Sitjandi börn
Ég er óendanlega montin af börnunum mínum þessa dagana.
Um helgina fórum við austur í Rangárvallarsýslu í sumarbústað. Ari Þröstur hafði það á orði á leiðinni að hann ætlaði að verða hestamaður þegar hann yrði stór. Hér í Kópavoginum er auðvelt að smitast af hestadellunni. Hér eru reiðstígar og hestar út um allt. Þegar við komum í bústaðin var okkur boðið í gönguferð niður í hesthús. Ari Þröstur var alveg óhræddur við hestana. Og þar var honum boðið að fara á bak. Hann var voða stoltur og flottur á hestbaki. Hann fékk svo líka að sitja hest daginn eftir. Þetta var alveg hápunkturinn í ferðinni. Hann tilkynnti eiganda hestanna að hann ætlaði að kaupa svona hest þegar hann yrði stór.
Um helgina fórum við austur í Rangárvallarsýslu í sumarbústað. Ari Þröstur hafði það á orði á leiðinni að hann ætlaði að verða hestamaður þegar hann yrði stór. Hér í Kópavoginum er auðvelt að smitast af hestadellunni. Hér eru reiðstígar og hestar út um allt. Þegar við komum í bústaðin var okkur boðið í gönguferð niður í hesthús. Ari Þröstur var alveg óhræddur við hestana. Og þar var honum boðið að fara á bak. Hann var voða stoltur og flottur á hestbaki. Hann fékk svo líka að sitja hest daginn eftir. Þetta var alveg hápunkturinn í ferðinni. Hann tilkynnti eiganda hestanna að hann ætlaði að kaupa svona hest þegar hann yrði stór.
Sigurást er farin að vera dugleg að nota sitjandan sinn. Hún þarf lítinn sem engan stuðning. Ótrúlega fljót að þessu. Ég hef óneitanlega áhyggjur af því hvort hún eigi þá nokkurntíma eftir að velta sér. Hún fær reyndar ekkert að sitja lengi, enda þreytist mjög fljótt af því. Hún fékk svo í kvöld að sitja í fyrsta skipti til borðs. Hún var reyndar yfir sig spennt yfir stútkönnu með vatni og brjáluð yfir því að geta ekki náð að drekka sjálf úr henni. Hún hefur ekki enn viljað pela, en er sjúk í stútkönnuna. Ekkert smá sport að drekka úr henni.

