Konurugl

Wednesday, June 18, 2008

Slysabörn

Við erum komin heim úr stuttri vikuferð í Húsafell. Dvölin var ánægjuleg að öllu leiti. Gaman að geta hafið daginn á heitapottsferð. Í gær ákváðum við að reyna að hafa 17. júní eins eftirminnilegan og hægt væri fyrir Ara Þröst. Fórum "út að borða", fórum með hann á leikvöllinn. Ari fékk blöðru og snuðasleikjó. Svo var ís og kaka í kaffinu. Rosa fínn dagur, sem við ætluðum svo að toppa með góðum kvöldmat. En kvöldmaturinn var aldrei étinn. Aðstoðarkokkurinn hann Ari Þröstur varð fyrir því óhappi að styðja sig við heita hellu og brenna lófan sinn. Ég smellti honum beint undir kalda bunu og fyllti svo vaskinn á meðan Arnar reyndi að fá ráðgjöf. Það var ekki möguleiki að fá Ara til að koma upp úr köldu vatninu með hendina hann byrjaði strax að öskra og gráta. Ég var mjög fegin að ég tók panodil junior með, hefði ekki fattað að taka það með, nema af því að ég tók stíla fyrir Sigurást, þar sem hún var í 3 mánaða sprautu á föstudag. Ari greyjið sofnað við vaskinn en vaknaði í hvert skipti sem höndin lyftist upp úr vatninu.

Við tókum þá ákvörðun að halda í bæinn en koma við í Borgarnesi á Heilsugæslustöðinni þar. Ari Þröstur öskraði og engdist um alla leiðina, eða þar til við komum fram að afleggjaranum að Hvanneyri, þá loksins sofnaði hann. Hann var mun rólegri hjá lækninum. En hann fékk smá deifigel. Á leiðinni heim fengum við sms frá lækninum, þar sem hann vildi að við kæmum við á Slysó í Reykjavík til að meta betur brunan. Við fengum toppþjónustu þar. Sem betur fer var þetta bara annars stigs bruni. Ari fékk þennan fína boxhanska umbúðir og fullt af verðlaunum og fékk meiraðsegja að skoða sjúkrabíl. Sem betur fer var Dominos opið til að bjarga svöngum ferðalöngum. Ég held að 17. júní gleymist seint á þessu heimili.

Saturday, June 07, 2008

Hræðileg martröð

Úff, greyjið Ari fékk greinilega hræðilega martröð í nótt. Vaknaði og kjökraði "mamma, ég vil ekki súkkulaði". Ég vorkenndi honum hræðilega mikið. Greyjið skinnið.

Wednesday, June 04, 2008

Nýja barnið og stóri bróðir

Við höfum eignast nýtt barn. Fór í höfuðbeina og spjaldhryggs á föstudaginn og síðan hefur skvísan bara grátið ef hún er þreytt eða svöng. Búin að vera hin hressasta á kvöldin. Allt annað líf og miklu minna gubbuvesen. Á að koma einu sinni í viðbót, þar sem konan sagði að hún finndi smá spennu á þindarsvæðinu.

Ari Þröstur er búinn að taka stakkaskiptum í hlutverki stóra bróður. Áður lét hann sér fátt um finnast um nýja meðlimin í fjölskyldunni, en nú hafa orðið breytingar. Sigurást er farin að taka svo mikið eftir í kringum sig, og er búin að uppgötva stóra bróður. Nú finnst henni hann fyndnastur og skemmtilegastur í heimi. Þegar hún sér hann starir hún á hann og hlær og reynir að spjalla við hann. Þar sem Ari hefur aldrei verið neitt lítið fyrir athygli, þá finnst honum þetta æðislegt og er farinn að spjalla við hana og hafa gaman af því að vera í kringum hana. Svo í gær í fyrsta skipti þá ætlaði minn bara að rífa hana úr fanginu á mömmu sinni, til að geta leikið við hana :-)