Bloggvandræði
Nú er ég alveg hlessa. Mér er ekki ætlað að koma færslu hérna inn. Búin að reyna tvisvar heima, var búin að skrifa voða fallegt um Krissu. Get ekki breytt neinu á blogginu í tölvunni heima, né kommentað á aðrar síður. Sendi í gær frá heimatölvunni á vinnunetfangið það sem ég var að skrifa, en það virðist ekki hafa náð hingað. Ætla því að prófa að skrifa hér í vinnunni. Hvað er betra en að vera á launum við að blogga.
Á sunnudaginn fórum við vinkonurnar upp á Skaga að hitta mömmu Krissu og minnast þess að það eru 30 ár síðan hún fæddist. Við áttum æðislega stund. Töluðum um heima og geima. Alltaf svo notalegt að koma til Dæju. Henni tókst nú að koma mér á óvart með að lesa upp ljóð eftir mig. Það var engin dagsetning í ljóðinu, en það er örugglega frá þeim tíma sem ég skrifaði mest. Þetta var nú ekkert alslæmt ljóð. Fór ekkert hjá mér við upplesturinn. Ætlaði að setja það hér inn, en verð bara að sleppa því, út af þessum bloggvandræðum.
Að brúðkaupsmálum. Ekkert að gerast í þeim málum. Erum búin að panta Fannahlíð. En Fannahlíð tekur bara 100 manns í borðhald, og Arnar þekkir svona 300 he he, þannig að eitthvað verðum við að skvísa inn, kannski verðum við að sleppa mínum 10. Erum að pæla í að sleppa borðhaldi og hafa bara kokteilboð um miðjan dag. Fara svo út að borða með okkar nánasta um kvöldið.
Fattaði í gær að nú höfum við bara 7 mánuði til stefnu, væri fínt að geta ákveðið svona útfærsluatriði sem fyrst.
Ætli ég verði ekki að fara að skoða kjóla, kvíði því ekkert smá, held að ég eigi ekki eftir að finna neinn kjól sem ég fíla. Langar soldið í kjól með einhverju bláu í. Ætli ég endi ekki bara í brúðarkjól, það er eitthvað svo einfalt.
Við erum reyndar búin að skoða hringa :-) Erum alveg sammála hvernig hringa við viljum. Er feginn að Arnar er með svona einfaldan smekk eins og ég.
jæja prófa að senda þetta,
kv. Elsan
Á sunnudaginn fórum við vinkonurnar upp á Skaga að hitta mömmu Krissu og minnast þess að það eru 30 ár síðan hún fæddist. Við áttum æðislega stund. Töluðum um heima og geima. Alltaf svo notalegt að koma til Dæju. Henni tókst nú að koma mér á óvart með að lesa upp ljóð eftir mig. Það var engin dagsetning í ljóðinu, en það er örugglega frá þeim tíma sem ég skrifaði mest. Þetta var nú ekkert alslæmt ljóð. Fór ekkert hjá mér við upplesturinn. Ætlaði að setja það hér inn, en verð bara að sleppa því, út af þessum bloggvandræðum.
Að brúðkaupsmálum. Ekkert að gerast í þeim málum. Erum búin að panta Fannahlíð. En Fannahlíð tekur bara 100 manns í borðhald, og Arnar þekkir svona 300 he he, þannig að eitthvað verðum við að skvísa inn, kannski verðum við að sleppa mínum 10. Erum að pæla í að sleppa borðhaldi og hafa bara kokteilboð um miðjan dag. Fara svo út að borða með okkar nánasta um kvöldið.
Fattaði í gær að nú höfum við bara 7 mánuði til stefnu, væri fínt að geta ákveðið svona útfærsluatriði sem fyrst.
Ætli ég verði ekki að fara að skoða kjóla, kvíði því ekkert smá, held að ég eigi ekki eftir að finna neinn kjól sem ég fíla. Langar soldið í kjól með einhverju bláu í. Ætli ég endi ekki bara í brúðarkjól, það er eitthvað svo einfalt.
Við erum reyndar búin að skoða hringa :-) Erum alveg sammála hvernig hringa við viljum. Er feginn að Arnar er með svona einfaldan smekk eins og ég.
jæja prófa að senda þetta,
kv. Elsan

