar sem hvorki ég né Arnar gátum verið með hann, bað ég hana um að taka strákinn og hringja ef hann versnaði. Ég hætti snemma og þegar ég kom kl.15 fór hann bara í fílu yfir því að ég væri komin til að sækja hann. Það létti smá á mömmuhjartanu.
Um nóttina ríkur hann svo upp í 40,6. Samviskubit, samviskubit, samviskubit. Þetta nagaði okkur Arnar allan laugardaginn, ef við hefðum ekki sett hann í leikskólan, hefði hann verið betri?
Á fimmtudag hélt ég að Ari væri að verða veikur, því hann hóstaði svo mikið um nóttina, og fannst hann vera heitur. Ákvað því þá um nóttina að ég yrði heima með hann. Hann fór reyndar aldrei í meira en 37,6, og var ég því með samviskubit út af vinnunni þann daginn.
Daginn eftir mæti ég í leikskólan og læt deildarstjóran vita að hann sé enn með einhverjar kommur. Hún var sko ekki sátt og ætlaði að senda mig heim, en þar sem hvorki ég né Arnar gátum verið með hann, bað ég hana um að taka strákinn og hringja ef hann versnaði. Ég hætti snemma og þegar ég kom kl.15 fór hann bara í fílu yfir því að ég væri komin til að sækja hann. Það létti smá á mömmuhjartanu.
Um nóttina ríkur hann svo upp í 40,6. Samviskubit, samviskubit, samviskubit. Þetta nagaði okkur Arnar allan laugardaginn, ef við hefðum ekki sett hann í leikskólan, hefði hann verið betri?

