Konurugl

Thursday, August 30, 2007

13. vikan

Ógleðin er svo leiðinleg. Fékk remedíur í síðustu viku, en Ari fann það eiginlega strax og kláraði allt pilluglasið. Fékk svo loksins nýjan skammt á þriðjudag ásamt Morning Ease töflum. Í gær var ég bara súper hress. Svo í morgun hefur mér aldrei liðið eins illa. Arnar þurfti að fara fyrr í vinnuna, þannig að ég þurfti að klæða Ara. Þegar ég var næstum búin að klæða hann gat ég varla haldið í mér lengur, og beint á klósettið. Þegar ég kom til baka, þá sat Ari kviknakkinn í sófanum, búinn að klæða sig úr hverri spjör :-/

Á mánudaginn tók ég veikindafrí, ætlaði að vera heima fram að hádegi, en svaf til að verða 15, hefði alveg getað sofið lengur, en hafði ekki samvisku í það. Gat svo auðveldlega sofnað aftur um kvöldið. Maður er bara orðinn eins og ungabarn.

Ég verð svo sýnikennsla í nálastungunámi í dag fyrir ljósmæður. Ég er reyndar búin að vera frekar fín í grindinni, ekkert til að kvarta yfir. Ætti kannski að biðja um nálastungu fyrir ógleðinni í staðinn :-(

Það hvarflar stundum að mér sú hugsun um hvort ég sé nokkuð ólétt. Þetta er svo óraunverulegt, þegar maður hefur ekki farið í neinn sónar. En það tekur bara 2 sekúndur að bægja því frá, ástæður: ógleði, grindarverkir, 2 jákvæðar prufur, engar blæðingar og stærri brjóst. Er einhver ástæða fyrir mig að efast :-)

Sunday, August 26, 2007

Ólétt :-)

Oh, svo gott að komast út úr skápnum. Þetta blogg mun sem sagt breytast í meðgöngudagbók :-)

Ég er með lítinn marsbúa í bumbunni minni. Áætlaður komutími er 12. mars. Ég fékk marsbúa í afmælisgjöf. Já hann Arnar er þokkalega rausnarlegur, þyrluflugið og allt hitt blikknar í samanburði. Já ég þóttist fá mér í glas í brúðkaupinu. Fann fyrir smá ógleði í undirbúningnum, en það dúkkaði bara upp ef ég var þreytt og svöng. Föstudagskvöldið fyrir brúðkaup var hrikalegt, því enginn vissi, og ég var alveg búin á því. Brúðkaupsdagurinn gekk vel, smá listarleysi. Varð svo hrikalega slöpp í lokin. Náði að reyna að vera eðlileg. Ældi svo loks þegar við komum á hótelherbergið. Já mjög sexý ég veit.

Ógleðin er svo bara búin að fara versnandi og er búin að vera verst núna í 12. viku. Í sumarbústaðnum kom svo gamall óvinur. Ég byrjaði að fá grindaverki. Var með svo hrikalega dínu til að liggja á. Var alveg ómöguleg í 3 vikur. Svo hurfu þeir nánast. Breyttust svo í latabæjarhlaupinu, úr því að vera rasseymsli, yfir í lífbeinstos. Núna finn ég bara fyrir þeim ef ég labba lengi. Verkirnir hafa ekki haft áhrif á vinnuna í síðustu viku.

Svo náttúrulega þreytan. Ég hélt ég myndi ekki meika fyrstu vikuna eftir sumarfrí. En þreytan fer minnkandi. Er farin að geta sinnt heimilsstörfum eftir langan vinnudag. Vei.

Við höfum ekki farið í snemmsónar, og svo gleymi ég alltaf að redda mér beiðni í 12 vikna sónar, þannig að ég held að við sleppum honum bara. Á tíma í mæðraskoðun 5. sept.

kv. Elsa og marsbúinn

Saturday, August 25, 2007

ER

...

Friday, August 24, 2007

ÉG

...

Wednesday, August 22, 2007

Myndir frá 30 ára afmælinu











Wednesday, August 08, 2007

Fyrstu myndirnar






Friday, August 03, 2007

Líf eftir brúðkaup

Nú er ég komin úr viku sumarbústaðaferð. Ótrúlegt að nú séu tvær vikur síðan "dagurinn" var. Ég hafði sko ekki ímyndunaraflið í að átta mig á því hversu mikil áhrif svona einn dagur hefur. Þetta var bara yndislegur draumur og hvet ég alla til að láta verð að þessu, þetta var einn besti dagur lífs míns. En eins og ég hef tjáð nokkrum, þá var þetta mjög óraunverulegt brúðkaup. Ég var ekki gestur, og sá aldrei brúðhjónin. Fyrir mér mun þetta alltaf vera besta brúðkaupið sem ég hef farið í :-)

Maður áttaði sig líka í þessu öllu hversu einstaklega ríkur maður er. Ég á bestu vini og ættingja í heiminum, og líka frábært tengdafólk. Ég er svo fegin að hafa gert þetta með þetta stóran hóp í kringum okkur, hefði samt verið best ef við hefðum getað boðið öllum.

Sumarbústaðadvölin var fín. Ég og Arnar fengum einn sólahring frí frá Ara. Og notuðum hann til að spila Trivial pursuit, en ekki hvað...

Reyndar fékk ég bestustu morgungjöf frá Arnari, en hann stalst reyndar að til að gefa mér armband á brúðkaupsdaginn. En morguninn eftir fékk ég upp í hendurnar eintak af Harry Potter and the Deathly Hallows. Ég át hana upp til agna, við mikinn fögnuð Arnars, en ég sór af mér húsverkin og barnið á meðan lestrinum stóð. Barnið var farið að þrá athygli og einnig húsbóndinn. Við náðum þó að nýta tíman í hitt og þetta. Mamma og pabbi voru hjá okkur frá laugardegi til sunnudags. Við fórum með þeim að skoða Stöng og Þjóðveldisbæinn. Þá komu Skúli og Ásta í heimsókn. Gott að fá þau aftur heim frá Ástralíunni. Ara geð léttist svo á mánudeginum þegar Guðmundur Auðunn og foreldrar komu í heimsókn. Loksins leikfélagi. Tengdó kom svo með Sölva á þriðjudeginum, öðrum degi bjargað fyrir Ara. Við fórum með þeim í sund í Skeiðalaug á Brautarholti. Vá hvað það var næs. Við vorum ein í lauginni allan tíman. Ari sýndi sko ömmu sinni hvað hann er duglegur að synda, hoppa og kafa.

Við fórum einnig á Slakka með Ara, þar sem hann fékk endanlega golfdellu. Nú vill hann bara spila golf daginn út og inn. Hann hætti í miðjum rifrildum í dag, þegar hann sá að það var golf í sjónvarpinu, og settist upp í sófa og starði eins og ekkert hafði átt sér stað.

Í gær fórum við í Þjórsárdalslaug. Það var líklega mest sveitó laug sem ég hef farið í. Lengst inn í eyðimörkinni. Með sandhóla allt í kring. Klefarnir voru nánast útiklefar. Í einum klæddi maður sig, og svo fór maður út til að fara í sturtuna. Sundlaugin er líka mjög sérstök, alveg einstök. Ætli þetta sé ekki svokölluð vin í eyðimörkinni.

kv. Elsa sem er komin aftur í siðmenninguna