Konurugl

Wednesday, March 21, 2007

Vond mamma

Á hverjum degi er ég með samviskubit gagnvart Ara Þresti annars vegar, og svo vinnunni hins vegar. Mér finnst ég ekki vera að eyða nægum tíma í hvorugan þennan þátt. Maður fékk líka að heyra það á leikskólanum og þeim þætti 9 tíma pláss soldið mikið fyrir svona lítinn strák.

Á fimmtudag hélt ég að Ari væri að verða veikur, því hann hóstaði svo mikið um nóttina, og fannst hann vera heitur. Ákvað því þá um nóttina að ég yrði heima með hann. Hann fór reyndar aldrei í meira en 37,6, og var ég því með samviskubit út af vinnunni þann daginn.

Daginn eftir mæti ég í leikskólan og læt deildarstjóran vita að hann sé enn með einhverjar kommur. Hún var sko ekki sátt og ætlaði að senda mig heim, en þar sem hvorki ég né Arnar gátum verið með hann, bað ég hana um að taka strákinn og hringja ef hann versnaði. Ég hætti snemma og þegar ég kom kl.15 fór hann bara í fílu yfir því að ég væri komin til að sækja hann. Það létti smá á mömmuhjartanu.

Um nóttina ríkur hann svo upp í 40,6. Samviskubit, samviskubit, samviskubit. Þetta nagaði okkur Arnar allan laugardaginn, ef við hefðum ekki sett hann í leikskólan, hefði hann verið betri?

Tuesday, March 13, 2007

Barnalandssíður

Ég var í saumaklúbbi á fimmtudaginn síðastliðinn, þar sem umræðan barst að barnalandssíðum og afhverju fólk er að læsa þeim. Ástæðan er sú að vondir menn skoði síðurnar til að kortleggja húsnæði viðkomandi og sjá hvar allar græjurnar eru. Hingað til hefur síðan okkar verið ólæst, og ég hef alltaf passað mig á að segja ekki af því að við værum að fara eitthvað og svona. En ég ákvað að skoða síðuna með augum þjófsins. He, he við erum nú meiri hallæris fjölskyldan. Ég held að þjófarnir myndu ekki koma í verð fermingarútvarpinu hans Arnars, og venjulega sjónvarpinu okkar. Og við myndum líklega ekkert sakna þess, bara vera fegin að fá tækifæri til að kaupa nýtt :-)

Ég skoðaði reyndar ekkert mikið aftar en maí á síðasta ári. Það eru tveir hlutir á heimilinu sem ég myndi bara deyja ef myndu hverfa, og ég veit að þjófar kæmu í verð. Veit reyndar að það eru myndir af þessum tveimur hlutum einhversstaðar aftar í albúminu. Spurning hvort nokkur myndi hætta sér samt fyrir þessa tvo hluti.

Við höfum einu sinni verið rænd. Misstum sumardekk sem við ákváðum að geyma á lager í vinnu Arnars. Það var frekar fúlt, því þau voru nýleg, og við nýskriðin úr námi, og höfðum ekkert á milli handanna. Maður verður ekkert smá svektur og sár útaf þessari vanvirðingu sem manni er sýnd.

Wednesday, March 07, 2007

Skrítið hvað maður er skrítinn

Ég er búin að vera í smá nostalgíu, og hugsa um hann Ara minn í gegnum hin mismunandi lífsþrep. Ég fór allt í einu að hugsa um að þegar hann fæddist, þá kom hálfbróðir minn í heimsókn með 8 mánaða dóttur sína. Og guð hvað mér fannst hún stór og ekki næstum eins dúllulega og lítil nýfædd börn. Nú hefur alveg orðið breyting á, nú finnst mér svona lítil krumpuð nýfædd börn ekki næstum eins dúllulega og tveggjára rassálfar. Fyndið hvernig mömmuheilinn virkar!!

kv. Elsa mamma

Monday, March 05, 2007

Af djammi og kjólum

Furðulegt líferni að taka við hjá mér. Ég sé fram á nokkur djömm á næstunni, og hef nýlokið við eitt. Fór í "saumaklúbb" á föstudaginn upp á Akranes, og auðvitað var notað tækifærið til að væta hverkarnar. Reyndar byrjaði mitt djamm í 30 mínútna röð kl. 19.30 í ÁTVR. Vá ég hef nú aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir áfengi síðan maður var á sopafylleríi í den. Við skvísurnar áttum auðvitað góða stund saman og mikið skrafað. Það þótti til tíðinda að Bexið okkar fékk sér í glas og kom með okkur á Mörkina, allt í hófi samt :-) Fékk bara smjörþefinn og gafst upp fljótlega. Ég skemmti mér konunglega á "dansgólfinu" og saug rettu af áfergju. Við enduðum svo í eftirpartýi hjá Döggu. Alvöru Skagadjamm þar á ferð. Reyndar entust gömlu konurnar ekki lengi, en samt alveg til 5. Það sem ég lærði af þessu er það er ekkert gaman að fara í bæjinn á Skaganum. Öll gömlu andlitin horfin í stað yngri og útlendra. Maður verður bara að bíða eftir Sálarballi til að hitta gamla fólkið :-)

Á næstunni eru svo tvær árshátíðir. Svo býst ég við stóru afmælisdjammboði í apríl, blikk blikk Linda. Stórveisla í júní, og kannski lítið kokteilboð hjá mér. Já maður er sko með djammið
planað fram í tíman.

Fór í gær að skoða kjóla í tilefni árshátíða. Ég endaði í æðislegu rauðu númeri í Coast (æðisleg þjónusta þar). Ég hef ekki átt kjól síðan ég var í háskólanum. Löngu vaxin upp úr þeim öllum. Og ég keypti líka hælaskó, hef ekki átt háhælaða spariskó í trilljón ár. Ég er allt í einu farin að finna stelpuna í mér aftur :-)

kv. Elsa stelpa