Afmælisdagurinn mikli og frábæri
Afmælisdagurinn byrjaði ósköp sakleysislega. Fór á fætur, fékk pakka frá Ara Þresti. Fórum reyndar í bakarí saman og borðuðum þar. Mættum svo í leikskóla og vinnu. Í vinnunni biðu tvær afmælisóskir handa mér. Bara svona normalt miðað við aðra afmælisdaga.
Fór í hádegismat með mömmu og Lísu, bara eins og í fyrra á afmælinu mínu. Spjölluðum heillengi um allt og ekkert, var reyndar farin að verða stressuð á tímanum fyrir þeirra hönd, en var samt ekkert að vilja vera fyrst til að segja jæja. Fórum og borguðum. Eigandinn var kominn út í dyr, og spurði "hva, er þessi að sækja ykkur" Ég hló og sagði "nei ekki okkur" Sá glitta í Ómar, og um stund hvarflaði að mér hvort þetta væri surprise frá Arnari. En fannst það hálf ótrúlegt um leið og ég hugsaði það, enda myndi ég aldrei láta sjá mig á gulum hömmer limmó. Kom út og Ómar stóð við dyrnar á hummernum og brosti til mín. Jább, hann var semsagt kominn, draumaprinsinn á gula hummernum. Sko hann Arnar, ekki Ómar.
Ég var nokkuð viss um að Arnar myndi henda mér í dekur á Laugum og Nordica, en svo lá leiðin annað. Í hafnarfirðinum var ég farin að hugsa um útlönd, en ég vonaði samt ekki. En svo hugsaði ég um bláa lónið. Var mjög fegin þegar við beygðum á Grindarvíkurafleggjaranum. Þar fékk ég nudd og svo beint upp úr. Aftur í limman. Í átt að Reykjavík. Miklabrautin, Hringbrautin, þá var mig farið að gruna flug. Beygðum inn á Njarðargötunni (í átt að stúdentagörðum). Flug? Svo stoppuðum við við lítið hús, en þar inni stóð helecopterservice. Ég og Arnar fórum í litla þyrlu og flogið var með okkur yfir Reykjavík, með smá viðkomu í Grafarvoginum, þar sem Ari Þröstur fékk að bera okkur augum. Svo var flogið yfir sundið í átt að Esju. Yfir nokkur fjöll, inn Hvalfjörðin. Yfir fjörðin, inn í Svínadal, til að skoða Skessubrunnin úr lofti, meðfram Laxá og aftur yfir fjall, og svo var lent fyrir utan Hótel Glym. Perfecto. Við fengum svo ótrúlega góðan mat, fórum í pottinn og nutum okkar í botn. Þetta var alveg stórkostlegur dagur.
Og ekki má gleyma öllum kveðjunum sem ég fékk. Ég fékk endalaust af símtölum og sms og tölvupóst. Mér finnst ég alveg ótrúlega rík. Og frábært hvað margir muna eftir manni (ég er nú sjálf ekki góð í þessu). Takk allir sem höfðu samband og fyrirgefið að ég hafi ekki náð að svara, ég var pínu upptekin :-)
kv. Elsa sem elskar að vera 30 ára.
Fór í hádegismat með mömmu og Lísu, bara eins og í fyrra á afmælinu mínu. Spjölluðum heillengi um allt og ekkert, var reyndar farin að verða stressuð á tímanum fyrir þeirra hönd, en var samt ekkert að vilja vera fyrst til að segja jæja. Fórum og borguðum. Eigandinn var kominn út í dyr, og spurði "hva, er þessi að sækja ykkur" Ég hló og sagði "nei ekki okkur" Sá glitta í Ómar, og um stund hvarflaði að mér hvort þetta væri surprise frá Arnari. En fannst það hálf ótrúlegt um leið og ég hugsaði það, enda myndi ég aldrei láta sjá mig á gulum hömmer limmó. Kom út og Ómar stóð við dyrnar á hummernum og brosti til mín. Jább, hann var semsagt kominn, draumaprinsinn á gula hummernum. Sko hann Arnar, ekki Ómar.
Ég var nokkuð viss um að Arnar myndi henda mér í dekur á Laugum og Nordica, en svo lá leiðin annað. Í hafnarfirðinum var ég farin að hugsa um útlönd, en ég vonaði samt ekki. En svo hugsaði ég um bláa lónið. Var mjög fegin þegar við beygðum á Grindarvíkurafleggjaranum. Þar fékk ég nudd og svo beint upp úr. Aftur í limman. Í átt að Reykjavík. Miklabrautin, Hringbrautin, þá var mig farið að gruna flug. Beygðum inn á Njarðargötunni (í átt að stúdentagörðum). Flug? Svo stoppuðum við við lítið hús, en þar inni stóð helecopterservice. Ég og Arnar fórum í litla þyrlu og flogið var með okkur yfir Reykjavík, með smá viðkomu í Grafarvoginum, þar sem Ari Þröstur fékk að bera okkur augum. Svo var flogið yfir sundið í átt að Esju. Yfir nokkur fjöll, inn Hvalfjörðin. Yfir fjörðin, inn í Svínadal, til að skoða Skessubrunnin úr lofti, meðfram Laxá og aftur yfir fjall, og svo var lent fyrir utan Hótel Glym. Perfecto. Við fengum svo ótrúlega góðan mat, fórum í pottinn og nutum okkar í botn. Þetta var alveg stórkostlegur dagur.
Og ekki má gleyma öllum kveðjunum sem ég fékk. Ég fékk endalaust af símtölum og sms og tölvupóst. Mér finnst ég alveg ótrúlega rík. Og frábært hvað margir muna eftir manni (ég er nú sjálf ekki góð í þessu). Takk allir sem höfðu samband og fyrirgefið að ég hafi ekki náð að svara, ég var pínu upptekin :-)
kv. Elsa sem elskar að vera 30 ára.


3 Comments:
Innilega til hamingju með daginn :) Frábært hvað Arnari tókst að stjana vel við þig, algjör draumaprins.
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
1:46 PM
Þetta hefur sko verið meiriháttar dagur! Til hamingju með það, enn og aftur....
By
Anonymous, At
5:01 PM
Frábært, þetta er snilld hjá Arnari, hann kann greinilega að skipuleggja frábæran dag:-)
Þú átt sko skilið fullt af afmæliskveðjum og knúsum frá okkur ollum, þú er frábær...
By
Anonymous, At
5:02 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home