Konurugl

Wednesday, April 23, 2008

Bad-hair-day

Við vorum að koma af Barnaspítala hringsins, en Krilla þurfti aðeins að koma við á bráðadeildinni. Já ég held að hún hafi átt furðulegasta vandamál dagsins. Starfsfólkið hefur líklega eitthvað um að ræða á kaffistofunni núna :-)

Í morgun hágrét stúlkan af sársauka, þegar ég færði mig nær henni í rúminu til að gefa henni. Hún hafði líka eitthvað kveinkað sér þegar ég var að klæða hana í náttföt í gærkvöldi. Ég ákvað því að skoða fæturnar á henni, því kannski hafði ég hugsanlega getað hafa einhvernveginn brotið tá, datt mér í hug. Og jú svei, svei, þarna blasti við mér þreföld, stokkbólgin tá. Ég dreif mig inn í stofu til að skoða þetta betur, svo ég myndi ekki vekja hina tvo. Lét Arnar reyndar vita að hún væri hugsanlega með brotna tá. Þegar fram var komið, kom soldið annað og furðulegra í ljós. Utan um tána hafði vafist nokkra hringi mitt fíngerða hár, og táin orðinn allverulega bjúguð út af því. Og ekki séns að ná hárinu af. Mömmuhjartað varð soldið lítið, að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr.

Um leið og hægt var að fara með Ara í leikskólan drifum við okkur upp á Barnaspítala, til að láta kippa þessu í liðinn. En ferðin varð soldið mikið lengri en við vorum búin að sjá fyrir okkur. Fyrst kom ein hjúkka og skoðaði og náði í tvo lækna. Þau voru furðulostin og náðu í annan lækni. Og þá vöknuðu upp spurningarnar hvað, hvernig, hvenær? Hvernig í ósköpunum náði hár að vefjast utan um tánna. Næsta á dagskrá var að sækja skurðlækni :-( Þetta var orðið heljarinnar aðgerð útaf einu litlu hári. Skurðlæknirinn náði eitthveru, en ekki víst að allt hafi farið. Við þurftum að bíða svo í rúma 3 tíma, til að athuga hvort þetta myndi breytast eitthvað. Þannig að stutta ferðin okkar varð ansi löng. Táin er enn stokkbólgin og eigum við að koma aftur í fyrramálið upp á skurðdeild. Við vonum bara allt hið besta.

kv. Elsa og litla tásla

3 Comments:

  • Jahá, þetta er eitt það furðulegasta sem að ég hef heyrt. Vona að tásan jafni sig og mömmuhjartað líka.

    Kv Linda

    By Anonymous Anonymous, At 4:14 PM  

  • Hvað er að frétta af táslunni? Er skvízan orðin hress og tilbúin í að fá nafn á morgunn?

    Gleðilegt sumar!

    By Anonymous Anonymous, At 5:01 PM  

  • Þetta er asnalegasta saga sem ég hef heyrt

    Kveðja
    Skúli

    By Anonymous Anonymous, At 3:42 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home