Konurugl

Friday, December 22, 2006

Ég var í rússibana

Við skötuhjúin erum búin að vera undir mikillu pressu síðastliðnu daga. Of mikið að gera hjá mér í vinnunni. Jólin að nálgast og allt óskipulagt. Og svo vorum við að bíða eftir svari, sem við vorum orðin mjög svartsýn með. Nema hvað...

Við fundum draumaíbúðina á hagstæðu verði. En samt soldið hærra verði en við höfum ætlað að kaupa okkur á. Við skrifuðum undir kaupsamning, en þurftum að gera greiðslumat. Þurfti reyndar að tala við yfirmann minn fyrst, þar sem hún er yfir lánaeftirlitinu. Við fórum svo á mánudag í viðtal við lánastjóra. En hún gerði okkur mjög svartsýn og eyðilagði alveg daginn og tilhlökkunina til jólanna.

Nú var ég að fá þau skilaboð að við STÓÐUMST greiðslumatið :-)

Við erum að fara að flytja í september/október í íbúð í Kórunum í Kópavogu. 4 herbergja íbúð, 101 fm. á fjórðu hæð, í lyftuhúsi (þurftum að borga extra fyrir útsýni).

Vildi bara deila þessu með ykkur, þar sem ég er búin að sitja svona lengi á mér.

Svo erum við að fara að endurtrúlofa okkur um helgina. Erum að fara að sækja giftingahringana á morgun.

Ég er í skýjunum.

Wednesday, December 13, 2006

Blogga mig frá stressinu

Ohh. Tíminn þýtur áfram, og einhvernveginn er það að vera tímanlega með allt í ár, ekki að verða af raunveruleika.

Vaknaði upp helgina fyrir aðventu við vondan draum. Ef ég ætlaði að standa mig í vinnunni og skila af mér á réttum tíma, þá yrði ég að fórna einni helgi. Þannig að um síðustu helgi er ég búin að vinna helling, og þarf helst að klára allt á föstudag. Ég náði þrátt fyrir yfirvinnu á fimmtudag og föstudag, að koma heim og baka, áður en ég fór að sofa. Rosa dugleg þá. En síðan þá hefur allt farið niður á við í orku. Var heima með Ara á mánudag, þar sem hann var veikur. En fékk svo yndislegustu mömmu í heimi, til að passa fyrir mig, svo ég gæti unnið og skilað mánaðarskýrslunum mínum.

Staðan núna.
Á eftir að klára að skreyta
Búin að föndra 1 jólakort af 50
Á eftir að skrifa 50 jólakort
Erum ekki búin að ná góðri mynd af Ara í jólakortin
Á eftir að kaupa 22 gjafir af 25
Sækja jólatréð á laugardaginn (allur dagurinn)
Jólaskemmtun á sunnudaginn
Versla í matinn
þrífa smá

Eina sem ég er búin með og er virkilega stolt af, baka 3 sortir. Jibbí. Við eigum þó allavega smákökur, ef í harðbakkan slær.

jæja verð að fara
Elsa pelsa